Þjóðlíf - 01.05.1986, Blaðsíða 30

Þjóðlíf - 01.05.1986, Blaðsíða 30
Díana Ragnarsdóttir er 42 ára verkakona, byrjaði í Bæjarútgerðinni 1977 og hefur unnið þar við eftirlit síðan 1978. Hún vann í ísbirninum áður en hún giftist en vildi ekkifara þangað aftur. Díana Ragnarsdóttir: Þaó var gaman að vera innan um fólk og ver&a fjárhagslega sjáifstæð. V E. I g vildi ekki vera hrædd allan daginn. Aginn var svo mikill. Mér fannst ég hafa fengið nóg af honum, segir hún. „Eftir að hafa verið húsmóðir í tólf ár ákvað ég að prófa að fara í BÚR. Ég ætlaði bara að vera þrjár vikur til að byrja með, en hef verið þar síðan og líkaði Ijómandi vel. Það var gaman að vera innan um fólk og verða fjárhags- lega sjálfstæð. Fyrirfjórum árum réð- umst við (húsakaup, keyptum íbúð í fimm íbúða blokk í Fossvogi. Við áttum Framkvæmdanefndaríbúð í Breiðholti sem við fengum ekki mikið fyrir. Þetta var því erfitt, við lentum á versta tíma hvað varðar lánin. Ég hef því ekki tekið mér frí í heil fjögur ár, unnið hvern einasta dag og alla næturvinnu sem bauðst. Ég var yfirleitt seinust út úr húsinu því ég tók að mér að ganga frá á kvöldin. Með allri þessari vinnu áttum við að geta haldið íbúðinni. Maðurinn minn vann líka í BÚR þar til hann var búinn að eyðileggja á sér bakið. Hann vann samt í ár eftir að læknirinn bann- aði honum að vinna i fiski. Hann fékk svo vinnu sem næturvörður í Mikla- garði." Nú eru Díana og maðurinn hennar hins vegar búin að selja íbúðina og leigja litla íbúð sem fyrrverandi sam- starfskona Díönu á. Þau hafa hana f eitt ár. Fyrir það sem þau fá út úr íbúðinni keyptu þau sér sjoppu og það dugar . n t Cir i.i ■K ' Zw] 1 b- , * ] íi.i" mti il M 1 •> ekki til. Hvort dæmið gengur upp verð- ur framtíðin að skera úr um. „Það verð- ur mjög erfitt fyrst, en maður vonar að þaðhafist," segirhún. En hvernig stendur á því að þau hjón kjósa frekar óöryggið á leigumarkaðn- um og þá ábyrgð sem fylgir sjoppu- rekstri en að eiga íbúðina sem þau slitu sér út fyrir? Framkoma stjórnenda Granda hf., sama fyrirtækis og Díana þjónaði af stakri samviskusemi, svo mikilli að hún gegndi störfum verkstjóra í forföllum og í reynd aðstoðarverk- stjóra dagsdaglega - þessi framkoma varð til þess að hún brotnaði algjörlega niður og kaus fremur að fórna íbúðinni en að vinna í fyrirtækinu. „Kom eins og þruma . . .“ egar kauptryggingunni var sagt upp fyrir jólin og fólkið sent heim, vissi það ekki annað en unnið yrði áfram í BÚR eftir áramót. En 30. desember fékk Díana uppsagnarbréf þar sem henni var sagt upp með þriggja mán- aða fyrirvara. Það kom henni svo á óvart að hún fékk hálfgert taugaáfall. Hún hélt að henni einni hefði verið sagt upp. Meðfylgjandi var bréf frá Brynjólfi Bjarnasyni þar sem hann lýsir niður- stöðum athugunar á rekstrarþáttum fyrirtækisins og framtíðarmöguleikum þess. Það kom svo í Ijós í einu dagblað- anna daginn eftir að 180 manns hafði verið sagt upp. „Ég hringdi ekki í neinn, eins og hinar gerðu. Ég hefði átt að sjá það á bréfinu frá Brynjólfi að fleirum hafði verið sagt upp, en ég var alltof slegin til þess. Ég bara brotnaði niður og fannst ég einsk- is virði. Þeir hefðu svo vel getað sagt okkur að við ættum von á uppsagnar- bréfi út af þessari endurskipulagningu. Ég veit meira að segja að kona sem er verkstjóri í Isbirninum var að vinna sama dag, en ekki var minnst á þetta einu orði. Þeir sendu henni bara bréfið í leigubíl um kvöldið eins og okkur hin- um. Hún ætlar ekki að þiggja endur- ráðningu út af þessari framkomu. Við fengum svo að vita það 7. janúar, þeg- ar eftirlitskonurnar voru kallaðar á fund með verkstjóranum og framleiðslustjór- anum, að flestaryrðu endurráðnar. Á sama fundi tilkynntu þeir okkur um flutninginn yfir í Isbjörninn. Það koma eins og þruma úr heiðskíru lofti. Það var meira að segja verið að vinna að endurskipulagningu eftirlitsins í BÚR, svo verkstjórinn vissi ekki heldur hvað stóð til.“ Díana leggur áherslu á að auðvelt hefði verið að standa öðru vísi að hlut- unum. Hægt hefði verið að tala við fólkið og undirbúa það, jafnvel hefði mátt nefna að seinna yrði e.t.v. hægt að fá vinnu í gömlu Bæjarútgerðinni. Þetta væri tímabundið. Henni fannst líka mjög röng sú aðferð að segja öllu eftirlits- og stjórnunarfólki fyrirvaralaust upp og láta það sfðan bfða í óvissu. Það varð til þess að fólk fór að keppa innbyrðis. Það var enginn öruggur um endurráðningu. Sama máli gegndi um karlmennina, þeirvoru lengi dregnirá svari um hvort þeir yrðu fluttir eða ekki og minnist hún sérstaklega gamla stál- arans úr BÚR sem beið lengi í óvissu. Hann gat ekki unnið við annað en að stála og fengi hvergi annars staðar vinnu. Tvær eftirlitskonur úr BÚR fengu sér strax aðra vinnu. Ef til vill var það ætlun stjórnenda að láta þannig saxast á hópinn, telur Díana. Ég var andvaka í heila viku eftir að þeir tilkynntu okkurflutninginn. Ég mætti samt alltaf í vinnu. Ég var ekki hrifin af ísbirninum og treysti mér ekki til að vinna þar, eins og fleiri konur. Þó nokkuð margar konur höfðu flúið kerfið í ísbirninum yfir í BÚR gegnum árin. Mér fannst líka hræðilegt hvernig kom- ið var fram við okkur. Mér fannst verið að kúga okkur. Ég sagði því strax að ég „Svo tóku þær sig saman og öskruðu, allar í kór.“ 30 ÞJÓÐLlF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.