Þjóðlíf - 01.05.1986, Side 61

Þjóðlíf - 01.05.1986, Side 61
 Loksins hefur iekist að semja um síúdeníafargjöld til Bandaríkjanna NÝTT NÝTT NÝTT NÝTT Verð aðra leið aðeins kr. 7.900 Flogið er: márwdaga, þriðjudaga og miðvikudaga FERÐA SKRIFSTOFA STÚDENTA Hnngbraut. siml 16850 Fallegt, vandað og óendanlegir uppstillingarmöguleikar 3 viöarlitir 30 teg. borðstofustóla m} símar 685153 —32035 nefndin hafa, eftir nánari fyrirmælum ráðuneytisins og í umboði þess, yfirumsjón með framkvæmdum við jarðgufuvirkjunina. Alvarlegur orkuskortur var talinn vofa yfir Norðurlínu, sem var lokið 1977. Var nú veitt fé til framhaldsrannsóknar við Kröflu, og sumarið 1974 voru fyrstu tvær rannsóknarholurnar boraðar þar, um 1100 m djúpar. Hugmyndir höfðu verið uppi um að bora fremur eina 2000 m djúpa holu með gufubor, en hann var ekki valinn. í staðinn voru boraðar tvær grynnri holur með minni bor. Skýrsla um niðurstöður þessara borana birtist í febrúar 1975 og var afhent og kynnt fulltrúum iðnað- arráðuneytis, Kröflunefndar og Náttúruverndarráðs á sérstökum fundi á Hótel Loftleiðum 26. febrúar 1975. í skýrslunni segir: „Niðurstaða borana og annarra rannsókna á Kröflusvæðinu ersú, að það standi undir 50-60 MW gufuvirkjun og hugsanlegri stækkun síðar. Mælt er með því að hafist verði handa um að bora vinnsluholur í Kröflu þegar sumarið 1975.. . Bein reynsla liggur ekki fyrir um eiginleika 300°C heits vatns með tilliti til útfellinga í holutoppi og skiljum. Því er lagt til, að fyrstu vinnsluholur verði boraðar á svæðinu kringum holu 2 þar sem vænta má vatns með meðalhita undir300°C. Enn ein reynsluhola verður boruð nálægtholu 1, þarsem vænta má vatns með hærri meðalhita en 300°C." Fram til þessa tíma hafði verið fylgt rannsónaáætluninni frá 1969 um könnun Kröflusvæðisins, en á fundi samstarfsnefndar aðila um Kröfluvirkjun í byrjun mars 1975 komu í Ijós um þau áform Kröflu- nefndar að byggja orkuverið samhliða borframkvæmdum og það jafnframt, að pantaðar hefðu verið túrbínur tveimur mánuðum áður. Lýstu fulltrúar Orkustofnunar þegar því áliti, að þetta væri mjög óvenjulegur og áhættusamur framkvæmdamáti, enda þá fyrst vissa um fáanlegt orkumagn þegar það væri raunverulega komið upp á yfirborðið í fullreyndum vinnsluholum. Þrátt fyrir þetta sýnist Ijóst að yfirmenn Orkustofnunar hafi látið undan þrýstingi að ofan. Stefán Arnórsson jarðefnafræðingur, sem þá var deildarstjóri rannsókna háhitasvæða á Orkustofnun, skrifaði grein í Morgunblaðið 24. maí 1978, vegna umræðna um skýrslu iðnaðarráðherra um Kröflu á Alþingi og í fjölmiðlum. Þar ræðir hann samskipti jarðvísindamanna við yfirmenn Orkustofnunar, Kröflunefnd og verkfræðinga. í greininni segir m.a.: „ Þess verður sjálfsagt langt að bíða, að umræðu um hina umdeildu Kröfluvirkjun Ijúki. Eitt virðast menn þó sammála um nú. Mistök hafa átt sér stað við Kröfluvirkjun. Hitt erþó enn deilt um hvers eðlis þau mistök séu og hver sé valdur að þeim. Mistökin eru einfaldlega þessi: Ráðist varí framkvæmdir, áðuren jarðhitasvæðið við Kröflu var tilbúið til virkjunar. Ráðist varí að reisa orkuver, sem varmiklu stærra en svaraði markaðsþörfinni. Það var Kröflunefnd með tilstyrk iðnað- arráðuneytisins og ráðgjafa sinna, sem hafði það frumkvæði, sem mistökunum olli. Orkustofnun virðist ekki hafa haft þá festu til að bera, sem afstýra mætti ógæfunni í upphafi. “ Þríþætt mistök Hin þríþættu mistök sem gerð voru við Kröflu eiga sér einn samnefnara: ekki var tekið tillit til álits rannsóknarmanna færi það á skjön við vilja stjórnvalda og framkvæmdarmanna. Þá voru þeir kallaðir „úrtölumenn" og stjakað til hliðar. Mistökin voru þessi: 1 Hlaupið var út í framkvæmdir áður en búið varað rannsaka svæðið. Þær mælingar, sem þá lágu fyrir, bentu til þess að Kröflu- svæðið líktist Námafjallssvæðinu; tvær tiltölulega grunnar rann- sóknarholur höfðu verið boraðar, og djúphiti áætlaður út frá efnasam- setningu hveragufu. Þó var Ijóst, að búast mætti við erfiðleikum vegna kísilútfellinga. Þegar dýpri vinnsluholur voru boraðar á árunum 1975 og 1976 kom í Ijós, að jarðhitakerfið í Kröflu er tvískipt: í efra kerfinu, sem nafer niður á 1100 m dýpi, er hitastig kringum 200°C, en í neðra kerfinu, sem tekur við neðan við um 1500 m dýpi, er hitastig 300-350°C. Vel má vera, að hefði ekki komið til Kröfluelda, hefðu Kröflunefnd og framkvæmdarmenn „sloppið fyrirhorn", þráttfyrir það að hér væri um hróplega skammsýni og áhættu að ræða, ekki síst með tilliti til þess, að Ijóst var að engin þörf væri fyrir 60 MW Kröfluvirkjun á þeim tíma sem Kröflunefnd einsetti sér að Ijúka verkinu. September 1977. (Ljósmynd: Sigurður Þórarinsson) ÞJÓÐLlF 61

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.