Þjóðlíf - 01.05.1986, Side 17

Þjóðlíf - 01.05.1986, Side 17
í Alsír. Hann hefur skýrt frá því að hann hafi alla tíð hrifist af fatnaði og hönnun og hafi eytt sínum æskuárum í að skoða og teikna fatnað og aðrir strákar hafi óspart gert hróp að honum fyrir vikið. Árið 1954, þegar hann var átján ára gamall, vann hann verðlaun í hönnuðasamkeppni fyrir besta kjólinn; í sömu keppni vann Karl Lagerfeld verðlaun fyrir bestu kápuna. Saint Laurent gerðist aðstoðarmaður hjá Christian Dior, sem þá var óumdeildur konungur tískunnar. Dior féll snögglega frá og tók þá Laurent við starfi hans sem aðal- hönnuðurtískuhússins. Árið 1958, þegar hann var rétt tuttugu og tveggja ára gamall, stóð hann fyrir sinni fyrstu tískusýningu, sem snarlega sló í gegn. Myndlistaheimurinn hefur ávallt átt sterk ítök í Laurent og sýningar sínar hélt hann til heiðurs Picasso og Matisse, Cocteau og Shakespeare. Lita- meðferð hans þótti mjög djörf og óvenjuleg á sínum tíma, en með tilkomu hans færðist aukið líf og litur í hátískuna. Saint Laurent opnaði sitt eigið tískuhús árið 1962 ásamt félaga sínum Pierre Bergé. Ýmsir hafa bent á, að Bergé hafi átt drjúgan þátt í velgengni Saint Laurent- tískuhússins og lagt því til óvenjumikið fjármálavit. Þeir settu á markað fjöldafram- leiddan fatnað undir merki Rive Gauche árið 1966 og nú nær veldi Saint Laurent yfir nærri tvö hundruð verslanir um veröld víða auk fjöldann allan af ýmsum varningi sem hús hans hefur hannað, allt frá snyrtivörum til sígarettna. Karl Lagerfeld er fjörutíu og átta ára gamall og hefur á ferli sínum þótt sýna óvenjumikla hæfileika til að sameina hátísk- una og fjöldaframleiddan fatnað. Hann á heiðurinn af því að hafa endurvakið Chanel-fatnaðinn, hannað hina glæsilegu feldi frá Fendi auk þess að framleiða eigin linu sem strax sló í gegn. Árið 1964 fór hann út í fjölda- framleiðslu undir merkinu Chloé en þá hafði hann starfað sem hönnuður hjá stórum tískuhús- um í París. Lagerfeld lét lítið á sér bera í fyrstu en tókst á skömmum tíma að koma merk- inu Chloé á allra varir í tísku- heiminum og víðar. Svarti prinsinn fæddist í hýskalandi, sonur sænsks við- skiptajöfurs. Prinsinn fæddist og ólst upp á stóru sveitasetri í einu af norðurhéruðum Þýskalands, var einmana sem barn en hlaut gott og menningarlegt uppeldi. Honum er stundum líkt við há- karl á viðskiptasviðinu og víst er að honum er einkar lagið að hitta á rétta augnablikið í þeim efnum. Honum tókst að endurvekja hina klassísku Chanel-dragt með ýmsum nýtískulegum breyting- um þannig að nú þykir hún aftur ómissandi í klæðaskáp auðugra kvenna. Ýmsar sögur hafa geng- ið um ósamkomulag milli Lager- felds og stjórnenda Chanel-veld- isins og sjálfur hefur hann lýst því yfir að stjórnendurnir séu gersneyddir kímnigáfu og aldrei sé að vita hvenær hann hafi sig á braut. Framtíðin virðist blasa við Svarta prinsinum, hvað svo sem hann kann að taka sér fyrir hendurá næstunni. Azzedine Alaia er frá Túnis og stutt er síðan hann haslaði sér völl sem einn fremsti tísku- hönnuður Parísar - og heims- ins. Hann er nánast dvergvaxinn og þykir klæða sig óásjálega: daglega klæðist hann svörtum Kínafötum og ber svarta Kínaskó áfótum. Hann ereinnig mjög látlaus í öllum aðferðum við að kynna hönnun sína. Hann auglýsir ekki og sýningar hans eru lausar við allt prjál og til- stand. Azzedine er bóndasonur og ólst að mestu leyti upp hjá ömmu sinni sem sagði drengn- um óteljandi sögur og ævintýri úr heimi araba og hjálpaði honum að komast í listaskólann íTúnis. Mörgum þykja ævintýri ömm- unnar sýnileg í fatnaði Azzedine og einnig þykjast menn greina listmenntun hans í því hvernig fatnaður hans lagast að líkaman- um. Azzedine endurvakti hinar kvenlegu línur í fatnaði - og ef engar línur eru býr hann þær bara til sjálfur. Margar af frægustu konum heims eru meðal viðskiptavina Azzedine og má þar nefna Eliza- beth Taylor, Palomu Picasso, Tinu Turner, Raquel Welch og Grace Jones. Sumarlínu hans er spáð vinsældum, en þar leggur hann áherslu á denim-efni, bæði í minipils og jakka. Lína, sem allir töldu útdauða en Azzadine tekst eflaust að slá í gegn með hana. Fremstu poppgoð veraldar líta á Azzadine sem sinn mann hvað fatnað varðar. Og það hefur ekki svo lítið að segja nú á dögum þegar poppgoðin hafa tekið við hlutverki tískuhönnuðanna í því að stjórna því hverju fólkið á götunni, og þá einkum ungl- ingarnir, klæðist dagsdaglega. aöeins einn banki býöur -'VAXTA REIKNING § SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. ÞJÓÐLlF 17

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.