Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2013, Page 17

Læknablaðið - 15.04.2013, Page 17
TILFELLAROÐ MEÐ YFIRLITI Stokkasegi - sjaldgæfur sjúkdómur en mikilvæg mismunagreining við höfuðverk, heilablóðfall og flog Tilfellaröð með yfirliti Ólafur Árni Sveinsson læknir1, Ólafur Kjartansson læknir2, Einar Már Valdimarsson læknir3 ÁGRIP Stokkasegi er sjaldgæf en mikilvæg orsök hækkaðs innankúpuþrýstings og heilablóðfalls, ekki síst hjá ungu fólki og miðaldra. Konur, sérstaklega í kringum barnsburð, og einstaklingar með segahneigð eru í sérstökum áhættuhópi. Það sem gerir greininguna erfiða eru fjölbreytileg einkenni á borð við höfuðverk, ógleði, uppköst, sjóntruflanir, meðvitundarminnkun, málstol og hreyfi- og skyntruflanir. Tæplega helmingur sjúklinga fær flog. Hér eru kynnt fjögur tilfelli sem endurspegla hina margþættu einkenna- mynd sjúkdómsins og veitt yfirlit yfir sjúkdóminn. 'Taugadeild Karolinska sjúkrahúsins, Stokkhólmi, Svíþjóð, 2röntgendeild, ^taugalækningadeild Landspítala. Fyrirspurnir: Ólafur Sveinsson olafur.sveinsson@ karolinska.se Greinin barst 24. október 2012, samþykkt til birtingar 6. mars 2013. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Inngangur Stokkasegi (thrombosis of the cerebral veins and sinuses) er sjaldgæf en mikilvæg orsök hækkaðs innankúpuþrýst- ings og heilablóðfalls, ekki síst hjá ungum og miðaldra einstaklingum. Það sem gerir greiningu stokkasega erf- iða eru afar fjölbreytileg einkenni. Við kynnum fjögur tilfelli sem gefa mynd af hinum margþættu einkennum sjúkdómsins. í fyrsta tilfellinu er höfuðverkur helsta einkennið. f tilfelli tvö koma fyrir staðbundin taugaeinkenni og krampar ásamt höfuðverk. Þriðja tilfellið einkennist af meðvitundarskerðingu. í síðasta tilfellinu eru einkennin verkur á bak við auga, hangandi augnlok og sjóntruflun. Fyrstu tvö tilfellin endurspegla algengustu birtingarmyndir sjúkdómsins. Tilfelli 1. Höfuðverkur og ógleði Kona á þrítugsaldri leitaði á bráðamóttöku vegna höfuð- verkjar sem hún hafði haft í tvær vikur. Höfuðverknum fylgdi ógleði, hann versnaði við hósta. Parasetamól var gagnslítið. Hún hafði verið hraust, fyrir utan að hafa fengið sega í djúpar bláæðar í ganglim þremur árum áður. Taugaskoðun var eðlileg en sjúklingur var meðtek- inn og sagði verkinn vera á bilinu 8-9 á VAS (visual analog scale). Tölvusneiðmyndarannsókn af höfði var eðlileg en mænuholsástunga leiddi í ljós hækkaðan mænuvökva- þrýsting (35 cm vatns). í kjölfarið var gerð segulómskoð- un með tilliti til bláæða. Hún leiddi í ljós sega í þver- stokki (transverse sinus) og þykktarstokki (superior sagittal sinus) (mynd la). Sjúklingurinn fékk heparín-innrennsli fyrstu dagana, síðan tók við blóðþynningarmeðferð með warfaríni. Einkennin löguðust á næstu tveimur vikum. Þar sem í ljós kom að konan hafði stökkbreytingu fyrir factor V Leiden, lágt hómócystein í blóði og hafði áður fengið bláæðasega, var ákveðið að setja hana á langtíma Mynd 1a. Segulómun (FLAIR) - efri röð sýnir segulskært innihald í þverstokki og þykktarstokki (ör) vegna segamyndunar. í neðri röð eru myndir sex mánuðum síðar. Þar er innihald stokka segulsnautt sem samrýmist eðlilegu flæði (ör). Mynd 1b. Segulómun, bláæðamyndataka (Magnetic reson- ance venigraphy). Myndir í efri röð sýna vöntun á ftæði og að hluta lítið flæði I þykktarstokki og þverstokki hægra megin (örvar). Á myndum I neðri röð, 6 mánuðum síðar, er flæði I báðum þessum stokkum nánast eðlilegt (örvar). warfarín-meðferð. Segulómskoðun eftir 6 mánuði leiddi í Ijós að stokkaseginn var að mestu horfinn (mynd lb). (' ’ » > N. - S P > . ir ■ ' ■ ^ .* ' V r ’*r f LÆKNAblaðið 2013/99 189

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.