Þjóðlíf - 01.05.1986, Blaðsíða 54

Þjóðlíf - 01.05.1986, Blaðsíða 54
Næst er þrifið í rúmfötin og mað- urinn sem ég deili rúminu með dæsir til að gefa til kynna að hann sé í rauninni aðeins hálf- vaknaður og því ekki ábyrgur gjörða sinna. Síðan er káfað á mér og loks hefst athöfnin. Þessu á maður víst að taka sem gullhömrum, yfirlýsingu um að hann standist mann ekki. Ég fyll- ist hins vegar biturleika yfir því að vera notuð og síðan kemur til sektarkennd vegna viðbragð- anna - annaðhvort vegna sam- þykkis míns (sem er auðvitað ekkert annað en svik við eigin tilfinningar) eða mótmæla (því það er eitthvað svo óástúðlegt). Flestum heimildum ber saman um það að viðhorf kynjanna til þessa máls sé afar mismunandi. Flestir karlmenn virðast beinlínis verða að njóta kynlífs um leið og þeir opna augun. Konur þurfa meiri örvun á þessu sviði en karl- menn og á morgnana viljum við fremur kúra ögn lengur eða stökkva á fætur og byrja daginn. Þessi mismunur er gjarnan út- skýrður með mismunandi líf- færastarfsemi (að karlmenn vakni með piss-standpínu), en þetta er ekki öll sagan. Flestar karlkyns verur, hvort heldur menn eða önnur dýr, eru fljótar að afgreiða sitt kynlíf - inn, út og búið - og hreinir líffræðilegir þættir stjórna þeirra kynlífi meira en kvenna. En standpínan á morgnana stafar fremur af fullri þvagblöðru en knýjandi þörf til kynmaka. Þetta virðastfæstir þeirra skilja - og láta okkur þess vegna ekki í friði. En hvers vegna eru konur yfir- leitt mótfallnar kynmökum að morgni dags? Það kann að eiga sér líffræðilegar skýringar. Kon- ur þurfa meiri örvun eins og ég nefndi hér að framan og þær þurfa að hafa meira fyrir því að svala kynhvötinni til fulls. Og hér dugar ekki bara að einblína á kynfærin, heldur verðurein- beitingin einnig að vera í lagi, þ.e.a.s. hugsunin. Og á morgn- ana gefst yfirleitt lítill tími til að leika allt leikritið: forleik, mið- hluta, endalok og síðan ánægju- leg stund eftir á, sem konur þarfnast svo mjög. Kannanir hafa sýnt fram á að kynhvöt karla er tengdari sjón- skyni þeirra en kvenna (hvort sem þetta á sér líffræðilegar eða menningarlegar rætur). Þetta hefur það í för með sér að karl- mönnum veitist auðvelt að skilja kynlífið frá tilfinningunum, eða a.m.k. auðveldara en konum. Konur leita almennt að félags- skap og trausti í sínum sam- böndum, kynlífið lendir í öðru sæti. Að vísu er þarna mjótt á mununum oft á tíðum, en þessi tilhneiging er merkjanleg. Þess- ar tilhneigingar koma einna ber- legast í Ijós í sambandi við kyn- mök snemma morguns. Karl- maðurinn getur svalað sínum hvötum án þess að hugsa um tilfinningar, hvorki sínareigin né konunnar. Kona sem þannig er skilið við getur hæglega farið að ímynda sér að í augum karlsins sé hún eins og hver annar hlutur - eingöngu til hans brúks. Og síðan má ekki gleyma því að í augum margra kvenna teng- ist það aðdráttarafl sem karl- menn hafa á þær þjóðfélags- stöðu hans. Þetta hljómar kannski ankannalega, en þannig er það samt. Við viljum vita hvað karlmaðurinn gerir áður en við Hver manneskja verður að gefa kynlífinu gaum heilshugar — og það er ekki hægt klukkan sjö á morgnana! „spáum" í hann, vita hvar í þjóð- félagsstiganum hann er. Og álit okkar á karlmanninum kann að hrapa í drungalegri morgunskím- unni þegar gervið er hrunið af honum! Annað atriði sem tengist and- úð kvenna á morgunkynmökum er áhyggjur af útlitinu. Þetta at- riði er mjög sterkt og það býr í öllum konum, hvort sem þær vilja viðurkenna það eða ekki. Við viljum vera fínar, vellyktandi, aðlaðandi. Morguninn er sú stund dagsins sem við erum hvað minnst aðlaðandi í okkar eigin augum. Vera má að karl- maðurinn sem við erum með taki ekki eftir þessu eða finnist þetta ekki skipta máli, en þetta skiptir máli fyrir okkur. Og þar sem kyn- lífið er nátengt tilfinningalífi okkar er þetta enn einn þátturinn í and- úð eða óvilja okkar. Og þá má ekki heldur gleyma því að konur hafa yfirleitt afskap- lega mikið að gera, hvort sem þær vinna innan heimilis eða utan. Þegar við vöknum erum við strax farnar að skipuleggja daginn og sá karlmaður sem eyðileggur þá skipulagningu er ekki vel séður. Konu sem vinnur utan heimilis kann jafnvel að finnast að henni sé stillt upp við vegg ef óskað er kynmaka í dögun: hún verði að velja milli hins harða heims úti fyrir og til- finninga sinna og þarfa manns- ins. Þetta er satt að segja óþægi- leg staða sem enginn karlmaður með viti ætti að þröngva upp á nokkra konu. Og að lokum má svo nefna að kannanir hafa sýnt að kynin nota kynorkuna ólíkt. Ég er sjálf þann- ig að kynmök gera mig slappa og lina og ég vil helst ekkert gera eftir á. Sé kynhvöt minni hins vegar ekki fullnægt veiti ég henni útrás í vinnunni - og vinn aldrei betur en einmitt þá. Fyrir konurgeturófullnægð hvöt á þessu sviði því verið til mikils gagns, en það er eins og karl- menn verði að fá henni svalað strax. í stuttu máli má segja að kyn- lífið sé svo veigamikið í lífi kvenna að allt annað en fullkom- leikinn eyðileggi myndina. Þar þarf allt að eiga sinn tíma - og sín takmörk. Ef kynlífið á að vera fullnægjandi og hamingjuríkt verður að gefa gaum að tilfinn- ingunum. Kynlífið snýst ekki um það eitt að veita hvötum sínum útrás, heldur einnig um tilfinning- ar. Kynlífið er svo mikilvægt að hver manneskja verður að gefa því gaum heilshugar - og það er svo sannarlega ekki hægt að gera klukkan sjö á morgnana!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.