Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2013, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.07.2013, Blaðsíða 16
RANNSÓKN sókn juku bæði kynin gönguhraða sinn eftir 6-MFÞ. Sú breyting hélst stöðug til loka rannsóknar. í rannsókn Galvao og félaga21 kom í ljós að eldri konur hefðu meiri möguleika til að bæta vöðvakraft sinn en karlar. Það er í takt við niðurstöður okkar þar sem aukning á vöðvakrafti í fótum var meiri hjá konum en hjá körlum eftir 6-MFÞ, þótt munur milli kynja hafi ekki verið tölfræðilega marktækur. Þá má gera ráð fyrir að lífs- stílsbreytingar sem þátttakendur tileinkuðu sér meðan á íhlutun stóð og eftir að henni lauk eigi einnig drjúgan þátt í að viðhalda áunnum breytingum.10 í 6MW jókst gönguvegalengd beggja kynja og munur á áhrifum þjálfunar var ekki marktækur. Rannsókn Huang og félaga22 bendir til að slíkar niðurstöður séu staðfesting á því að auka megi þol eldri aldurshópa með markvissri þjálfun, óháð kyni. Hin jákvæðu áhrif hreyfingar á hreyfigetu og almenna heilsu eldri aldurs- hópa eru einnig þekkt, en draga má úr dánartíðni, sjúkdómum og örorku með reglubundinni hreyfingu.23 Þessar niðurstöður sýna á skýran hátt tengsl markvissrar þjálfunar við aukna hreyfigetu beggja kynja. Niðurstöður grunnmælinga okkar eru einnig í takt við aðrar rannsóknir sem sýna að eldri karlar hreyfi sig meira en eldri konur.2324 Sé aftur á móti litið á niðurstöður í lok rannsóknar er sá munur ekki lengur til staðar. Sex mánaða íhlutun hefur að líkindum haft jákvæð áhrif á hreyfingu þessa aldurshóps, ekki síst hjá konunum. LÞS karla og kvenna lækkaði marktækt eftir 6 mánaða þjálfun. Sú breyting varðveittist út rannsóknartímann. Rannsókn Jenkins 25 bendir á að því hærri sem LÞS er, þeim mun meiri líkur eru á að skert hreyfigeta geri vart við sig meðal eldri einstaklinga. Þá dreg- ur úr ADL eftir því sem LÞS verður hærri.2 Við lok rannsóknartíma var LÞS þátttakenda lægri en í upphafi rannsóknar og því má líta á 6-MFÞ sem fyrirbyggjandi þátt í að viðhalda hreyfigetu aldurs- hópsins, ekki síst þar sem kraftur tapaðist ekki á rannsóknartíma og hreyfigeta efldist. Takmarkanir þessarar rannsóknar má tengja við brottfall þátt- takenda sem var um 20%. Þeir sem hættu þátttöku voru marktækt eldri og ekki eins vel á sig komnir og þeir sem luku öllu rann- sóknarferlinu. Helsti styrkur þessarar rannsóknar var rann- sóknarsniðið. Það gaf H-2 einnig tækifæri til þátttöku í þjálfun og næringarfræðslu að loknu viðmiðunartímabili. Verklag af þessum toga í rannsóknum er viðeigandi fyrir þennan aldurshóp með til- liti til þeirrar þekkingar sem til er um minnkandi hreyfigetu með hækkandi aldri.2 Styrkur rannsóknarinnar liggur einnig í hóflegri, einfaldri og einstaklingsmiðaðri þjálfun þar sem ákefðin var eitt lykilatriða, en hún hefur að mati sérfræðinga sterka tengingu við ávinning þjálfunar.26 Hin jöfnu áhrif þjálfunar á kynin, framfarir beggja kynja að lokinni 6-MFÞ og niðurstöður 12 mánuðum eftir að íhlutun lauk sýna hvað markviss þjálfun getur leitt af sér. Niðurstöðurnar sýna á skýran hátt að hægt er að hafa jákvæð áhrif á hreyfigetu þessa aldurshóps með markvissri en hóflegri þjálfun. Rannsóknin bend- ir eindregið til þess að þjálfun af þessum toga eigi að vera hluti af hefðbundinni heilsugæslu aldraðra þar sem líklegt er að hún skili sér í sparnaði í heilbrigðiskerfinu.27-28 Þetta atriði á ekki síst við um eldri konur sem þurfa á meiri aðstoð og þjónustu að halda en karlar frá heilbrigðisyfirvöldum.29-30 Heildaráhrif rannsóknarinnar staðfesta einnig að reglubundin hreyfing og heilbrigður lífsstíll getur haf t þýðingarmikið for varnar- gildi til að viðhalda ADL. íslenskir læknar og erlendir sérfræðingar styðja slíkar íhlutanir þegar þeir benda á að lýðgrunduð inngrip eða íhlutanir af þessum toga séu áhrifaríkari í lýðheilsufræðilegu tilliti en aðferðir sem byggja á áhættuskimun.731 Ályktun Þar sem enginn marktækur munur kom í Ijós á áhrifum þjálfunar á kynin er hægt að álykta að eldri karlar og konur sem eru við nokkuð góða heilsu bregðist á sambærilegan hátt við fjölþættri þjálfun og að þau geti varðveitt áunnar jákvæðar breytingar á sam- bærilegan hátt í allt að 12 mánuði með áframhaldandi sjálfstæðri þátttöku. Einnig má álykta að einstaklingsmiðuð þjálfunaráætlun þar sem sérstök áhersla er lögð á tíðni, tímalengd og ákefð æfinga geti aukið hreyfigetu einstaklinga af báðum kynjum sem náð hafa mjög háum aldri. Gera má ráð fyrir að þjálfun af þessum toga komi í veg fyrir ótímabæra skerðingu á hreyfigetu. Rannsóknin bendir eindregið til þess að hófleg kerfisbundin þjálfun fyrir þennan ald- urshóp eigi að vera hluti af hefðbundinni heilsugæslu aldraðra þar sem líklegt er að þjálfun af þessum toga hafi áhrif á mörg líffæri og líffærakerfi32, geti skilað sér í sparnaði í heilbrigðiskerfinu2728 og þannig orðið hvati fyrir lækna að ávísa hreyfingu í formi hreyfi- seðla. Þakkir Höfundar þakka fólkinu sem tók þátt í rannsókninni fyrir skilning þess og samvinnu. Þakkir eru jafnframt færðar þeim sem unnu að rannsókninni og eftirtöldum aðilum sem styrktu hana: RANNIS, Rannsóknasjóður Háskóla Islands, líkams- og heilsuræktarstöðin World Class Laugar, líkams- og heilsuræktin Máttur á Selfossi, Samband sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Hjartavernd, Heil- brigðisstofnun Suðurlands, Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði, Dvalarheimili aldraðra sjómanna (DAS) í Reykjavík, Lýðheilsu- stöð, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Knattspyrnusam- band Islands. 336 LÆKNAblaðið 2013/99

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.