Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 32
UMFJÖLLUN O G GREINAR Örói á Landspítalanum Fjórðungur almennra lækna gengur út 1. apríl vegna óánægju með kjör sín og starfsaðstæður náist samningar ekki ■ ■ ■ Þröstur Haraldsson Það hefur ríkt töluverður órói meðal starfsmanna á Landspítalanum þennan vetur. í haust sögðu um 280 hjúkrunar- fræðingar upp störfum vegna óánægju með kjör sín. Eftir langar samningavið- ræður tókust samningar við þann hóp, en í kjölfar þess hafa ýmsir aðrir starfs- hópar farið fram á leiðréttingu kjara sinna. Og nú hafa 25 almennir læknar á Landspítalanum sagt upp störfum frá og með 1. apríl. Átta af þessum læknum starfa á kvennasviði spítalans en hinir á lyflækningasviði. Að sögn Ómars Sigurvins Gunnarssonar formanns Félags almennra lækna hafa ekki átt sér stað neinar viðræður milli félagsins og stjórnenda spítalans, enda félagið ekki formlegur aðili að þessari deilu. „Stjórnendur spítalans hafa átt við- töl við hvern og einn úr hópnum, en það hefur ekkert komið út úr þeim enn," segir hann. Þetta staðfestir Oddur Gunnarsson lögfræðingur og staðgengill Ernu Einars- dóttur mannauðsstjóra Landspítalans. Starfsánægjan dregst saman Óánægja almennra lækna snýst ekki frekar en annarra starfsmanna eingöngu um laun. Allir þekkja umræðuna um versnandi starfsaðstæður í gömlum hús- um þar sem tækin eru sum hver að nálgast það að vera orðin lífshættulega úrelt, ef þau eru þá ekki stöðugt biluð. Þrengslin eru mikil og eigin skrifstofa óþekktur lúxus. í könnun sem stjórnendur spítalans létu gera á ánægju starfsmanna árið 2010 kom meðal annars fram að einungis 7% almennra lækna gátu tekið undir þá full- yrðingu að þeir hugsuðu sjaldan eða aldrei um að hætta störfum og að ekki fleiri en 11% sögðust mæla með spítalanum sem góðum vinnustað. Fyrir þessu eru ýmsar ástæður. Auk þess sem áður er nefnt má tína til mikið vinnuálag, meðal annars vegna mann- eklu, það hefur verið skorið niður í starfsmannahaldi sem bitnar á þeim sem eftir eru, þeir þurfa að leggja meira á sig. Almennir læknar eru ekki hvað síst óánægðir með að þeir hafi ekki tíma til að sinna skýrslugerð og upplýsingagjöf í vinnutímanum. En þessi störf verða að hafa sinn gang og flestir sinna þeim því í aukavinnu sem engin laun eru greidd fyrir. í áðurnefndri könnun fá starfsaðstæður almennra lækna ekki háar einkunnir. 17% geta tekið undir þá fullyrðingu að tækja- kostur sé viðunandi á þeirra deild, 30% segjast hafa nægan tíma til að sinna starfi sínu þannig að þeir séu ánægðir með þau og sama hlutfall segist vera ánægt með starfsaðstöðu sína. Launahækkanir ekki á dagskrá Þetta er því ekki nýtt vandamál á Land- spítalanum, jafnvel þótt stundum sé talað um almenna lækna sem hálfgerð vinnudýr spítalanna og það er ekki bundið við ísland. Að vísu segir Már Kristjánsson yfirlæknir á lyflækningasviði að vaktir séu ekki lengri en 8-12 tímar en áður voru 16 tíma vaktir algengar. „Það er rétt að almennir lækna vinna mikið en það fylgir þessu æviskeiði, þeir eru ungir og þurfa að afla sér reynslu. Hún fæst einungis með vinnu." Oddur Gunnarsson segir að stjórn- endur hafi brugðist við uppsögnum almennra lækna með svipuðum hætti og í öðrum sambærilegum málum. „Við ræddum við þessa 25 lækna sem sagt hafa upp og hlustuðum á athugasemdir þeirra. Þær eru því miður kunnuglegar, margar hverjar, og óánægja starfsmanna er alltaf alvarlegt mál. Það er hins vegar ljóst að ekki verður hægt að bregðast við öllum at- hugasemdum þeirra. Við verðum að horfa til heildarinnar." Með þessu síðastnefnda á Oddur við kröfur læknanna um sambærilegar launa- hækkanir og hjúkrunarfræðingar fengu í febrúar. Hjúkrunarfræðingar voru í þeirri stöðu að við þá hafði ekki verið gerður svonefndur stofnanasamningur eins og um hafði samist í síðustu kjarasamningum stéttarinnar. Hjúkrunarfræðingum tókst að notfæra sér þá stöðu til að knýja fram launahækkanir og flestir drógu uppsögn sína til baka. Engu slíku er til að dreifa hjá almenn- um læknum. Læknar hafa ekki farið inn á þá braut að gera sérstaka stofnanasamn- inga svo þá leið er ekki hægt að fara. „Fjár- málaráðuneytið hefur sent spítalanum og læknunum bréf þar sem minnt er á að friðarskylda ríki á vinnumarkaði meðan kjarasamningar eru í gildi. Kjarasamn- ingar eru vettvangur launahækkana en þeir eru ekki lausir núna," sagði Oddur Gunnarsson en bætti því við að verið væri að skoða hvort hægt væri að koma til móts við aðrar athugasemdir læknanna en þær sem snúa að laununum. Reynt að koma til móts við almenna lækna Það yrði talsverð blóðtaka fyrir Landspít- alann að missa þessa 25 lækna en þeir eru um það bil fjórðungur almennra lækna 204 LÆKNAblaðið 2013/99

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.