Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2013, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 15.07.2013, Blaðsíða 3
Vorfagnaður lækna á slóðum fortíðar - og framtíðar? Læknar komu saman til fagnaðar í verðandi salarkynnum lækn- ingaminjasafns á Seltjarnarnesi í byrjun júní, nutu veitinga innan um hráa steinveggi og leið augsýnilega vel þótt úti rigndi. Gest- gjafar voru þeir Steinn Jónsson formaður Læknafélags Reykjavíkur og Óttar Guðmundsson formaður Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar en þeir hafa talað fyrir þeirri hugmynd að samtök lækna flytji búferlum og setjist að í Nesi innan um söguna. Lífleg umræða varð á heimasíðu lækna í kringum vorfagnaðinn og sýndist sitt hverjum um þessa hugmynd. Mörgum fannst hún góð og mæltu eindregið með því að hún yrði að veruleika, öðrum óx kostnaður í augum eða höfðu aðrar athugasemdir, jafnvel hugmyndir um að flytja eitthvert annað. Eflaust verður þetta mál áfram til umræðu, en eins og kunnugt er hefur Seltjarnarnesbær sagt sig frá samkomulagi við menntamálaráðuneytið og læknafélögin um að ljúka við að koma safninu í framtíðarhorf. En hvað sem því líður skemmtu læknar sér prýðilega og nutu bæði tónlistar og góðra veitinga. LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS Rebekka Erin Moran (f. 1976) er bandarísk listakona búsett hér á landi og höfundur verksins sem sjá má á forsíðu Læknablaðsins að þessu sinni. I keep forgettin’ that I forgot about you er frá árinu 2012. Verkið er skúlp- túr sem sýndur er beint á gólfi, gallabuxur steyptar í gifs og bleikir sokkar. Það er eins og einhver hafi farið úr buxum og sokkum í flýti og skilið hrúguna eftir á gólfinu. Rebekka leikur sér að því að steypa hvers- dagslegt atvik í varanlegt form og nefnir verkið spaugilegum titli sem gæti vísað til þess að hrúgan hafi orðið til eftir ærlegt skrall. Þegar nýr dagur rennur upp er atvikum næturinnar púslað saman með sönnunar- gögnum eins og fatahrúgunni á gólfinu. Hversdagsleiki og daglegt líf rata gjarnan í verk Rebekku sem vinnur í ýmsa miðla og er einkum kunn fyrir tilraunir sínar með kvikmyndamiðilinn. Hún notast töluvert við 16 mm filmu sem felur bæði í sér hreyfimyndina sjálfa sem og ákveðna eiginleika skúlptúrs þar sem sýningarvél- in verður hluti af heildarupplifun verksins i sýningarrýminu. Listakonan hefur iðulega nýtt sér þennan tvíþætta eigin- leika í kvikmyndainnsetningum sínum. Rebekka stundaði nám í myndlist í Chicago, Banda- ríkjunum, og fluttist þá búferlum til Hollands. Eftir að hafa starfað þar um nokkurt skeið dvaldi hún hluta ársins 2005 á vinnustofu á (slandi og hefur búið hér á landi siðan. Rebekka hefur meðal annars staðið fyrir kvikmyndasýningum undir heiti Kínó klúbbsins þar sem hún hefur kynnt framsækna og listræna kvikmyndagerð. Þá hefur hún tekið þátt i fjölda sýninga hér á landi sem og alþjóðlega og þess má geta að verk hennar sem sjá má á forsíðu Læknablaðsins var nýverið hluti af samsýningu í Chicago. Markús Þór Andrésson Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL www. laeknabladid. is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104-564 4106 Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Anna Gunnarsdóttir Gylfi Óskarsson Hannes Hrafnkelsson Sigurbergur Kárason Tómas Guðbjartsson Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Þórunn Jónsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Haraldsson Védís Skarphéðinsdóttir (í leyfi) vedis@lis.is Blaðamaður og Ijósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Sigdís Þóra Sigþórsdóttir sigdis@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1700 Áskrift 12.400,- m. vsk. Lausasala Prentun, bókband og pökkun Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja Höfðabakka 3-7 110 Reykjavik © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition og Scopus. The scientific contents of the lcelandic Medical Journal are indexed and abst- racted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2013/99 323

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.