Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2013, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.07.2013, Blaðsíða 30
UMFJÖLLUN O G GREINAR „Blóðfitulækkandi lyf eru ofnotuð“ ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Bandaríski hjartalæknirinn Barbara Roberts kom hingað til lands og hélt fyrirlestur þann 18. júní um forvarnir hjarta- og æðasjúkdóma með sérstakri áherslu á konur. Roberts er þekkt í heimalandi sínu fyrir störf sín og skrif á sviði hjartalækninga og er höfundur tveggja þekktra bóka um hjarta- og æða- sjúkdóma, Hoiv to Kcep From Breaking Your Heart - What Every Woman Needs to Knoiv about Cardiovascular Disease (2003) og The Truth about Statitis - Risks and Alternatives to Cholesterol Loiver- ing Drugs (2012). Barbara Roberts er fædd 1944 og er að mörgu leyti brautryðjandi á sínu sviði. Hún varð fyrst kvenna til að starfa sem sérfræðingur í hjartalækningum á Rhode Island fylki í Bandaríkjunum, og hefur hlotið viðurkenningar á borð við Hjartalæknir ársins 2003 á Rhode Island, Kennari ársins 2003 við læknadeild Brown Unversity auk fjölda annarra titla og viðurkenninga sem of langt mál yrði upp að telja en sjálf er hún hógvær og segist stoltust af þeim árangri að beina athygli læknasamfélagsins að þeirri staðreynd að birtingarmynd hjartasjúkdóma hjá konum er oft á tíðum allt önnur en hjá körlum. „Það er stundum talað um dæmigerð einkenni og þá er átt við karlana og síðan er talað um ódæmigerð einkenni og þá er vísað til kvenna. Ég gæti sagt þér margar sögur um rangar greiningar hjarta- sjúkdóma hjá konum og sorgleg afleiðing þess er að við erum enn að horfa á hærri dánartíðni meðal kvenna en karla af völdum hjartasjúkdóma. Það stafar oft af því að konur greinast ekki fyrr en of seint, einkennin eru svo „ódæmigerð"." Barbara Roberts veitir forstöðu Wo- men>s Cardiac Center við Miriam Hospit- al og er klíniskur prófessor við lækndeild Brown University á Rhode Island. 350 LÆKNAblaðið 2013/99 Einkenni hjá konum sögð ódæmigerð Hún segir að á námsárum sínum í læknadeild hafi kransæðasjúkdómar verið sagðir karlasjúkdómur. „Hinn dæmigerði sjúklingur var miðaldra karlmaður og einkennin voru skýr. Ég var síðan búin að starfa í nokkur ár sem hjartalæknir og sinnti konum sem sannarlega áttu á hættu að fá hjartasjúkdóma en einkennin voru ekki dæmigerð. Þegar ég síðan prófaði þær fyrir hjartasjúkdómum kom sannleikurinn í Ijós. Mörg einkennanna höfðu verið meðhöndluð sem kvíði, þunglyndi eða öldrun en reyndust svo vera einkenni um hjartasjúkdóm. Ég var að sjálfsögðu ekki eini læknirinn sem veitti þessu athygli og í Bandaríkjunum fór í gang herferð um aldamótin síðustu til að fræða konur um hjartasjúkdóma og einkenni þeirra. Kon- ur eiga jafnmikið á hættu og karlar að fá hjartasjúkdóma og staðreyndin er sú að í Bandaríkjunum hafa fleiri konur dáið árlega úr hjartasjúkdómum síðan 1984 en karlar." Barbara vísar í samtali okkar í ýmsar stórar faraldsfræðilegar rannsóknir máli sínu til stuðnings og bendir meðal annars á að konur þrói með sér hjartasjúkdóma 10-15 árum síðar en karlar. „Við vitum í rauninni ekki af hverju þetta stafar, sumir benda á að ákveðin kvenhormón verndi konur framan af ævinni, en það hefur ekki verið sannað. Sjálf hef ég tilhneigingu til að telja það stafa af líkamlegum yfir- burðum kvenna en þar er ég líklega ekki alveg hlutlaus," segir hún sposk og það er greinilegt að kímnin er aldrei langt undan. Talið berst nú að forvörnum og þar á mataræði ekki svo lítinn þátt í að móta lýðheilsu heilla þjóða og jafnvel heims- hluta. Barbara hefur sterkar skoðanir á þessu og segir að bandarísku hjarta- samtökin (American Heart Association) og fleiri virðulegar opinberar stofnanir á sviði heilbrigðis og lýðheilsu hafi gert stórkostleg mistök í lok 8. áratugar síðustu aldar þegar fita var gerð að helsta óvini hjartans og æðakerfisins. „í Bandaríkjunum fór matvælaiðn- aðurinn eftir þessum tilmælum og setti sykur og salt í matvörur sínar í staðinn. Ekki nóg með það heldur hefur mat- vælaiðnaðurinn bókstaflega hreinsað matvælin af næringarefnum og sett fáein inn í staðinn; verst er þó að megnið af því sem bandarískur almenningur lætur ofan í sig er ekki raunverulegur matur, heldur verksmiðjuframleidd vara sem er dulbúin sem matvæli. Ég þykist vita að ástand þessara mála sé betra hér á íslandi. Ég tel að fitusnautt mataræði sé sérstaklega slæmt fyrir konur þar sem það lækkar HDL kólesteról sem oft er kallað góða kólesterólið, en lágt HDL er einn af stærstu áhættuþáttum hjartasjúkdóma fyrir konur. Á hinn bóginn eru rannsóknir sem sýna að slæma kólesterólið LDL er ekki eins slæmt fyrir konur og talið hefur verið en karlarnir þurfa að gæta sín á því. Almennt séð er kólesteról af báðum tegundum ekki stór áhættuþáttur fyrir hjartasjúkdóma hjá báðum kynjum. Þetta er hinsvegar ekki það sem framleiðendur blóðfitulækkandi lyfja vilja heyra." Miðjarðarhafsmataræðið minnkar áhættu Barbara segir ýmsar rannsóknir á matar- kúrum og mataræði hafa sýnt neikvæðar niðurstöður. Af þeim megi draga þá álykt- un að óhollt sé að fara á sérstakan matar- kúr. „Að baki þessum niðurstöðum liggur sú staðreynd að nánast allir matarkúrar eða mataræði sem rannsökuð hafa verið eru fitusnauðir. Þá hafa rannsóknir sýnt að fjölómettaðar fitusýrur eru ekki allar jafngóðar en eldri rannsóknir sem enn er verið að vitna í gerðu engan greinarmun á þessu. J

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.