Þjóðlíf - 01.05.1986, Blaðsíða 52

Þjóðlíf - 01.05.1986, Blaðsíða 52
að hún hafði neitað. Þegar hún klæddi sig sagði hún blákalt: „Ég ætti að kæra þig fyrir nauðgun." Þetta var eins og köld vatns- gusa. Ég hafði ekki upplifað þetta á þennan hátt og fannst ég ekki finna í fari hennar þennan ímugust á athöfninni meðan á henni stóð. Samband okkar stóð ekki lengi. Mér virðist sem svo að margir, einkum konur, líti á samfarir að morgni til sömu augum og að fara til tannlæknis. Þær vilja flestar gera eitthvað annað á morgnana (mér er hins vegar hulin ráðgáta hvers vegna þær þurfa heilan klukkutíma í að búa sig í vinnuna á hverjum morgni). Þá hafa þær margar hverjar áhyggjur af hreinlætinu, að þurfa að fara i bað eða sturtu á eftir, og það tekur auðvitað sinn tíma. En kannski er þetta bara bundið við ákveðnar menningarheildir. Ég spurði eitt sinn argentískan kunningja minn, sem ég kynntist erlendis, að því hvernig honum Efkona vill mann ekki á morgn- ana — þá það. gengi með konur á morgnana. Hann rak upp stór augu og spurði hvað ég ætti við. Hann hafði greinilega aldrei lent í neinum vandræðum. Hins vegar vil ég benda á, að flestir karlmenn virðast líta svo á, að þeir einir hafi gaman af sam- förum að morgni dags. Ég vil benda á bókina Rabbit Run eftir bandaríska rithöfundinn John Updike máli mínu til stuðnings, en þar kemur hann einmitt inn á þetta öryggisleysi karlmanna: „Aftur elskuðust þau í morgun- skímunni. . . Þetta er næstum of nakið; funi hans virðist lítilfjör- legur í samanburði við bjart hörund þeirra, og hann veltirþví fyrirsér hvort hún sé ekki að látast. “ Ég er sjálfur fylgjandi samför- um að morgni dags - eingöngu af sjálfselskuhvötum. Fyrsta ástkonan mín naut samfara í öll- um stellingum, hvar sem var og hvenærsem var. Kannski eyði- lagi hún mig fyrir lífstíð - en þetta var yndislegt! En auðvitað hef ég síðan leitað þess sama í fari annarra kvenna, einfaldlega vegna þess að mér finnst þetta gott, heilbrigt og fallegt, einkum ef elskendur hafa átt góða daga saman. Ég veit að margir karlmenn líta þetta öðrum augum en ég. Margir halda því fram, að þeir verði að hafa samfarir á tiltekn- um tímum dags eða nætur - og á morgnana vegna þess að þeir vakna með standpínu. Þessu er ég ekki sammála. Það getur ver- ið að þeir vilji og að þeir njóti þess, en að þeir verði eru engin rök. Standpínan á morgnana tengist að líkindum einungis þeirri þörf að kasta af sér vatni. Og svo eru til mjög hagsýnir karl- menn. Kunningi minn sagði mér eitt sinn frá því að hann hefði haft samfarir við konu sína morg- un einn þrátt fyrir bráða þörf fyrir að pissa. Hann vildi ekki eiga það á hættu að honum hætti að standa eftir að hafa pissað! En nú er komið að þætti kvenna í málinu. Ekki get ég tal- ist fjölfróður um þarfir þeirra, en þykist þó hafa rekið mig á ýmis- legt í fari þeirra sem sjálfsagt er að taka tillit til (þótt ég tali hér aðeins um konur má ekki gleyma því að ekki verða allir karlmenn settir undir sama hatt- inn, sumir og eflaust margir hafa litla löngun á morgnana. En ég þekki aðeins konur sem rekkju- nautal). Morgnarnir eru sá tími dagsins þar sem tíminn er hvað knappastur og dagurinn bíður okkar, með margs kyns ákvarð- anatöku og erfiðleikum. Það ætti því engan að undra þótt einhver hafi ekki beina löngun til kyn- maka á þessum tíma dags. Og svo má ekki gleyma hinu, að þegar samförum er lokið á morgnana er strax staðið á fætur og báðir aðilar halda á braut. Lítill eða enginn tími gefst til að njóta návista hvors annars - og mörgum kann að reynast það þungur baggi, kannski einkum og sérílagi konum. Konur hafa einnig meiri áhyggjur af sjálfsmynd sinni en karlar. Þær fáu konur sem ég hef rætt þetta við hafa lýst yfir áhyggjum sínum yfir því að lykta '*! Ég vil svara þessu með því fyrst að lýsa minni eigin reynslu og þá með lýsingu á því hvernig mér líður á morgnana. Ég ligg í rúminu, nývöknuð og kúri mig illa á morgnana. Þetta finnst mér hryggileg afstaða til kynlífs. Manneskja sem baðar sig á hverjum degi getur blátt áfram ekki lyktað illa. Vissulega hefur nóttin haft sín áhrif á líkams- vessa okkar, en lyktin getur með engu móti talist ógeðfelld. Við lifum hins vegar í þjóðfélagi sem hefur komið sér upp mjög skringi- legri afstöðu til eðlilegrar lyktar. Við erum sífellt að þvo okkur, stökkva á okkur ilmvötnum, bað- olíum, svitalyktareyðum og Guð má vita hverju - eingöngu til þess að lykta ekki eins og fólk! Lyktarskynið er okkur hins vegar nauðsynlegt. Ég vil nefna dæmi. Minningar okkar um fólk og við- burði eru mjög nátengdar lyktar- skyninu. Prófið að stinga nefinu ofan í litakassa barnanna ykkar og athugið hvað þið upplifið. Ég sé alltaf fyrir mér gamla og góða sjö ára bekkinn minn þegar ég finn þessa lykt. Sennilega er þessi spurning, þ.e. hvort fólk vill hafa samfarir fyrir morgunmat, tengd tveimur vandamálum. Fyrra vandamálið er ósköp einfalt: annað hvort er fólk morgunhanar eða morgun- svæft. Ég tilheyri t.d. fyrri hópn- um. Þegar ég vakna verð ég beinlínis að taka mér eitthvað fyrir hendur. Hitt vandamálið er hins vegar öllu djúpstæðara. John Updike kom inn á það í bók sinni sem nefnd var hér að ofan. Það tengist þeirri útbreiddu til- hneigingu okkar að líta á kynlífið sem næturathöfn fyrst og fremst. Sumt fólk þolir ekki að láta horfa á sig við þessa athöfn, finnst þetta ekki rétt eða siðlegt eða Guð má vita hvað. Og svo má vel vera að sumum finnist ein- faldlega öruggara að stunda kynlíf á kvöldin eða á nóttunni því þá er ekki eins líklegt að mót- aðilinn hafi sig strax á brott. Mér hefur skilist æ betur með árunum að maður á aldrei að reyna að breyta fólki. Ef kona vill mann ekki á morgnana, þá það. [ mínum huga er þó kynlífið það mikilvægt að mér finnst rétt að bjóða konum upp á þetta. Annað fyndist mér ókurteisi. En það er heldur engin ókurteisi að neita. Aðalatriðið er þó að fólk njóti þess að vera saman. niður undir sængina. Mér líður notalega og langar ekkert á fæt- ur. Mig langar bara til að liggja aðeins áfram. En skyndilega er einhverju potað í bakið á mér. 52 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.