Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2013, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.07.2013, Blaðsíða 21
RANNSÓKN Tafla IV. Fæðingarmáti kvenna með sykursýki af tegund 1 á árunum 1999-2010 i samanburði við almennt þýði á sama timabili. Konur með Allar fæðingar SSTI 1999-2010 n=93 n=93 n % % Framkölluð fæðing 36 40 16* Eðlileg fæðing 28 30 76 Fæðing með sogklukku og/eða töng 4 4 7 Fæðing með keisaraskurði 61 65 17 Valaðgerð 30 32 7 Bráðaaðgerð 31 33 10 '1999-2010 ÍReykjavík yfir kjörþyngd), en engin kvennanna var undir kjörþyngd. Ekki var marktækur munur á líkamsþyngdarstuðli milli áranna 1999- 2004 og 2005-2010 (p = 0,36). Ekki fundust heldur tengsl á milli aldurs og BMI í línulegri aðhvarfsgreiningu (B = -0,039; 13 = -0,49, p = 0,65). Konurnar þyngdust að meðaltali um 13 kg (staðalfrávik 5 kg, bil 2-27 kg). Af fylgikvillum sykursýki reyndust augnbotna- breytingar algengastar, síðan langvinnur háþrýstingur og skjald- kirtilsjúkdómar, nýrna- og taugaskemmdir. Um 13% (n = 12/89) af öllum konunum voru með háþrýsting fyrir þungun, rúm 5% (n = 5/88) fengu háþrýsting á meðgöngu og 19% (n = 18/88) fengu meðgöngueitrun. Þegar skoðað var samband blóðþrýstingskvilla og þyngdar reyndust 3% kvenna í kjörþyngd vera með lang- vinnan háþrýsting en 9% fengu meðgöngueitrun. Meðal kvenna í ofþyngd voru 16% með langvinnan háþrýsting og 16% fengu með- göngueitrun, en samsvarandi tölur fyrir þær offeitu voru 28%. Upplýsingar um tegund insúlínmeðferðar voru aðgengilegar í 89 meðgöngum. A árunum 1999-2004 voru flestar konurnar á mannainsúlíni, en 2005-2010 voru langflestar á insúlínhliðstæðum sem gefnar eru með einnota pennum eða insúlíndælu. Tafla II sýnir blóðsykurstjórnun fyrir og á fyrsta og þriðja þriðjungi með- göngu hjá hluta kvennanna. HbAlc mæling fyrir hvert tímabil var ekki til hjá öllum konunum. Hægt var að reikna breytingu á HbAlc frá fyrsta yfir á þriðja þriðjung hjá 65 kvennanna og reyndist lækkun að meðaltali um 1,2 prósentustig (16% lækkun). Þegar borin voru saman árin 1999-2004 og 2005-2010 var ekki marktækur munur á blóðsykurstjórnun fyrir þungun og á fyrsta þriðjungi meðgöngu. A þriðja þriðjungi var HbAlc hins vegar marktækt lægra á fyrra tímabilinu. Konur yngri en 25 ára voru með marktækt hærra HbAlc á fyrsta þriðjungi, í samanburði við 25-35 ára (p = 0,039) og konur yfir 35 ára aldri (p = 0,02) (Tafla III). Samband aldurs og blóðsykurstjórnunar var staðfest með einþátta línulegri aðhvarfsgreiningu. Niðurstöðurnar sýndu að fyrir hvert Tafla V. Nýburakvillar hjá börnum mæðra með sykursýki af tegund 1. n % Sykursýkiheilkenni (diabetic fetopathy) 31 36 Gula 20 23* Sýkingar 7 8 Blóðsýklasótt (sepsis) 4 5 Öndunarfærakvillar Fyrirburaandnauð (Respiratory distress syndrome) 3 4 Vot lungu (transient tachypnea) 5 6 Loftbrjóst 1 1 Fósturköfnun (asphyxia) 2 2** Axlaklemma (viðbeinsbrot) 2 2 Upplýsingar frá Fæðingarskráningunni um almennt þýði 1999-2009: ‘ = 5%, ** = 1%. ár í aldri var HbAlc að jafnaði 0,09 prósentustigum lægra á fyrsta þriðjungi meðgöngu. Á þriðja þriðjungi var HbAlc að jafnaði 0,04 prósentustigum lægra fyrir hvert ár í aldri. Líkamsþyngdarstuð- ull, tímalengd frá greiningu sykursýki, augnbotnabreytingar og nýrnaskemmdir höfðu ekki áhrif á þetta samband. Fæðing var framkölluð í 40% tilvika, 30% fæddu án inngripa, en 4% með töng og/eða sogklukku. Fæðing var með keisaraskurði í 65% tilvika, þar af 32% með val- og 33% með bráðaaðgerð (Tafla IV). Á tímabilinu fæddust tvö andvana börn eftir 22 og 24 vikna meðgöngulengd. Því var burðarmálsdauði 21,3/1000 fædd börn, en í almennu þýði á sama tímabili 5,3/1000. Alls fæddust átta börn með meðfædda missmíð (9%). Þar af voru fimm með hjartagalla (6%). Aðrir gallar voru opleysi vélinda, óskriðið eista og innan- rás (hypospadiasis). Ekki fannst samband milli blóðsykurstjórn- unar samkvæmt HbAlc gildum og meðfæddra missmíða, hvorki með ópöruðu t-prófi né aðhvarfsgreiningu fyrir tvíflokkunar- breytu. Algengustu nýburakvillarnir voru sykursýkiheilkenni og gula. Sjaldgæfari kvillar voru blóðsýklasótt, öndunarfærakvillar, fósturköfnun og viðbeinsbrot (Tafla V). Konur sem áttu börn með sykursýkiheilkenni og/eða gulu reyndust vera með marktækt hærra meðal-HbAlc á þriðja þriðjungi meðgöngu heldur en hinar (Tafla VI). Tafla VII sýnir samanburð á meðalþyngd og líkamsþyngdar- stuðli barna mæðra með sykursýki af tegund 1 og barna í almennu þýði miðað við meðgöngulengd. Samband var á milli þyngdar- breytinga móður og þyngdar nýbura. Fyrir hvert kílógramm sem móðirin þyngdist var barnið tæplega 42g þyngra. Þyngdaraukn- ing móður var þó ekki sterkur forspárþáttur fyrir þyngd nýbura. Tafla VI. Samanburður á meðaltali í bióðsykurstjórnun milli kvenna með sykursýki af tegund 1 sem fæddu börn með og án sykursýkiheilkennis og gulu hjá nýburum. Sykursýkiheilkenni Ekki sykursýkiheilkenni p-giidi n HbA1c % sf n HbA1c% sf Fyrir meðgöngu 20 8,2 1,1 33 7,6 1,7 0,148 Á fyrsta þriðjungi 27 7,7 1,0 45 7,5 1,5 0,389* Á þriðja þriðjungi 27 6,6 0,8 50 6,2 0,7 0,013 Gula Ekki gula Fyrir meðgöngu 14 8,0 1,6 39 7,7 1,5 0,581 Á fyrsta þriðjungi 17 7,5 1,1 55 7,6 1,4 0,706** Á þriðja þriðjungi 15 6,7 0,7 62 6,2 0,8 0,018 n = fjöldi mæðra sem gögn fundust um, sf = staðalfrávik. Óparað t-próf notað, en Mann-Whitney próf til staðfestingar gaf '0,074 og "0,947 LÆKNAblaðið 2013/99 341

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.