Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2013, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.07.2013, Blaðsíða 13
RANNSÓKN Tafla I. Grunnupplýsingar um þátttakendur sem var skipt í fyrri þjálfunarhóp (Hópur 1) og seinni þjálfunarhóp (Hópur 2). Karlar Konur Hópur 1 (n=25) Hópur 1 (n=31) Kynja- Mælingar Hópur 2 (n=29) Hópur 2 (n=32) munur og gildi Meðaltal ± SD (Bil) Meðaltal ± SD (Bil) p-gildi Aldur (ár) Hópur 1 81,9 ±4,8 (75-90) 79,9 ± 4,6 (73-89) 0,09 Hópur 2 79,0 ±4,3 (71-88) 77,8 ± 3,8 (72-85) 0,05 LÞS (stig) Hópur 1 26,9 ± 4,6 (22,5-45,9) 28,2 ± 5,7 (20,6-43,2) 0,49 Hópur 2 27,1 ±2,9,(20,1-32,2) 27,7 ± 3,8 (22,9-36,3) 0,77 SPPB (stig) Hópur 1 10,0 ± 1,6 (7-12) 10,2 ±1,4 (7-12) 0,88 Hópur 2 9,9 ± 1,5(7-12) 10,0 ±1,0 (7-12) 0,98 Jafnvægi (stig) Hópur 1 3,2 ± 0,9 (2-4) 3,4 ± 0,8 (2-4) 0,70 Hópur 2 3,2 ± 0,9 (1-4) 3,3 ± 0,9 (1-4) 0,71 Ganga 4 m (s) Hópur 1 3,5 ± 0,7 (2,6-5,1) 3,8 ± 1,0 (2,3-8,4) 0,01 Hópur 2 3,5 ± 0,6 (2,8-4,9) 3,6 ± 0,4 (2,7-4,4) 0,61 Stóll (s) Hópur 1 12,9 ±2,8 (7,8-16,9) 12,7 ±2,4 (7,7-18,0) 0,94 Hópur 2 13,2 ±2,8 (9,0-19,6) 13,1 ±2,4 (8,4-19,9) 0,91 8 feta hreyfijafnvægi (s) Hópur 1 6,1 ±1,2 (4,4-9,0) 6,7 ± 1,6(4,6-13,2) 0,01 Hópur 2 6,5 ± 1,3 (4,4-9,7) 6,5 ± 0,9 (4,6-9,2) 0,70 Fótkraftur (Newton) Hópur 1 394,4 ±81,6 (212,2-547,5) 275,1 ±71,6 (127,1-386,6) <0,001 Hópur 2 396,2 ± 75,0 (209,8-585,9) 271,7 ±62,2 (150,0-405,4) <0,001 6MW (m) Hópur 1 465,4 ±91,7 (255,0-638,0) 437,6 ± 76,4 (274,0-656,0) 0,03 Hópur 2 466,5 ± 72,7 (300,0-612,0) 453,7 ± 57,3 (333,0-562,0) 0,25 PA (cpm) Hópur 1 288,7 ± 144,8 (103,4-588,5) 235,8 ±98,0 (100,1-445,9) 0,05 Hópur 2 248,1 ± 113,6 (105,8-537,4) 259,3 ±92,0 (109,4-480,7) 0,67 Gildi eru sýnd í fjölda þátttakenda (n), meðaltölum með staðalfrákviki (SD), bili og tölfræðilegum mun milli hópa (p-gildi). SD = staðalfrávik. LÞS = líkamsþyngdarstuðull. SPPB = hreyfifærnipróf (Short Physical Performance Battery Test). s = sekúndur. 6MW = 6 mínútna göngupróf. m = metrar. PA = dagleg hreyfing. cpm = slög á mínútu. höfðu að minnsta kosti grunnmælingu skrásetta og mælingu að lokinni íhlutun. Samanburður milli tímapunkta var metinn með línulegum tengslum út frá stikum líkans. Dæmi um slíkt er eftir- farandi: Munur milli hópa á grunnmælingum (tímapunktur 1) var metinn sem pn - pD1. Áhrif þjálfunar H-1 (tímapunktur 1 til 2) voru metin sem p12 - pn. Breyting milli endurtekinna mælinga (tíma- punktur 1 og 2) var metin hjá H-2 sem pD2- pD]. Áhrif þjálfunar hjá H-2 voru metin sem pD3 - pD2. Heildaráhrif íhlutunar hjá báðum hópum voru metin sem (p12- pn + pD3 - pD2)/2 og heildaráhrif rann- sóknar fyrir alla tímapunkta hjá báðum hópum á tímapunkti 4 voru metin sem (p14 - pn + pD4 - pD1)/2. Að því loknu var kannað hvort munur væri milli kynja á þessum línulegum tengslum. Greining á hlutfallslegum mun var gerð þannig að útkomum var logra-varpað. Túlkun stika verður þá prósentumunur í útkomu fyrir breytingu um hverja einingu í skýribreytu eftir að búið er að varpa niðurstöðum til baka. Niðurstöður voru greindar með notkun á SAS MIXED model procedure í SAS/STAT hugbúnaðinum, útgáfu 9.2. Niðurstöður Þátttakendur og brottfall Samtals 48 þátttakendur (85,7%), 22 karlar og 26 konur úr H-1 luku þjálfunartímabili en 50 þátttakendur (82%), 25 karlar og 25 kon- ur, luku þjálfunartímabili hjá H-2 (tafla I). Helstu ástæður fyrir brottfalli voru veikindi maka og tímaskortur vegna fjölskylduað- stæðna. Marktækur munur (p<0,05) kom í ljós á aldri þeirra 98 þátttakenda sem luku þjálfun (78,9 ± 4,5) og þeirra 19 sem ekki luku þjálfun (82,6 ± 3,5). íhlutunar- og viðmiðunartínmbil Tafla II sýnir þjálfunaráhrif íhlutunar hjá H-1 og breytingar á við- miðunartímabili hjá H-2. Niðurstöður bæði karla og kvenna í H-1 sýndu um 6% bætingu á heildarstigafjölda SPPB-prófs (p<0,05), rúmlega 8-9% bætingu í 4 mínútna göngu (p<0,01) og tæplega 13% bætingu í stólæfingu (p<0,001). í 8-feta hreyfijafnvægi mældist 9-10% bæting (p<0,001) og LÞS lækkaði um tæplega 2% hjá bæði körlum og konum (p<0,01). I 6MW jókst gönguvegalengd hjá körlum um tæplega 10% (p<0,001) og hjá konum um rúmlega 6% (p<0,001). Tæplega 14% bæting varð á fótkrafti kvenna (p<0,001) en rúmlega 5% hjá körlum (p=0,112). Hreyfing H-1 á íhlutunartímabili jókst hjá báðum kynjum um 15-16% en niðurstöður voru ekki tölfræðilega marktækar. Munur á áhrifum þjálfunar á kynin var ekki tölfræði- lega marktækur (tafla II). Niðurstöður frá viðmiðunartímabili H-2 má einnig sjá í töflu II. Karlar í H-2 bættu árangur sinn um 7% í heildarstigafjölda SPPB-prófs (p=0,002) miðað við grunnmælingu en hjá konum var niðurstaðan óbreytt. Þessi breyting á SPPB-prófi milli kynja var marktæk (p=0,01). I jafnvægisprófi SPPB varð ávinningur hjá körlum um 14% (p=0,03) en konunum hrakaði um 7%, þó versn- unin hafi ekki verið tölfræðilega marktæk (p=0,21). Kynjamunur var þó tölfræðilega marktækur, körlum í hag (p=0,02). Krafti í fótvöðvum hrakaði um 7% hjá körlum (p=0,01) auk þess sem bæði karlar og konur hreyfðu sig minna á þessu tímabili, karlar um 18% (p=0,02) og konur um 14% (p=0,05) (tafla II). Eftirfylgnitmmbil H-1 og íhlutunartímabil H-2 Tafla III sýnir niðurstöður á fyrra eftirfylgnitímabili H-1 og á íhlutunartímabili H-2. Konur í H-1 bættu árangur sinn í stólæf- ingu SPPP-prófs á tímabilinu um 7% (p=0,01) og karlar hreyfðu sig 16% minna (p=0,03) á tímabilinu í samanburði við lok þjálf- unartímabils. Annar munur hjá hvoru kyni fyrir sig var ekki til staðar en um 1,8% kynjamunur kom fram á LÞS (p=0,03), þar sem stuðullinn hækkaði hjá körlum en lækkaði hjá konum. Á þjálfunartímabili H-2 komu fram sambærilegar jákvæðar breytingar við þær sem komu fram að loknu þjálfunartímabili H-l, auk þess sem kynin brugðust á sambærilegan hátt við þjálfuninni. Þessar niðurstöður eru að finna í töflu III. LÆKNAblaðið 2013/99 333

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.