Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2013, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.07.2013, Blaðsíða 31
UMFJÖLLUN O G GREINAR „Við þekkjum mörg dœmi þess að sjúklingar sem taka blóðfitulœkkandi lyf breyta i engu lifsstíl sínum eða mataræði vegna þcss að lyfin sjá um að iækka blóðfituna," segir Barbara Robcrts sér- fræðingur í hjartasjúkdómum kvenna. Þegar á hinn bóginn er litið til þess hvar í heiminum fólk lifir lengst og hjarta- sjúkdómar eru fátíðir þá er margt sem staðfestir að hið svokallaða hefðbundna Miðjarðarhafsmataræði dragi úr áhætt- unni að fá hjartasjúkdóma." Miðjarðarhafsmataræðið byggir á neyslu grænmetis, ávaxta, heilkorna, ólífuolíu, osta, fisks og hvíts kjöts en rautt kjött er lítið notað og sjaldan sem aðal- uppistaða í máltíð. Mjólkurvörur aðrar en ostar eru lítið notaðar. Roberts leggur þó áherslu á að þetta sé hinn hefðbundni matseðill svæðisins og mataræði íbúanna hafi spillst af alþjóðlegum áhrifum. „Þú finnur MacDonalds á hverju götuhorni á Ítalíu í dag." Spurningin er hinsvegar hvernig hinn almenni borgari eigi að haga sínum dag- legu innkaupum til að borða sem best og hollast og forðast áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma. Barbara vitnar þá í bandaríska blaða- manninn Michael Pollen sem ráðleggur fólki að kaupa einungis vörur í stórmark- aðnum sem raðað er á jaðarinn, út við veggina. „Þar er ferskvörunni komið fyrir. Það sem er í miðjunni, er yfirleitt verk- smiðjuvara í kössum, pökkum eða pokum, gersneydd næringarefnum en hlaðin aukaefnum. Vara með síðasta söludag nokkrum mánuðum eða árum síðar getur varla kallast matur. Það er hinsvegar nauðsynlegt að borða kolvetni en fólk þarf að gæta að því hvers konar kolvetni það lætur ofan í sig. Góðu kolvetnin koma úr grænmeti, grófu korni, rótarávöxtum og jafnvel kartöflum." Ofnotkun blóðfitulækkandi lyfja Þegar talið berst að bókum Barböru segir hún mér sögu af konu á miðjum aldri sem hún fékk til sín og hafði gengið með ógreinda sykursýki og hjartasjúkdóm um árabil án þess að leita læknis. „í fyrstu hélt ég að hún hefði ekki leitað til læknis vegna þess að hún ætti sér sögu um slæma reynslu af læknum en þegar ég spurði hana þá svaraði hún einfaidlega; mér fannst ég ekki vera veik. Þá áttaði ég mig á því að þessa konu og þúsundir annarra hefði verið hægt að lækna ef hún hefði komið í reglulega skoðun fyrir hjartasjúk- dómum og sykursýki. Þess vegna skrifaði ég bókina How to kccp frottt breaking your Heart. Hina bókina The Truth About Statins skrifaði ég til að vekja athygli á því hversu ótrúlega sterk tök lyfjaiðnaðurinn hefur á hjartalækningum og hversu mikil ofnotk- un blóðfitulækkandi lyfja er. Læknar ávísa þessum lyfjum samkvæmt klínískum leiðbeiningum sem ég vil meina að lyfja- framleiðendur hafi áhrif á með ýmsum hætti, ekki síst með því að stýra beint og óbeint hvernig niðurstöður rannsókna á þessu sviði eru meðhöndlaðar." Barbara segir einfaldlega að blóðfitu- Iækkandi lyf séu gríðarlega ofnotuð og gagnsemi þeirra stórlega ofmetin. Aðspurð um hvers vegna lyfin séu notuð í svo mikl- um mæli svarar hún hiklaust: „Vegna þess að lyfjaiðnaðurinn veltir 29 milljörðum dollara á ári í sölu á þessum lyfjum." Hún segir að samhliða því takmarkaða gagni sem blóðfitulækkandi lyf gera þá fylgi notkun þeirra ýmsar óþægilegar aukaverkanir. „Af þeim má nefna vöðva- verki og minnisleysi, auknar líkur á lifrar- og nýrnaskemmdum og fósturskemmdir hjá ófrískum konum svo eitthvað sé nefnt. Ég ráðlegg engri konu á barneignaraldri að taka blóðfitulækkandi lyf. Þá draga blóð- fitulækkandi lyf úr getu einstaklingsins til að auka þol hjarta- og æðakerfisins." Hún leggur engu að síður áherslu á að í vissum tilfellum eigi blóðfitulækkandi lyf fullkominn rétt á sér. „Það er hins- vegar röng nálgun að mæla kólesteról í blóði viðkomandi og setja hann beint á blóðfitulækkandi lyf ef hann er yfir við- miðunarmörkum. Kólesterólið eitt og sér er ekki sá áhættuþáttur að réttlæti lyfjagjöfina. Við þekkjum líka mörg dæmi þess að sjúklingar sem taka blóðfitulækk- andi lyf breyta í engu lífsstíl sínum eða mataræði vegna þess að lyfin sjá um að lækka blóðfituna." Hún segir að lokum að forvarnir og fræðsla um áhættuþætti hjartasjúkdóma fyrir bæði karla og konur, sérstaklega konur, sé lykilatriðið í baráttunni gegn þessum vágesti sem að verulegu leyti sé lífsstílssjúkdómur sem byggist á slæmu mataræði og ónógri hreyfingu. „Við erum einnig á villigötum í meðhöndlun hjarta- sjúkdóma með því að telja kólesteról aðal- óvininn." LÆKNAblaðið 2013/99 351

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.