Þjóðlíf - 01.05.1986, Side 36

Þjóðlíf - 01.05.1986, Side 36
Picasso fæddist þann 25. október árið 1881 í Malaga á Spáni. Faðir hans hét José Ruiz Blaseo, virtur listakennari í Malaga, en móðir hans hét Maria Picasso. Eins og Spánverja er siður bar drengurinn bæði eftirnafn föður síns og móður, en þegar hann var um tvítugt sleppti hann al- veg eftirnafni föður síns. Á fyrstu sýningu hans sem haldin var í Barcelóna 1897 merkti hann myndirsínar hins vegar P. Ruiz Picasso. Pablo Picasso hóf nám í listaskóla aðeins 14 ára að aldri, en hann þótti snemma óvenju hæfileikaríkur og byrjaði að teikna barn að aldri. Hann fékk mikla hvatningu og uppörvun frá föður sínum, er gerðist pró- fessor við listaakademíuna í Malaga þegar Picasso var fimmtán ára að aldri. í Barcelóna gekkst drengur- inn undir inntökupróf 1896 og lauk prófunum á einum degi. Prófin voru þung og eðlilegt þótti að nemendur lykju þeim á einum mánuði. Nokkrum mánuðum síðar endurtók Picasso þetta af- rekerhann þreyttiinn- tökupróf í listaakademíuna í Madrid. Þar var hann í nokkra mánuði en leiddist og flutti afturtil Barcelóna. Og þar hélt hann sína fyrstu sýningu árið 1897, aðeins sextán ára að aldri. Barcelóna var á þessum tíma ein helsta lista- og menningarborg Spánar. Þar bjuggu listamenn af öllu tagi og þar mættust ólíkir liststraumar og -stefnur álf- unnar. Picasso undi sér vel í þessu umhverfi og sumar- ið 1900 setti hann upp eigin vinnustofu í borginni. Hann teiknaði mikið á þessu tíma- bili og sumarið 1900 birtust tvær teikningar í vikublað- inu Joventut, merktar P. Ruiz Picasso og voru myndirnar skreyting við kvæði eftir Joan Oliva Bridgman. I desember sama ár birtist síðan teikning eftir Picasso í hinu virta blaði Péi & Ploma. Þetta sama ár flutti Pablo Picasso til Parísar, þá rétt nítján ára að aldri, og bjó þar alla tíð síðan. 36 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.