Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 18
TILFELLAROÐ MEÐ YFIRLITI Mynd 2. TS miðlínusneið scm sýnirgóða skuggaefnisfyllingu ídjúpum stokkum/ bláæðum (v. cerebri interna, v. galeni, sittus sagittalis inferior og sinus rectus) en enga skuggaefnisfyllingu í þykktarstokk (sinus sagittalis superior). Tilfelli 2. Höfuðverkur, staðbundin taugaeinkenni og flog Fertugur karl, áður frískur, leitaði á bráðamóttöku vegna höfuð- verkjar, ógleði og uppkasta af og til í þrjár vikur. Þar sem tauga- skoðun var eðlileg var hann sendur heim. Daginn eftir jukust einkennin til muna. Hann var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús. Skoðun leiddi í ljós vægt skerta meðvitund og máttminnkun í vinstri líkamshlið. Tölvusneiðmyndarannsókn með tilliti til bláæða sýndi útbreiddan sega í þykktarstokk (mynd 2) og báðum þverstokkum ásamt blæðingu í hægra heilahveli. Þá var hafin meðferð með heparíni. Sama dag fékk maðurinn alflog og meðferð með fosfenýtóin var hafin. Þrátt fyrir meðferðina fékk hann end- urtekna krampa, meðvitund versnaði frekar og lömunareinkenni í vinstri líkamshelmingi jukust. Ákveðið var að gefa staðbundna segaleysandi meðferð í þykktarstokk og þverstokka. Eftir þá að- gerð batnaði klínískt ástand til muna og myndrannsókn daginn eftir sýndi minni segamassa og aukið flæði bláæðablóðs. Meðferð með warfaríni tók síðan við. Eftir fjórar vikur hafði hann náð sér að fullu. Segulómskoðun þremur mánuðum síðar sýndi enn sega í öðrum þverstokknum en annars eðlilegt flæði í stokkum. Ákveðið var að halda áfram blóðþynningu í eitt ár. Þá var segi ekki sýni- legur á myndrannsókn. Warfarín-meðferð var þá hætt því engin undirliggjandi orsök fannst. Tilfelli 3. Meðvitundarskerðing Tvítug kona sem notaði getnaðarvarnarpilluna hafði haft höfuð- verk og uppköst í tvær vikur og verið afar þreytt og svefnsækin. Við komu á sjúkrahús var hún illa áttuð og meðvitund skert. Þegar gera átti tölvusneiðmyndarannsókn af höfði versnaði meðvitund enn frekar (10 á Glasgow-dástigunarkvarðanum). Hreyfði hún þá vinstri útlimi eingöngu við sársaukaáreiti. Var hún barkaþrædd og gerð var bráðatölvusneiðmyndarannsókn sem sýndi bjúg og drep í hægri stúku. í kjölfarið var gerð tölvusneiðmyndarannsókn með tilliti til bláæða sem sýndi stokkasega í djúpa fráflæðikerfi heilans (sjá mynd 3). Heparín-innrennsli var hafið og síðan með- ferð með warfaríni. Veikindin rénuðu hægt á tveimur vikum. Eftir þann tíma gat sjúklingur gengið með aðstoð. Vegna þess að prót- Mynd 3. a) Miðlínu TS-sneið tekinfyrir skuggaefnisgjöf íæð sýnir háþéttni sega í djúpum stokkum/biáæðum (v. cerebri magna, sinus sagittalis inferior og sinus rectus). b) Miðlínu TS-sneið tekin eftir skuggaefnisgjöf i æð sýnir ekki skuggaefnisfyllingu í djúpum stokkumfbláæðum (v. cerebri magna, sittus sagittalis inferior og sinus rectus) vegna segamyndunar. ein S var lækkað var ákveðið að meðhöndla með warfaríni í eitt ár. Myndrannsókn ári síðar sýndi engin merki stokkasega. Konan hafði þá náð sér að fullu. Tilfelli 4. Verkur bak við auga, hangandi augnlok og sjóntruflanir Rúmlega tvítug kona fékk á öðrum degi eftir fæðingu slæman verk á bak við hægra auga. Hún hafði nokkrum vikum áður verið greind með sýkingu í hægri fleygskúta (sphenoidal sinus) og verið sett á amoxicillín-meðferð. Á þriðja degi eftir fæðingu varð hún vör við tvísýni og hægra augnlok var sigið. Á fjórða degi var hún skoðuð af taugalækni. Þá var sjón á hægra auga skert, hægra augnlok hékk og ljóssvörun hægra sjáaldurs minnkuð. Augað var þó ekki útstætt og augnbotnar voru eðlilegir. Líkamshiti var 38 °C, CRP 261 mg/L og í blóði ræktaðist staphylococcus aureas. Tölvusneiðmyndarann- 190 LÆKNAblaðið 2013/99

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.