Læknablaðið - 15.07.2013, Blaðsíða 39
LOGFRÆÐI 5. PISTILL
Læknar eru hvattirtil að koma á framfæri við ritstjórn eða
pistlahöfund ábendingum um efni sem þeir vilja að fjallað verði um.
Trúnaðar- og
þagnarskylda lækna
Dögg
Pálsdóttir
lögfræðingur
Læknafélags íslands
DoggP@lis.is
Trúnaðar- og þagnarskyldan er ein mikil-
vægasta skyldan sem læknar undirgang-
ast. Hún er hvort tveggja í senn lagaskylda
og siðferðisskylda því hún á sér stoð í
siðareglum lækna og almennri löggjöf. í
13. gr. siðareglna lækna segir að lækni sé
óheimilt að skýra frá nokkru um sjúkling
nema með samþykki hans eða eftir úr-
skurð dómara eða samkvæmt lagaboði.
Meginreglan er því sú að til að aflétta
trúnaðar- og þagnarskyldu þarf samþykki
sjúklingsins.
Frá þessu er sú undantekning að í
löggjöf getur verið mælt fyrir um frávik
frá trúnaðar- og þagnarskyldunni og á
grundvelli lagaákvæða er dómara heimilt
að mæla svo fyrir að læknir svari spurn-
ingum fyrir dómi þó ekki liggi fyrir sam-
þykki sjúklingsins.
Um trúnaðar- og þagnarskyldu lækna
er fjallað í III. kafla laga um réttindi sjúk-
linga nr. 74/1997 og 17. gr. laga um heil-
brigðisstarfsmenn nr. 34/2012. í 12. gr. laga
um réttindi sjúklinga segir að starfsmaður
í heilbrigðisþjónustu skuli gæta fyllstu
þagmælsku um allt sem hann kemst að í
starfi sínu um heilsufar sjúklings, ástand,
sjúkdómsgreiningu, horfur og meðferð
ásamt öðrum persónulegum upplýsingum.
Þagnarskyldan helst þó að sjúklingur and-
ist og þó að starfsmaður láti af störfum.
Mæli ríkar ástæður með því getur starfs-
maður látið í té upplýsingar með hlið-
sjón af vilja hins látna og hagsmunum
hlutaðeigandi. Sé starfsmaður í vafa getur
hann borið málið undir landlækni. í 13. gr.
sömu laga er fjallað um undanþágur frá
þagnarskyldunni. Samþykki sjúklings eða
forráðamanns leysir starfsmann undan
þagnarskyldu. Þar kemur einnig fram að
þagnarskyldan nái ekki til atvika sem
starfsmanni í heilbrigðisþjónustu ber að
tilkynna samkvæmt öðrum lagaákvæðum.
í þeim tilvikum beri starfsmanni skylda
til að koma upplýsingum um atvikið á
framfæri við þar til bær yfirvöld. í 17. gr.
laga um heilbrigðisstarfsmenn er ákvæði
efnislega samhljóða þagnar- og trúnaðar-
skylduákvæðunum í lögum um réttindi
sjúklinga.
Tilkynningarskyldan er mikilvægt
frávik frá trúnaðar- og þagnarskyldunni.
I lögum um réttindi sjúklinga er vísað í
ákvæði barnaverndarlaga í þessu sam-
bandi enda er í 17. gr. barnaverndarlaga
nr. 80/2002 fjallað um tilkynningarskyldu
þeirra sem afskipti hafa af börnum.
Læknar eru ein þeirra starfsstétta, sem
tilkynningarskyldan nær til. Læknum ber
að gera barnaverndarnefnd viðvart ef ætla
má að aðstæður barns séu þannig að það
búi við óviðunandi uppeldisaðstæður,
verði fyrir ofbeldi eða annarri vanvirðandi
háttsemi eða sé sjálft að stofna heilsu sinni
og þroska í alvarlega hættu. Ákvæði um
tilkynningarskyldu, sem gengur framar
trúnaðar- og þagnarskyldu er víðar að
finna í löggjöf. 11. mgr. 9. gr. sóttvarnalaga
nr. 19/1997 segir að læknir sem kemst að
því í starfi sínu að einstaklingur hefur
smitast af smitsjúkdómi sem samkvæmt
lögunum er tilkynningarskyldur eða
hefur rökstuddan grun um að svo sé, skuli
þegar í stað tilkynna það sóttvarnalækni.
I 3. mgr. 79. gr. laga um aðbúnað, holl-
ustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr.
46/1980 segir að læknir, sem kemst að
því eða fær grun um að starfsmaður eða
hópur starfsmanna hafi atvinnusjúkdóm,
atvinnutengdan sjúkdóm eða hafi orðið
fyrir öðrum skaðlegum áhrifum vegna
starfa sinna, skuli án ástæðulausrar tafar
tilkynna það til Vinnueftirlits ríkisins.
I 44. gr. barnaverndarlaga er enn-
fremur sérstök upplýsingaskylda lögð á
heilbrigðis- og sjúkrastofnanir, sjálfstætt
starfandi heilbrigðisstarfsmenn og ýmsa
fleiri um það að láta barnaverndarnefnd
í té, endurgjaldslaust, eftir að tekin hefur
verið ákvörðun um könnun máls, upp-
lýsingar og afrit af nauðsynlegum gögnum
um heilsu barns, foreldra þess og annarra
heimilismanna, þar á meðal upplýsingar
um ástand viðkomandi og batahorfur auk
annarra upplýsinga sem nefndin telur
að skipt geti máli fyrir úrlausn málsins.
í skýringum með ákvæðinu kemur fram
að þessi upplýsingaskylda gangi framar
þagnarskyldu hlutaðeigandi aðila.
Á úrskurð dómara reynir þegar kemur
að vitnaskyldu lækna og annarra heil-
brigðisstarfsmanna. Um vitnaskylduna er
fjallað í 3. mgr. 18. gr. laga um heilbrigðis-
starfsmenn. Þar segir að heilbrigðisstarfs-
maður verði ekki leiddur fram sem vitni
í einkamálum gegn vilja sjúklings nema
ætla megi að úrslit málsins velti á vitnis-
burði hans eða málið sé mikilvægt fyrir
málsaðila eða þjóðfélagið, hvort tveggja
að mati dómara. í slíkum tilvikum beri
heilbrigðisstarfsmanni að skýra frá öllu
sem hann veit og telur að hugsanlega geti
haft áhrif á málið. Slíkur vitnisburður fer
fram fyrir luktum dyrum. Um vitnaskyldu
lækna í opinberum málum er fjallað í 119.
gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008.
Meginreglan hér er hin sama, vitni er
óheimilt án leyfis þess sem í hlut á að
svara spurningum um einkahagi manns
sem vitninu hefur verið trúað fyrir í starfi.
Ákvæðið tilgreinir nokkrar starfsstéttir,
m.a. lækna. Telji dómari að vitnisburður
geti ráðið úrslitum um niðurstöðu máls
getur hann þrátt fyrir meginregluna
ákveðið að vitni skuli svara spurningum
um tiltekin atriði enda séu ríkari hags-
munir af því að spurningunum verði svar-
að en trúnaði haldið. Ef dómari er í vafa
getur hann áður en hann tekur ákvörðun
lagt fyrir vitnið að tjá sér í trúnaði hvers
efnis svarið yrði. í skýringum með ákvæð-
inu kemur fram að þegar dómari tekur
ákvörðun leggur hann annars vegar mat
á trúnaðarsambandið og eðli þess og hins
vegar á alvarleika málsins. Því alvarlegri
sem sakargiftir eru, þeim mun líklegra
væri að trúnaði yrði aflétt og því ríkari
sem trúnaður er, þeim mun líklegra væri
að hann héldi.
Það er mikilvægt að læknar og
sjúklingar geri sér grein fyrir tilvist þess-
ara mikilvægu frávika frá trúnaðar- og
þagnarskyldunni.
LÆKNAblaðiö 2013/99 359
L