Læknablaðið - 15.07.2013, Blaðsíða 41
UMFJÖLLUN O G GREINAR
Þvagfæraskurðlæknirinn Hrafn Sveinbjarnarson
Eiríkur Jónsson
I sögu Hrafns segir af læknislist hans.
Hann læknar meðal annars sjúka með
aðferðum sem kuklarar allra alda gætu
verið stoltir af. Þá stekkur allt í einu fram,
eins og skrattinn úr sauðarleggnum, full-
sköpuð aðgerðarlýsing. Hún er einstök í
íslenskum fornbókmenntum og þótt víðar
væri leitað. Hrafn sker til þvagblöðrusteins
sem hann hefur áður fært niður og skorð-
að af í þvagrás karlmanns sem þjáðist af
steinsótt. Aðgerðarlýsingin er nákvæm og
fylgir bestu þekkingu þess tíma. Steinsótt
hefur fylgt mannkyninu og ráð við henni
verið kunn meðal elstu siðmenninga.
Hippókrates tekur það til að mynda sér-
staklega fram, að engir nema þeir sem
hafa þar til bæra þekkingu skeri til steins.
Fram eftir öldum var skorið eftir steinum
um þvagrás eða með spangarskurði sem
verður að teljast mjög torfarin leið til þvag-
blöðrunnar enda lágu margir sjúklinganna
í valnum eftir slíka meðferð. Steinskurðar-
menn voru því sérhæfðir farandlæknar í
evrópskum borgum á miðöldum og hurfu
gjarnan af vettvangi í skjóli nætur af aug-
ljósum ástæðum. Um síðir hugkvæmdist
læknum að skera ofan lífbeins (sectio alta)
til þess að ná í blöðrusteina enda er sú leið
greiðari til þvagblöðrunnar. í samanburði
við spangarskurð er þvagrásarskurður
mun auðveldari og hættuminni. Það varð
þó að tryggja að steinninn færðist ekki
upp til þvagblöðrunnar eftir að hann var
skorðaður af og því ráð að hnýta fyrir ofan
hann. Einnig var húð limsins áður dregin
niður með því að toga forhúðina fram og
hnýta þar einnig. Sú hnýting var gerð til
þess að húðin á skurðsvæðinu drægist
til baka eftir skurðinn sem tryggði betri
lokun skurðsársins. Hjá umskornum karl-
mönnum varð hins vegar að hnýta framan
við steininn á sjálfum limnum. Hvaðan
kom Hrafni eða söguritara hans þessi
þekking? Smáatriði í aðgerðarlýsingunni,
svo sem niðurfærsla á steininum frá
blöðru til þvagrásar, aðgerðarlýsing sem
Höfðingi nýrra tíma. Hrafn
Sveinbjarnarson í samtíð sinni
Torfi H. Tulinius
Hrafn Sveinbjarnarson var höfðingi á
sunnanverðum Vestfjörðum á áratugunum
kringum 1200. Þá urðu miklar breytingar á
skipan valds í íslensku samfélagi. Héraðs-
ríki höfðu smám saman orðið til á Suður-
landi, þar sem Haukdælir réðu vestan
Þjórsár en Oddaverjar fyrir austan. Svín-
fellingar virtust hafa öll völd á Austur-
landi. Ásbirningar stýrðu Skagafirði, um
leið og þeir seildust til áhrifa í Eyjafirði.
Þórður Sturluson skapaði sér veldi á Snæ-
fellsnesi og Snorri bróðir hans í Borgar-
firði, en komst líka yfir staði og goðorð
annars staðar. Þriðji bróðirinn, Sighvatur,
hafði farið með erfðaveldi þeirra bræðra
í Dölunum en lét Sturlu syni sínum það
eftir þegar hann flutti norður í Eyjafjörð til
að hasla sér völl á nýtilkomnu valdasvæði
mága sinna af Ásbirningaætt. Þessar
breytingar í átt að héraðsríkjum höfðu
áhrif á stöðu rótgróinna goðaætta á Vest-
fjörðum, þeirra Vatnsfirðinga með Þorvald
Snorrason í broddi fylkingar, og Seldæla
sem lutu forystu Hrafns. Þessa nýju tíma
ber að hafa í huga til að skilja átökin sem
leiddu til dauða Hrafns fyrir átta hundruð
árum. Margt bendir til þess að Hrafn hafi
ætlað að feta svipaða slóð og reyna að
breyta erfðagoðorði sínu í héraðsríki. Eins
og margir höfðingjar, fær hann annað goð-
orð að gjöf og líkt og þeir reynir hann að
fyrirbyggja að líklegir keppinautar komist
til áhrifa á því svæði sem hann hefur
helgað sér. Vaxandi spenna milli þeirra
Þorvalds skýrist vafalítið af því að sá
síðarnefndi taldi veldi sínu ógnað af upp-
gangi Hrafns. Sennilega gerir Hrafns saga
minna úr ágengni Seldælsins í frásögninni
af deilum þeirra Þorvalds. Að minnsta
kosti er ekki ólíklegt að Hrafn hafi gerst
nærgöngulli við þingmenn Vatnsfirðings-
ins en sagan greinir frá til að sýna hver
væri valdamestur á Vestfjörðum.
Hrafn var líka höfðingi nýrra tíma í
samskiptum sínum við kirkju og kristni.
virðist eiga við aðgerð á umskornum karl-
manni, og vera Hrafns á Norður-Spáni
leiða hugann til hins mikla Albucasis af
Cordóba. Sá var uppi þremur öldum fyrr
og skrifaði þrjátíu binda verk um læknis-
fræði. Verkið var þýtt á latínu um miðja
tólftu öld og hafði mikil áhrif á evrópska
læknisfræði næstu aldirnar. í einu binda
þess, um skurðlæknisfræði og skurðáhöld,
er nær samhljóða aðgerðarlýsing og Hrafn
er sagður hafa framkvæmt. Jafnframt því
að lýsa fyrstur niðurfærslu þvagblöðru-
steins til þvagrásar fann Albucasis upp
áhald og aðferð til þess að bora í steininn
um þvagrásina og brjóta sundur án skurð-
ar en sú aðferð barst til íslands tæpum 800
árum eftir daga Hrafns.
Skurðlæknisfræði er farsælust í réttum
hlutföllum fræða og færni. Fór hvort
tveggja saman forðum daga á Eyri og þá
undir áhrifum márans Albucasis? Hafi
svo verið þá var Arnfirðingurinn Samúel
í Selárdal ekki fyrstur þeirra héraðsbúa að
leita í smiðju Andalúsíumanna.
Hann vingaðist við biskupinn í Orkneyjum
og þá af honum verðmæta gripi. Hrafns saga
segir einnig frá ferðum hans til helgra staða
í Evrópu. Síðast en ekki síst er mikið gert
úr vináttu Hrafns og Guðmundar Hóla-
biskups. Hrafn var því af þeirri tegund
leikra höfðingja sem unnu náið með kirkj-
unni. Höfundur sögunnar dregur jafn-
framt fram að Hrafni var í mun að þjóna
vel þeim sem undir hann voru settir. Hann
sá þurfamönnum fyrir mat, greiddi fyrir
samgöngum á valdasvæði sínu og stundaði
lækningar án endurgjalds. Um leið og hann
aflaði sér vinsælda styrkti það ímynd hans
sem trúrækinn höfðingi sem lifði í góðri
sátt við guð og fulltrúa hans á jörðinni,
heilaga kirkju.
Þótt sókn Hrafns til valda virðist í mót-
sögn við þessa ímynd, var það varla svo í
hugum samtímamanna hans, þegar kirkjan
og leikir höfðingjar hvarvetna í Evrópu
tömdu sér nýja samskiptahætti.
LÆKNAblaðið 2013/99 361