Þjóðlíf - 01.05.1986, Side 69
Hér viröist líka veraá
ferðinni raunverulegur
unglingur þar sem sögu-
hetjan er bólugrafin og
þjökuð af minnimáttar-
kennd.
er lesin. Þessi bók gæti einmitt opnað
augu margra fyrir því feiknalega
innrætingarkerfi sem hún ber í sér og
beinist gegn unglingum til að gera þá
sem fyrst að þægum tannhjólum I þjóð-
félagsvélinni. Rædd frá því sjónarmiði
efast ég ekki um að hún yrði gagnlegri
til slíks en margar greinar um þjóðfé-
lagsmál. Því ferlið er þarna allt. En gall-
inn er hins vegar bara sá hve óvenju
leiðinleg bókin er aflestrar. Belgingsleg
lágkúra er megineinkenni stílsins (bls.
103):
Mamma gerði það viljandi að láta
mig sofa bæði í fötunum og ælunni svo
að ég áttaði mig betur á hvað ástand
mitt var slæmt. Hún ræddi þessi mál
ítarlega við mig og síðan hefég ekki
bragðað áfengi. ..
Árni hafði aldrei fundið löngun hjá
sér til að bragða vín. Sennilega varþað
vegna áhuga hans á íþróttum. Hann
vissi að áfengi og íþróttir eiga ekki sam-
an. Menn náðu ekki eins góðum
árangri ef þeir drukku . ..
Áramótaskaupið var eins og oft áður
um atburði sem gerst höfðu á árinu
sem var að líða. Þeir voru rifjaðir upp í
spaugsömum dúr og blandaðir hæfi-
legu kryddi.
Töff týpa á föstu
Bókin Töff týpa á föstu eftir And-
rés Indriðason er frábrugðin Sextán ára
ísambúð. Hún er í fyrsta lagi ekki
leiðinlega skrifuð. I öðru lagi verður í
henni vart við persónusköpun, þar sem
eru móðirsöguhetju og bróðir. Vissu-
lega eru þessar persónur einfaldar, en
þær eru sjálfum sér samkvæmar í tali
og hegðun og hvor með sínu sniði.
Móðirin hefur mestan áhuga á
skemmtanalífinu, og sést átali hennar
að hún er með sektarkennd gagnvart
syninum (bls.74);
Hann eltir mömmu sína fram í eld-
hús; hún er í sæluvímu.
- Þú ert farin að reykja!
- Æ, Elli minn, segir hún og er að
flýta sér, þetta erbara fikt. Ekki vera
hneykslaður á mömmu þinni, ekki vera
það, elskan.
- Þú ert búin að reykja eins og
strompur í allt kvöld. Það var eins og
Áburðarverksmiðjan væri komin inn í
stofu. Og hvaða græna gums er íþess-
ariflösku?
- Þetta?Æ, hún Gússíkom með
þetta. Þetta erbara létt vín, voðalega
létt. Ætlar þú ekki bara að fara að sofa,
elskan ? Ég sé nú að þú er orðinn
þreyttur.
Lási bróðir talar um sambúð sína við
konuna og dregur úr öllu, talar almennt
(bls.173):
- Elli minn . . . eins og maður sé ekki
alltaf að reyna. Það er svo margt sem
spilar inn í þetta. Þetta er ekki bara mér
að kenna hvernig komið er. Við erum
ferlega ólík við Heiða, það ernú gall-
inn ... og svo eru það hjónin á efri
hæðinni (tengdaforeldrar hans).. .
það eralveg óþolandi að hafa þetta
ofan í séröllum stundum .. . það er
fylgst með hverri hreyfingu manns,
hvers konar líf heldurðu að þetta sé ?
Hér virðist líka vera á ferðinni raun-
verulegur unglingur þar sem söguhetj-
an er bólugrafin og þjökuð af vanmátt-
arkennd. í sögunni er dregin upp ágæt
mynd af því hve einmana hann er og
vesæll í eigin augum í samanburði við
skólabræðurna sem eru töff, með stelp-
um og í klíkunni. Hann leitar huggunar í
því að hugsa um draumadísina handan
við flóann (bls. 46-7):
Það var bara einn galli við þetta.
Eva er alveg hætt að láta heyra í sér.
Efhún hringir ekki þá erþað vegna
þess að hún er búin að afskrifa
hann . . .
Hún hlýtur að hringja.
Það er kannski búið að vera mikið að
gera hjá henni... eins og hjá hon-
um... hann veit að hún á eftir að
hringja, finnurþað á sérog reynirað
hafa ekki áhyggjur afþessu.
Hann sér Ijósin á Akranesi út um
gluggann í herberginu sínu, blikandi
Ijósahaf þegar kvöldar. Þá hugsarhann
til hennar. . .
Það er mynd af henni á korktöflunni
fyrir framan skrifborðið, það mega allir
sjá hana sem vilja. Hann klippti þessa
mynd út úr blaði í sumar. Fyrst faldi
hann hana niðri í skúffu, nú er hún
komin upp á korkinn og farin að gulna
afþvísólin skín á hana stundum en það
gerir ekkert til, hún erjafn sæt þó hún
gulni, ístuttbuxum og bol á íþróttavell-
inum, veifandi og brosandi.
Það er svört nótt úti og kyrrð.
Hér segja andstæður litanna mikið:
sólskin á gulnandi mynd stúlkunnar,
fjarlæg Ijóstýra í svartnættinu sem ríkir.
Faðir drengsins er dáinn og hann býr
einn með móður sinni. Hann er afbrýði-
samur út í eldri bóður sinn og karlmann
sem móðirin kemst í kynni við. Ekki
hugsar hann mikið um annað en þetta,
og svo laglega, vinsæla bekkjarsystur
sem er að manga til við hann, en hann
er alltof feiminn til að þora að taka það
alvarlega - hleypur bara burt. Vídeó-
klám leiðist honum.
Nema hvað - allt í einu umturnast
okkar maður. Það var eins og hann
hefði skáldað upp kærustuna á Akra-
nesi til að vera mannalegri, en þá birtist
hún bara einn daginn og vinurinn lendir
í sleik og gælum. Annað eins getur nú
skeð - og er einmitt alltaf að ske á
unglingsárunum: Ijóti andarunginn
verður að fallegum svani. En söguhetj-
an ummyndast bara alveg umhugsun-
arlaust - og vandalaust. Stekkur allt í
einu út á gólf í félagsmiðstöðinni og
ÞJÓÐLÍF 69