Þjóðlíf - 01.05.1986, Side 68

Þjóðlíf - 01.05.1986, Side 68
 Það fer nú ekki milli mála að einmitt andleysi sögunnar og boðskapur um aðlögun að ríkjandi viðhorfum hefur tryggt henni sölumetið. sagt eru hliðstæð rök til þess að stelpur leggjast í ástarsögur. Það gera strák- arnir raunar líka, þær eru bara dulbún- ar. Eða hvaða höfundur spennusagna og -mynda þorir að sleppa ástamálun- umúrverkisínu? En þurfa þá ekki unglingar Ifka bækur og kvikmyndir sem fjalla beinlín- is um þeirra sérstöku vandamál og stöðu? Ráða þeir ekki betur við örygg- isleysið, múghyggjuna, ný hlutverk, upphaf kynlífs og ástar ef þeir sjá þetta sérstaklega tekið fyrir sem ungl- ingavandamál? Það væri einmitt þetta sem skoðanakönnun þyrfti að kanna. Auðvitað hafa flestir slampast í gegn- um unglingsárin án slíkra bóka, en það sannar ekki að þær gætu ekki verið gagnlegar. Sextán ára í sambúð Hvað sem öllu ofangreindu líður held ég að metsölubók ársins 1985, Sextán ára ísambúð eftir Eðvarð Ingólfsson, sé unglingum álíka gagnleg og fanga er slagbrandur fyrir herbergisdyrum og rimlar fyrir glugga. Aðeins titillinn er heil stefnuskrá: tjóðrum unglinga, lokum þá sem allra fyrst inni í föstum hlutverkum Meðaljónsins. Og sagan stendur við fyrirheit titilsins í einu og öllu. Söguhetj- an gengst upp í friðsamlegri sambúð við vaxandi bumbu, hamingja hans í lífinu er að eignast notað sjónvarpstæki og annað innbú, óvænt terta á kvöldin og fjölskyldusamkvæmi. Ekkert þar fyrir utan. Þetta er bara sagan um það hvernig sviplaus einstaklingurtileinkar sér samnefnara lífsgæða í samfé- laginu, tekur öll meðaltalsviðhorf góð og gild - spurningalaust. Einkalífið eitt skiptir máli, einstaklingssérkenni eru engin, barafylgt viðurkenndri fyrirmynd (bls. 85): Við skulum biðja þess áður en við sofnum. Biðja þess á jólanótt að barnið fæðist heilbrigt. Hann var viss um að það væri áhrifaríktað biðja slíka bæn á sjálfri jólanóttinni þegar heimurinn var að minnast fæðingar frelsarans. Þau trúðu bæði á Guð og báðu stundum saman á kvöldin. Lísa fór með bænina en Árni bað Faðirvorið á eftir. Þau voru ófeimin við að biðja upphátt hvort í návist annars. Þau höfðu vanist þvíþegar þau voru eittsinn í kristilegum félögum, hann í KFUM en hún í KFUK. Síðan þá var bænin ekkert feimnismál. Andstæða parsins í sögumiðju, sem heldur saman í gegnum þykkt og þunnt staðfestan og tryggðin holdi klædd, eru vinir þeirra sem rjúka sundur og sam- an, og foreldrar hennar höfðu skilið, móðir hennar er þunglyndissjúklingur. Söguhetjur hugsa ekki um annað en nánustu fjölskyldu sína, vini og vinnufé- laga. Bókin er full af nöfnum úr poppinu - til að telja lesendum trú um að sögu- hetjan sé unglingur, en annars bendir fátt til þess. Lagleg hnáta er að leggja snörur sínar fyrir Árna og gerist æ opin- skárri á þeim vettvangi. En hann stenst það allt af kristilegri hugprýði - því hann kann boðorðin. Annars er ekki að sjá að þetta sé mikil freisting fyrir hann því andlegt líf er ekki sjáanlegt í honum frekar en öðrum persónum þessarar bókar sem rísa hæst í þjakandi aula- bröndurum eins og þessum (bls. 27): .. . um nískasta Skotann sem sagði við son sinn: „Skiptu þessu bróðurlega milli ykkar systkinanna, Nonniminn, - og rétti honum blöðru. Ha, ha, ha. Það fer nú ekki milli mála að einmitt andleysi sögunnar og boðskapur um aðlögun að ríkjandi viðhorfum hefur tryggt henni sölumetið. Það eru ekki unglingarsem kaupa bókina, heldur foreldrar þeirra, frændfólk, afar og ömmur. Vilja þau þá að unglingarfari í sambúð sextán ára? Nei, það tekur enginn alvarlega. Hitt hafa kaupendur frétt að ritstjóri Æskunnar skrifaði hollar bækur, sem hefðu góð áhrif á unglinga. Síðan er salan eins og snjóbolti í fjalls- hlíð. (ósjálfstæði sínu og öryggisleysi vilja flestir bara kaupa þá bók til gjafa sem selst best. Nú er ég ekki að segja að áhrif bók- arinnar á lesendur hljóti að verða þau að heilaþvo þá umvörpum til hvers- dagslegrar meðalhegðunar, andlausrar takmörkunar við einkalífið. Áhrif bókar fara eftir því hve gagnrýnum huga hún 68 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.