Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2013, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.07.2013, Blaðsíða 50
Pistlar frá formönnum sérgreinafélaga og undirdeilda Læknafélags íslands og Reykjavíkur Krabbameins- lækningar á íslandi Agnes Smáradóttir formaður Félag íslenskra krabbameinslækna Krabbameinslækningar á íslandi eru ung sérgrein. Fyrstu sérhæfðu krabbameins- læknarnir hófu störf á Islandi á árunum 1977-78. Félag íslenskra krabbameins- lækna var stofnað árið 1983. A heimasíðu Læknafélags íslands eru 22 læknar skráðir með krabbameinslækningar sem sérgrein. Flelmingur þeirra starfar á Landspítal- anum. Þar eru tvær sérhæfðar deildir sem sjá um meðferð krabbameinssjúklinga, Lyflækningar krabbameina og Geislameð- ferðardeild. A legudeildinni eru 14 rúm en meginhluti meðferðarinnar fer fram á dag- og göngudeild þar sem árið 2012 voru um 14.300 komur, auk þess voru 11.000 komur á Geislameðferðardeild. Á Akureyri er starfrækt dag- og göngudeild sem sinnir flestum sem greinast með krabbamein á Norðausturlandi. Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er starfandi krabbameinslækn- ir en þar er lítil göngudeild þar sem 5-10 sjúklingar fá lyfjameðferð í viku hverri. Á íslandi greinast um 1430 manns með krabbamein árlega. Sumir eru meðhöndl- aðir hjá skurðlæknum eingöngu. Aðrir koma til krabbameinslækna í lyf- og/eða geislameðferð. Þá sinna sérhæfðir kven- sjúkdómalæknar skurð- og krabbameins- lyfjameðferð á krabbameini í kynfærum kvenna. Miklar breytingar hafa orðið á krabbameinslækningum á síðastliðnum áratugum. Á fyrstu árunum voru með- ferðarúrræði fá og lyfjameðferð þung fyrir sjúklinga sem voru oft kvaldir af auka- verkunum sem stundum háðu þeim árum saman. Síðan þróuðust aðferðir, ný frumu- drepandi lyf komu á markað og bylting varð þegar lyfjum fjölgaði sem gerði það mögulegt að draga úr og fyrirbyggja aukaverkanir krabbameinslyfja. Á síðustu árum hafa síðan orðið miklar breytingar í meðhöndlun krabbameina. Með aukinni þekkingu á undirliggjandi orsökum þess- ara sjúkdóma hafa ný lyf komið á markað sem hafa sérhæfða verkun á vaxtarferla í illkynja frumum. Vefjagreining meinanna er orðin mun flóknari og mikilvægt er nú að greina hinar ýmsu stökkbreytingar í frumum æxlanna. Ný lyf sem virkja ónæmiskerfið gegn illkynja frumum eru komin á markað og bólusetning gegn sum- um krabbameinum virðist á næsta leiti. Lífslíkur þeirra sem greinast með krabbamein hafa tvöfaldast frá því að Krabbameinsskrá hóf skipulagða skrán- ingu 1954. Á því eru ýmsar skýringar, svo sem almennt heilbrigði, krabbamein grein- ist yfirleitt fyrr og aðgengi að meðferð er með því betra sem þekkist. Á meðan aðrar þjóðir hafa þurft að setja í reglugerðir hve langur tími má líða frá greiningu þar til meðferð hefst (til dæmis tveir mánuðir í Bretlandi) hefur slíkt ekki reynst nauðsyn- legt hér þar sem flestir sem greinast með krabbamein og er vísað til krabbameins- læknis fá tíma að jafnaði innan 2ja vikna. Blikur eru hinsvegar á lofti þar sem krabbameinslæknum er starfa á Land- spítala fer fækkandi. Aðgengi að nýjum lyfjum hefur verið takmarkað. Gríðarlegur lyfjakostnaður er alþjóðlegt vandamál og það er ábyrgð okk- ar að nota ný lyf með varúð og í samræmi við viðurkenndar alþjóðlegar klínískar leiðbeiningar. Yfirvöld hafa viljað bera sig saman við Bretland í þeim málum en einnig er litið til Norðurlanda varðandi notkun nýrra krabbameinslyfja á íslandi. Krabbamein er í raun fjölmargir flóknir sjúkdómar. Hjá sumum krabbameinum er orsök vel þekkt en hjá öðrum minna. Á undanförnum áratugum hefur geisað faraldur krabbameina þar sem meginorsök er reykingar. Mjög góður árangur hefur náðst í tóbaksvörnum, þá fyrst og fremst í að draga úr sígarettureykingum. Erum við jafnvel farin að sjá nú 2013 að tíðni lungna- krabbameins virðist hafa náð hámarki. Hinsvegar eru blikur á lofti með stórfelldri aukningu á notkun íslensks neftóbaks í munni íslenskra ungmenna. Vissulega hafa engar rannsóknir verið gerðar á ís- landi en undirliggjandi orsakir krabba- meina sem tengjast tóbaki eru vel þekktar vegna langvarandi ertingar, bólguástands og frumubreytinga sem verða vegna þeirra mörgu krabbameinsvaldandi efna sem eru í tóbaki, en sjáanleg aukning á tíðni krabbameina kemur ekki fram fyrr en áratugum síðar. Það er því rík ástæða til að sporna við hverskyns tóbaksnotkun hjá æsku landsins. Félag íslenskra krabbameinslækna er fámennt félag en að jafnaði hafa verið haldnir aðalfundir árlega. Haldin hafa verið málþing í samvinnu við önnur sér- greinafélög um nýjungar í greiningu og meðferð en miklar framfarir eru einnig á sviðum skurðlækninga, myndgreininga, meinafræði og annarra sérgreina lyflækn- inga, svo sem lungnalækninga þar sem má nefna notkun berkjuómsjár. Verkefnin framundan eru mörg og spennandi. Von mín er að við getum haldið áfram að þróa krabbameinslækningar á Islandi í samræmi við það sem best gerist í löndum í kringum okkur og viðhaldið þannig okkar góða árangri í meðhöndlun þessara sjúkdóma. Heimildir Krabbameinsskrá Læknatalið Starfsemi Landspítala í tölum Þakkir Sigurður Ámason krabbameinslæknir 370 LÆKNAblaðið 2013/99

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.