Þjóðlíf - 01.05.1986, Page 67

Þjóðlíf - 01.05.1986, Page 67
Um þetta væri nær aö spyrja unglinga en miðaldra bókmenntafræðing. Og það væri gaman að athuga hvaða lesefni er vinsælt hjá unglingum, og í hvaða mæli. Útgefendur ættu að vilja kosta slíka skoðana- könnun, því unglingabækur eru meðal þess sem bestselst hjá þeim. Raunar liggurfyrir umfangs- mikil rannsókn um þetta efni ítölvum Félagsvís- indadeildar Háskólans og bíður úrvinnslu. Fyrir tuttugu árum birtist viðamikil könnun dr. Símonar J. Ágústssonar á lestrarvenjum barna og unglinga. Samkvæmt henni lesa unglingar alls kyns bækur, áhugasvið þeirra reyndist mjög vítt þótt hefð- bundnar drengja- og telpnabækur væru vinsælast- ar. En hvað sem könnunum líður væri lítandi á fáeinar bækur út frá spurningu fyrirsagnar þessarar greinar. Þeir sem þetta lesa eru eða hafa allir verið unglingar og muna að unglingar eru með ýmsu móti, rétt eins og annað fólk, en þetta er undarlegt æviskeið þegar fólk finnur skarpt fyrir tilverunni en eðli hlutanna er hverfult, einkum eðli manns sjálfs. Er þá ekki best fyrir ungl- inga að þeim sé komið í kynni við alls- kyns bókmenntir, Ijóð, leikrit og sögur, svo þeir geti valið það sem þeim hentar hverju sinni? Fyrst unglingareru að verða fullorðnir þurfa þeir bækur full- orðinna. Og því ætti að taka með jafn- aðargeði þótt unglingar gleypi í sig rusl, þeir geta ekki vaxið upp úr því öðru vísi. Þeir eru að læra hlutverk og það er af djúpri þörf sem þeir leggjast í bækur höfunda eins og Hammond Innes og Alistair McLean. Þeir þurfa að átta sig á karlmennskudýrkuninni sem gegnsýrir samfélagið. Framhjá henni komast þeir ekki, en það má hjálpa þeim við að yfirstíga hana með rökræðum um svona bækurog kvikmyndir, hversé meiningin með þeim, af hverju aðal- persónan sé höfð svona o.s.fn/. Sjálf- ÞJÓÐLÍF 67

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.