Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2013, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.07.2013, Blaðsíða 20
RANNSÓKN Tafla I. Barnshafandi konur með sykursýki af tegund 1 á árunum 1999-2010. Nefnari miðast við fjölda mæðra þar sem gögn fundust. Aldur (ár) Miðgildi (bil) 26 (17-44) Ár frá greiningu sykursýki Miðgildi (bil) 19 (<1 -35) Smáæðaskemmdir Augnbotnabreytingar, n (%) 51/89 (57,3) Nýrnaskemmdir, n (%) 8/88 (9,1) Taugaskemmdir, n (%) 4/88 (4,5) Langvinnur háþýstingur, n (%) 12/89 (13,3) Skjaldkirtilsjúkdómar, n (%) 12/88 (13,5) Líkamsþyngdarstuðull (kg/m2) Meðaltal (sf) 27,2 (4,1) Miðgildi (bil) 26,4 (20,9-39,6) Meðal meðgöngulengd (vikur *aa«ar, mörk) 37.2(23.0-41.6) Frumbyrjur, n (%) 43/92 (47) Fyrirburafæðingar, n (%) 26 (28) sf = staðalfrávik Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra meðganga kvenna með SSTl á árunum 1999-2010. Leitað var eftir ICD-10 greining- arnúmerinu 024.0 í Fæðingaskráningunni og reyndust 165 fæð- ingatilkynningar hafa þetta númer. Skráningin var röng í 71 til- viki þar sem konurnar reyndust vera með sykursýki af tegund 2 eða meögöngusykursýki, þannig að úrtakið var 94 konur með SSTl sem fæddu einbura. Ein fjölburameðganga var undanskilin (góð útkoma fyrir móður og börn). Aðrar upplýsingar fengust úr sjúkraskrám Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri þar sem allar konurnar fæddu. Skráður var aldur móður við fæðingu barns, fyrri barneignir hennar, tala fósturláta (ekki með í úrvinnslu vegna ófullkominnar skráningar), hversu lengi hún hafði verið með sykursýki, aldur við greiningu, fylgikvillar sykursýki, upplýsingar um blóðsykurs- tjórnun samkvæmt HbAlc gildum, tíðni fylgikvilla á meðgöngu og í fæðingu og grunnupplýsingar um nýburann. Hæð og þyngd móður í fyrstu mæðraskoðun var ávallt skráð fyrir 16. viku. Lík- amsþyngdarstuðull (body mass index, BMI) var metinn og kjör- þyngd skilgreind sem 19-24,9 kg/m2, ofþyngd 25-29,9 kg/m2 og of- fita 30 kg/m2eða meira. Síðasta mæling á lokaþriðjungi meðgöngu var notuð til að meta þyngdaraukningu á meðgöngu. Til að meta HbAlc breytingar var fundin síðasta mæling á sex mánuðum fyrir meðgöngu, fyrsta mæling á fyrsta þriðjungi og síðasta mæling á þriðja þriðjungi meðgöngu. Meðgöngulengd við fæðingu var miðuð við ómskoðun við 12 eða 20 vikur. Fyrirburafæðing var skilgreind sem fæðing eftir 22 en fyrir 37 vikur. Skráð var upphaf fæðingar (sjálfkrafa sótt, framkölluð fæðing, fæðing með valkeisaraskurði), fæðingarmáti (eðlileg fæðing, sogklukku- eða tangarfæðing, val- eða bráðakeis- araskurður), kyn barns, fæðingarþyngd og -lengd, líkamsþyngd- arstuðull nýbura (ponderal index), Apgar stig við fimm mínútur og fjöldi barna með Apgar s6 við fimm mínútna aldur. Þá var athugað hvort barn var með fyrirburaandnauð (respiratory di- Tafla II. Blóðsykurstjórnun kvenna með sykursýki af tegund 1 fyrir, á fyrsta og lokaþriðjungi meðgöngu samkvæmt HbA1c-gildum. Meðaltal, staðalfrávik og miðgildi af HbA 1 c-gildum. FHbA1 c fyrir meðgöngu HbA1c á 1. þriðjungi HbA1c á 3. þriðjungi Lækkun HbA1 c frá 1. þriðjungi 1999-2010 n=54 n=75 n=80 n=65 Meðaltal % (sf) 7,8 (1,5) 7,5 (1,3) 6,3 (0,8) 1,2 (1,3) Miðgildi % (bil) 7,7 (5,1-12,7) 7,2(4,9-12,0) 6,3 (4,6-8,2) - n = fjöldi mæöra þar sem gögn fundust, sf = staðalfrávik stress syndrome), vot lungu (transient tachypnea), loftbrjóst, blóð- sýklasótt (sepsis) eða aðrar sýkingar, meðfædda missmíð, gulu, sykursýkiheilkenni nýbura og hvort það varð fyrir axlaklemmu í fæðingu. Meðalþyngd barna í almennu þýði á árunum 1999-2010 eftir meðgöngulengd og fjöldi fyrirburafæðinga á Landspitalanum var fenginn úr Fæðingarskráningunni. Leyfi vegna rannsóknarinnar fengust hjá Persónuvernd, Vís- indasiðanefnd, Landlæknisembættinu og framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri. Tölfræðiúrvinnsla Meðaltal með staðalfráviki, miðgildi með bili, ásamt hlutföllum, voru notuð þar sem við átti. Notast var við forritin Excel® og SPSS® (19. útgáfa, Chicago, IL, USA). Flokkabreytur voru bornar saman með Fischer s prófi. Óparað t-próf var notað til að bera saman sam- felldar breytur og flokkabreytur. Athugað var hvort raðbreytur væru normaldreifðar með því að skoða gögnin með Kolmogorow- Smirnov prófi. Gerð voru bæði ópöruð t-próf og Mann-Whitney próf til samanburðar ef gögnin voru ekki normaldreifð. Línuleg aðhvarfsgreining var gerð til að bera saman samfelldar breytur en lógístísk aðhvarfsgreining til að bera saman við tvíkosta útkomur. í báðum tilvikum var notuð einþátta og fjölþátta aðhvarfsgrein- ing. Árabilin 1999-2004 og 2005-2010 voru borin saman til að meta breytingar á nokkrum rannsóknarþáttum. Tölfræðileg marktækni miðaðist við p<0,05. Niðurstöður Meðgöngur voru 93 hjá 68 konum og því fæddu árlega að meðaltali um átta konur með SSTl (meðaltal 7,8; bil 3-14). í töflu I er hópnum lýst. Meðalaldur var 29 ár og tæpur helmingur voru frumbyrjur. Meðaltími með sykursýki var 15,5 ár. Meðalmeðgöngulengd við fæðingu var 37+2 vikur og 28% voru fyrirburafæðingar (n=26, þar af 10 valkeisarafæðingar og ein framkölluð fæðing). Konur í kjör- þyngd voru 38%, 42% í ofþyngd og 21% með offitu (samtals 63% Tafla III. Samanburður á blóðsykurstjórnun mismunandi aldurshópa kvenna með sykursýki af tegund 1 á meðgöngu. Aldur HbA1c á 1. þriðjungi HbA1c á 3. þriðjungi Meðaltal % (sf) Meðaltal % (sf) <25 ára (n=18) 8,2 (1,7)ab 6,4 (0,9) 25-35 ára (n=64) 7,4 (1,2)* 6,3 (0,7)° >35 ára (n=9) 6,9 (0,6)b 6,1 (0,8)° n = fjöldi mæðra sem gögn fundust um, sf = staðalfrávik. Marktækur munur með ópöruðu t-prófi milli hópa þar sem a, b og c merkir hópa sem bornir eru saman: ■p = 0,039; “p = 0,020; cp = 0,020. 340 LÆKNAblaöið 2013/99

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.