Þjóðlíf - 01.05.1986, Blaðsíða 36

Þjóðlíf - 01.05.1986, Blaðsíða 36
Picasso fæddist þann 25. október árið 1881 í Malaga á Spáni. Faðir hans hét José Ruiz Blaseo, virtur listakennari í Malaga, en móðir hans hét Maria Picasso. Eins og Spánverja er siður bar drengurinn bæði eftirnafn föður síns og móður, en þegar hann var um tvítugt sleppti hann al- veg eftirnafni föður síns. Á fyrstu sýningu hans sem haldin var í Barcelóna 1897 merkti hann myndirsínar hins vegar P. Ruiz Picasso. Pablo Picasso hóf nám í listaskóla aðeins 14 ára að aldri, en hann þótti snemma óvenju hæfileikaríkur og byrjaði að teikna barn að aldri. Hann fékk mikla hvatningu og uppörvun frá föður sínum, er gerðist pró- fessor við listaakademíuna í Malaga þegar Picasso var fimmtán ára að aldri. í Barcelóna gekkst drengur- inn undir inntökupróf 1896 og lauk prófunum á einum degi. Prófin voru þung og eðlilegt þótti að nemendur lykju þeim á einum mánuði. Nokkrum mánuðum síðar endurtók Picasso þetta af- rekerhann þreyttiinn- tökupróf í listaakademíuna í Madrid. Þar var hann í nokkra mánuði en leiddist og flutti afturtil Barcelóna. Og þar hélt hann sína fyrstu sýningu árið 1897, aðeins sextán ára að aldri. Barcelóna var á þessum tíma ein helsta lista- og menningarborg Spánar. Þar bjuggu listamenn af öllu tagi og þar mættust ólíkir liststraumar og -stefnur álf- unnar. Picasso undi sér vel í þessu umhverfi og sumar- ið 1900 setti hann upp eigin vinnustofu í borginni. Hann teiknaði mikið á þessu tíma- bili og sumarið 1900 birtust tvær teikningar í vikublað- inu Joventut, merktar P. Ruiz Picasso og voru myndirnar skreyting við kvæði eftir Joan Oliva Bridgman. I desember sama ár birtist síðan teikning eftir Picasso í hinu virta blaði Péi & Ploma. Þetta sama ár flutti Pablo Picasso til Parísar, þá rétt nítján ára að aldri, og bjó þar alla tíð síðan. 36 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.