Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 21
TILFELLARÖÐ MEÐ YFIRLITI Tölvusneiðmyndarannsókn eftir skuggaefnisgjöf sem gerð er með tilliti til bláæða (CT venous angiography) er aftur á móti afar næm rannsókn (talin hafa allt að 95% greiningarnæmi).1516 Þessa rann- sókn má gera sem hluta af fyrstu uppvinnslu ef grunur vaknar um stokkasega hjá sjúklingi með heilablóðfallseinkenni. Stuttur rann- sóknartími er kostur þegar sjúklingur er alvarlega veikur eða ekki fær um samvinnu.16 Jónandi geislun og skuggaefnisgjöf eru ókostir við TS og hún er því ekki æskileg sem eftirfylgdarrannsókn. Segulómrannsókn af heila ásamt MRV (magnetic resonance ve- nography) án skuggaefnisgjafar í æð er jafnan talin kjörrannsókn til að fylgja eftir stokkasega.17 Almennt er mælt með eftirfylgd eftir þrjá til 6 mánuði til að meta enduropnun stokka og bláæða.2'3 Aðrar rannsóknir Þegar grunur er um stokkasega getur verið hjálplegt að fram- kvæma mænuholsástungu með þrýstingsmælingu. Um það bil 90% einstaklinga með stokkasega hafa hækkaðan mænuvökva- þrýsting (tilfelli l).3 Því má álykta að stokkasegi sé ólíklegur ef mænuvökvaþrýstingur er eðlilegur. Hækkaður mænuvökvaþrýst- ingur er þó alls ekki sértækur fyrir stokkasega og verður þrýst- ingsmæling að túlkast í samhengi við klínísk einenni og mynd- rannsóknir. Mæling D-dímer (sem er niðurbrotsefni fíbríns) getur verið gagnleg við greiningu stokkasega á sama hátt og við greiningu sega í djúpum bláæðum ganglima og blóðreks til lungna. í vand- aðri framskyggnri rannsókn var styrkur D-dímer hækkaður hjá 34 af 35 sjúklingum með stokkasega. Hann var hækkaður hjá 27 af 308 sjúklingum sem taldir voru vera með stokkasega en reyndust ekki með sjúkdóminn. Þetta gaf næmi upp á 97,1%, sértækni 91,2% og neikvætt forspárgiidi 99,6%.18 Svipað næmi og sértækni fengust í stórri samantektarrannsókn með 1134 einstaklingum.19 Meiri- hluti þeirra sem höfðu stokkasega en neikvæðan D-dímer höfðu eingöngu höfuðverk og takmarkaða útbreiðslu segans. Ef sterkur klínískur grunur er um stokkasega ætti eðlilegur D-dímer ekki að hindra frekari rannsóknir. Meðferð Heparín-meðferð Flestir eru sammála um að rétt sé að nota heparín sem bráðameð- ferð við stokkasega.2-3'20 Höfuðmarkmið blóðþynnandi meðferðar er að stöðva frekari segamyndun og ýta undir upplausn sega. Þetta er þó aðeins stutt af smáum rannsóknum þar sem borin hefur verið saman virkni heparíns og lyfleysu. Þessar rannsóknir sýna fram á gagnsemi heparíns en vegna smæðarinnar hafa þær ekki ávallt sýnt fram á tölfræðilega marktækni.21'22 Bæði er hægt að notast við heparín-innrennsli í æð (þar sem aPT tími á að vera að minnsta kosti tvöfaldur að lengd) eða gjöf létt- heparíns (low molecular weight heparin) (1 mg/kg undir húð tvisvar á dag). I nokkrum rannsóknum og samantektarrannsókn virtist léttheparín gagnlegra, ekki síst vegna minni blæðingarhættu.23'25 Auðveldara er að gefa léttheparín. Kostur heparín-innrennslis er að storkutími verður eðlilegur einni til tveimur klukkustundum eftir að innrennsli er hætt. Slíkt er mikilvægt ef stórar blæðingar koma fram eða ef bráðaskurðaðgerð reynist nauðsynleg. Það ræðst yfirleitt af venju á hverjum stað hvort léttheparín eða heparín-inn- rennsli er notað. Heparín-meðferð er haldið áfram þangað til klínískt ástand sjúklings er orðið stöðugt. Eftir það er blóðþynningu haldið áfram með warfaríni í töfluformi. Hjá þunguðum konum er warfarín ekki notað vegna mögulegra skaðlegra áhrifa á fóstrið. Þar er við- haldsmeðferð haldið áfram með léttheparíni. Ekki eru til sannreyndar leiðbeiningar um tímalengd með- höndlunar með blóðþynningu en margir vilja láta sömu reglur gilda fyrir stokkasega og þær sem gilda fyrir sega í djúpum bláæð- um ganglima. Ef hann er orsakaður af tilfallandi ytri áhættuþætti, svo sem sýkingu í afholum nefs, er oft mælt með þriggja mánaða meðferð en 6-12 mánaða meðferð ef engin skýring finnst. Ráðlagt er að meðhöndla sjúklinga með stokkasega og veikan áhættuþátt, eins og prótein C- og S-skort, í 6-12 mánuði. Hið sama gildir um þá sem eru arfblendnir (heterozygous) fyrir þætti V Leiden eða hafa prótrombín-stökkbreytingu. Mælt er með lengri meðferð fyrir sjúklinga með stokkasega og sterkan áhættuþátt eins og an- titrombín-skort og þá sem eru arfhreinir (homozygous) fyrir þætti V Leiden eða hafa tvo eða fleiri segahneigðaráhættuþætti. Lang- tímablóðþynning er ráðlögð hjá þeim sem hafa fengið stokkasega tvisvar eða oftar af hvaða orsök sem er. Þannig ræðst meðferðar- lengd af hverju tilfelli fyrir sig.2-3-26 Segaleysandi meðferð Til eru rannsóknir sem hafa bent til gagnsemi segaleysandi með- ferðar. Þær hafa þó verið óslembiraðaðar og án samanburðar- hóps.27'31 í dag er helst mælt með staðbundinni segaleysandi meðferð fyrir afar veika sjúklinga sem svara ekki meðferð með heparíni (tilfelli 2).2-3 Samantektarrannsókn benti til gagnsemi segaleysandi meðferðar undir þeim kringumstæðum.32 Aðeins 13% þeirra sem fengu segaleysandi meðferð létust en 53% þeirra sem fengu eingöngu heparín-meðferð.1,33 Gefur þetta til kynna að í alvarlegustu tilfellunum geti segaleysandi meðferð komið að gagni og að heparín eitt sér sé ekki nægjanlega áhrifaríkt.34 Það á sérstaklega við þegar mikil hindrun er á fráflæði bláæðablóðs og til staðar er mikið hækkaður innankúpuþrýstingur og skert með- vitund. Slíkir sjúklingar eru yfirleitt með sega í mörgum stokkum. Til viðbótar við segaleysandi meðferð var seginn í mörgum til- fellum fjarlægður með brottnámi (thrombectomy).35'37 Þó vantar áþreifanlega stórar slembiraðaðar rannsóknir til að kanna gagn- semi segaleysandi meðferðar og segabrottnáms við stokkasega. Krampameðferð Ef flog verða í bráðaveikindunum (um 40% tilfella) er mikilvægt að setja inn áhrifaríka krampameðferð sem fyrst því síflog (status epilepticus) eða endurtekin flog eru ekki óalgeng í kjölfar stokka- sega og hafa í för með sér verri batahorfur. Hættan á varanlegri flogaveiki eftir að bráðaveikindin hafa gengið yfir er tiltölulega lítil (5-10%).‘ Heilavefsblæðing og flog í bráðaveikindum eru áhættuþættir fyrir flogaveiki. Meðferð hækkaðs innankúpuþrýstings Teikn um hækkaðan innankúpuþrýsting eru til staðar í um helm- ingi tilfella. Vægt hækkaður innankúpuþrýstingur þarfnast ekki annarrar meðferðar en blóðþynningar sem eykur bláæðafráflæði og segasundrun og lækkar þannig innankúpuþrýsting. Frekari meðferð gegn heilabjúg og hækkuðum innankúpuþrýstingi er stundum nauðsynleg.2 Hefðbundin meðferð er hækkun höfðalags LÆKNAblaðið 2013/99 193

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.