Læknablaðið - 15.07.2013, Blaðsíða 44
OLDUNGADEILD
Hér hlýðir hópurinn á leiðsögukonu á hinu sporöskju-
lagaða Piazza Anfileatro í Lucca sem áður var hring-
leikatorg á rómvcrska tímanum.
Öldungar
í Toskana
Texti og myndir:
Páll Ásmundsson
Þátttakendur voru 34 auk fararstjórans
Kristins R. Ólafssonar. Flogið var til
Písa og ekið þaðan beint til Lucca en þar
gistum við fyrstu þrjár næturnar.
Lucca
Lucca er falleg borg og unun að ganga um
og skoða fjölda miðaldabygginga. Etrúskar
lögðu drög að borginni sem varð rómversk
nýlenda 180 fyrir Krist. Á 12. öld varð hún
sjálfstætt borgríki og græddi um tíma vel
á silkiverslun. Napóleon lagði hana undir
sig 1805 og fól systur sinni yfirráð yfir
borginni næstu 10 árin. Hún var síðan inn-
limuð í ítalska konungsríkið. Myndarlegur
virkisveggur kringum borgina mun vera
frá endurreisnartímanum.
Cinqueterre og Portovenere
Farið var í dagsferð til þessara staða sem
í raun eru í héraðinu Liguriu og teljast
til ítölsku Rivierunnar. Hið fyrrnefnda
er brött klettaströnd með 5 þorpum sem
„hanga" utan í bröttum hlíðum. Eitt þorp-
anna er Vernazza og þaðan sigldum við
í leiðindaveðri suður með ströndinni að
sannkallaðri friðarhöfn, Portovenere. Allt
þetta svæði er á heimsminjaskrá UNESCO.
Rústir af rómversku leikhúsi I Vollerra.
Sankli Péturskirkjan er áberandi kennileiti í Portovenere.
■tmítims
■urrfKn; ..ssEm iSflWÍM iW'! Wr?
rr'- .
Sólsetur í Flóretts. Dómkirkjan og klukkutnrn hennar blöstu viÖ afþaki hótels okkar.
Fyrst var gerður stuttur stans í Písa.
Öll munum árla rísa,
upp- því nú skulum -lýsa
hvort það er satt
að halli undir flatt
heimsfrægi turninn í Písa.
Pisa, Bolgheri, Volterra
Frá Lucca var haldið áleiðis til næsta
næturstaðar, Siena. Á leiðinni var höfð
viðkoma á þremur stöðum.
Að því staðfestu var haldið til Bolg-
heri, lítils þorps 60 km sunnan við Písa.
Aðkeyrslan liggur um fögur göng æva-
gamalla kýprustrjáa. Þarna fórum við í
vínsmökkun og skoðuðum þorpið.
Næst lá leiðin til borgarinnar Volterra sem
stendur uppi á lágu fjalli. Þar var mikil-
vægur etrúskabær. Rómverjar réðu þar
lengi, síðar Flórensmenn og varð borgin
hluti af Toskanahertogadæminu.
Þar var gist eina nótt og farin skoðunar-
ferð um borgina. Siena varð tæpast borg
fyrr en Rómverjar komu til sögunnar.
Velgengi fór vaxandi á 12. öld og náði
Siena
Idungadeild
Læl<nafélags íslands
364 LÆKNAblaöið 2013/99
Stjórn öldungadeildan
Magnús Einarsson formaður, Þórarinn
Sveinsson ritari, Hörður Alfreðsson gjaldkeri,
Guðmundur Oddsson, Guðrún Agnarsdóttir.
Öldungaráð
Jóhann Gunnar Þorbergsson, Jón Hilmar
Alfreðsson, Kristín Guttormsson, Sigurður E.
Þorvaldsson, Tryggvi Ásmundsson, Valgarður
Egilsson.
Umsjón siðu: Páll Ásmundsson
Vefsíða:
http://innri.lis.is/oldungadeild-li
i