Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2013, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.07.2013, Blaðsíða 25
Ú R PENNA STJÓRNARMANNA LÍ Nýr ráðherra og gamlir Orri Þór Ormarsson Höfundur er barnaskurðlæknir á Landspítala og í stjórn Læknafélags Islands. otormarsson@hotmail.com Nú kveðjum við vinstristjórnina og Guð- bjart Hannesson með henni. Eg ætla ekki að dæma störf fráfarandi ráðherra enda tel ég að sá dómur yrði réttari með aukinni fjarlægð í tíma. Það er þó ljóst að ytri að- stæður hefðu getað verið honum hagstæð- ari. Við tekur hægristjórn með Kristján Þór Júlíusson sem heilbrigðisráðherra. Nýja stjórnin fer af stað með það að leiðarljósi að það verður að eyða peningum til að eignast þá og ætlar að lækka skatta á fjöl- skyldur og fyrirtæki til þess að auka tekjur ríkissjóðs. Það verður síðan að koma í ljós hvort þessar lækkanir gefi af sér auknar skatttekjur sem nýst geta til að styrkja heil- brigðiskerfið. Vinstrimenn, sem nú eru enn og aftur komnir á hliðarlínuna, benda á leiðindastaðreyndir eins og að það þarf að eiga peninga til að byrja með til þess að geta síðan eytt þeim. Nú er aftur komið eiginlegt heilbrigðis- ráðuneyti með sérstökum heilbrigðis- ráðherra og af því tilefni leit ég stuttlega yfir farinn veg í stjórnun heilbrigðismála. Leiðin lá á veraldarvefinn. Frá því að lög um Stjórnarráð Islands frá 1969 gengu í gildi í janúar 1970 hefur verið starfandi heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneyti. Málefni þessa ráðu- neytis höfðu áður verið vistuð á ýmsum stöðum, heilbrigðismálin aðallega í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Frá 1970 hafa verið 16 ráðherrar heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og seinna heilbrigðisráðuneytisins í alls 24 ríkis- stjórnum allt þar til velferðarráðuneytið var stofnað í janúar 2011. Framsóknar- flokkurinn hefur farið með málaflokkinn í 16 ár, Sjálfstæðisflokkurinn í 10 ár, Alþýðu- bandalagið í 7 ár, Alþýðuflokkurinn í 5 ár, Vinstri grænir í 2 ár og Samfylking í 1 ár, en við það bætast svo árin hans Guðbjarts sem velferðarráðherra. Matthías Bjarnason gegndi lengst allra starfi heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, í rúm 6 ár, en Ingibjörg Pálmadóttir átti lengstan samfelldan feril sem heilbrigð- is- og tryggingamálaráðherra í tæp 6 ár. Menntun ráðherranna hefur verið af ýmsum toga. Það hafa verið verkfræðingar, múrarar, símvirkjar, menn með samvinnu- skólapróf (alltaf traust) og menn með stúd- entspróf. Þeir sem hafa haft menntun á heil- brigðissviði eru tvær konur, þær Ingibjörg Pálmadóttir hjúkrunarfræðingur og Siv Friðleifsdóttir með BS-próf í sjúkraþjálf- un. Með þeim er rétt að minnast á þriðju konuna, sem gegndi þessu starfi, Ragn- hildi Helgadóttur lögfræðing (ráðherra 1985-7). Hún er dóttir Helga Tómassonar fyrrverandi yfirlæknis á Kleppspítala en margir þekkja hann af einlægu og opin- skáu áliti hans á Jónasi frá Hriflu. Lengsta námið erlendis á Magnús Kjart- ansson (ráðherra 1971-4) að baki en hann var við verkfræðinám í Danmarks Tekniske Hojskole og Polyteknisk Læreanstalt 1938- 40, við norrænunám í Hafnarháskóla 1940-3 og síðar við háskólana í Lundi og Stokkhólmi. Flestir aðrir hafa meira svona skroppið úr landi, til dæmis var Álfheiður Ingadóttir við nám í þýsku og fjölmiðlun við Freie Universitát í Vestur-Berlín 1976-7 og fyrir þá sem undrast, já það var Vestur-, ekki Austur-Berlín. Það er áberandi að fáir hafa dvalist lengi erlendis en sú víðsýni og reynsla sem við það fæst er gott veganesti fyrir hvern sem er. Það er ljóst að fólk með fjölbreyttan bakgrunn hefur verið við stjórnvölinn í þessum málaflokki. Það sem að endingu ræður hversu vel hverjum tekst til mótast sennilega, eins og svo oft, meira af mann- kostum en bakgrunni. í ágætri grein sem Þröstur Haraldsson skrifaði í síðasta Læknablað er farið yfir stöðuna í dag með nýrri ríkisstjórn. Það er sumar í lofti þó að það sé veðurfræðilegt haust þegar þetta er skrifað og með nýjum ráðherra koma nýjar væntingar. Á landsleik Islendinga og Slóvena um daginn gerðist það snemma í seinni hálf- leik að margir áhorfendur byrjuðu að klappa ákaft án þess að ég sæi neitt sérstakt tilefni til þess inni á vellinum. Það var ekki fyrr en mér var litið á hliðarlínuna að ég sá ástæðuna fyrir klappinu, Eiður Smári var að hita upp. Væntingarnar voru miklar. Undirritaður fór nýverið á fund nýs ráð- herra ásamt Þorbirni Jónssyni formanni LI og Sólveigu Jóhannsdóttur framkvæmda- stjóra LÍ. Við áttum við hann stutt spjall, kynntum honum helstu áherslumál okkar auk þess sem við stungum að honum ítar- efni. Við, eins og aðrir, höfum væntingar. Þær lúta að því að því sem hefur þróast á verri veg síðustu ár verði snúið við og sé að marka stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar stendur það til. Gallinn á gjöf Njarðar er að hluti af viðsnúningnum er að auka þarf fjármagn til málaflokksins og þar eins og áður stendur hnífurinn í kúnni. Því ætla ég, eins og á landsleiknum, að bíða með að klappa og gefa nýjum ráðherra að minnsta kosti færi á að klára upphitun. Stjórn LÍ Þorbjörn Jónsson, formaður Orri Þór Ormarsson, varaformaður Magnús Baldvinsson, gjaldkeri Salome Á. Arnardóttir, ritari Björn Gunnarsson Guðrún Jóhanna Georgsdóttir Magdalena Ásgeirsdóttir Ólöf Birna Margrétardóttir Þórarinn Ingólfsson (pistlunum Úrpenna stjórnarmanna Ll birta þeir sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. LÆKNAblaðið 2013/99 345

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.