Þjóðlíf - 01.05.1986, Síða 58
f Kröfluskýrslu iðnaðarráðherra, Gunnars Thoroddsen, til Alþingis
1978 segirsvo:
„Á því er vart lengur neinn vafi að jarðgufan á háhitasvæðum
landsins getur í framtíðinni orðið einn mikilvægasti orkugjafi okkar.
Fram að þessu höfum við ekki hafist handa við nýtingu þessarar orku
í nokkrum mæli. Þetta er nýtt svið og það virðist miklu vandasamara
tæknilega að beisla orku háhitasvæðanna en lághitans, þarsem við
höfum öðlastmjög góða reynslu með hitaveitum víða um land. Það
gefur þvíauga leið að við fyrstu meiriháttar framkvæmdina á háhita-
svæði rækjust menn á ýmislegt, sem ekki var auðvelt að sjá fyrir. I
fréttabréfi Verkfræðingafélags Islands ernýlega vikið að þessu. Þar
er bent á að virkjunin við Kröflu sé öðrum þræði tilraun í marktækri
stærð, sem nauðsynleg sé til öflunar þeirrar þekkingar, er forsenda
sé fyrirnýtingu orku háhitasvæðanna. Hluta kostnaðar Kröfluvirkjun-
ar ætti í raun að afskrifa strax sem kostnað við öflun þekkingar, er
nýtast mun við aðrar framkvæmdirá háhitasvæðunum. “
Ef til vill er nokkuð til í þessu. Þó er Ijóst, að Kröfluævintýrið varð
miklu fremur lexía í pólitískum mistökum en í bor- og virkjunartækni,
þótt Kröflusvæðið sé líklega að mörgu leyti einstætt meðal virkjan-
legra háhitasvæða landsins. Annars vegar reyndist uppbygging jarð-
hitakerfisins vera önnur og flóknari en menn höfðu séð fyrir - og við
því hefði verið séð ef nægar undirbúningsrannsóknir hefðu verið
gerðar - og hins vegar voru virkjunarmenn svo dæmalaust óheppnir
að fá Kröfluelda ofan í framkvæmdirnar. En jafnvel eldarnir voru ekki
alveg ófyrirsjáanlegir, a.m.k. eftir á að hyggja, því snemma á árinu
1975 kom fram í aukinni jarðskjálftavirkni við Kröflu vísbending um
að „eitthvað óvenjulegt" væri á seyði.
Mannvirkin við Kröflu 1977. (L|óimynd: Oddur Sigurðsson)
Haustið 1973 og vorið 1974 höfðu verið settir upp þrír smáskjálfta-
mælar á Norðausturlandi; á Skinnastað í Axarfirði, Grímsstöðum á
Fjöllum og á Húsavík. Var það hluti af neti skjálftamæla sem Raun-
vísindastofnun Háskólans var þá að koma upp um landið. (júlí 1975
var bætt við mæli í Reynihlíð vegna þess að menn höfðu grun um
óvenjulegan óróa á Kröflusvæðinu, og þegar leið á árið 1975 varð
Ijóst að skjálftavirkni var í reynd óvenju mikil á svæðinu. Var þá bætt
við tveimur smáskjálftamælum í viðbót, öðrum við vinnubúðirnar í
Kröflu og hinum í Gæsadal. Mælarnir voru settir í gang í október og
nóvember 1975, en óróinn náði hámarki 2o. desember, er eldgos
varð við Leirhnjúk. Var það upphaf Kröfluelda, sem stóðu til sept-
ember 1984 eða í níu ár.
Mývatnseldar 1724-1729 stóðu í hálft sjötta ár. Fjórir jarðfræðingar
á Raunvlsindastofnun Háskólans bentu iðnaðarráðherra þegar í
janúar 1976 á það með bréfi, að í Ijósi sögunnar mætti allt eins vænta
þess að eldarnir yrðu langvinnir, búast mætti við framhaldi eldsum-
brota á gossprungunni sem liggur suður í Bjarnarflag, og að þeir
teldu óráðlegt að halda áfram framkvæmdum meðan hrinan stæði
yfir.
Þegar hér var komið sögu voru framkvæmdir við Kröflu í fullum
gangi, því Kröflunefnd hafði ákveðið, gegn ráðum jarðvísindamanna,
að reisa virkjunina jafnframt því sem borað var eftir gufu. Þegar
eldsumbrotin hófust benti Orkustofnun enn á, að nú væri öflun gufu,
sem þó væri forsenda virkjunar, í enn meiri tvísýnu en fyrr. Jafnframt
hóf stofnunin umfangsmikla rannsóknarstarfsemi og eftirlit með
Kröflu, (samvinnu við Raunvísindastofnun Háskólans, Norrænu eld-
fjallastöðina og Veðurstofu (slands.
58 ÞJÓÐLlF
Áætlun um rannsókn háhitasvæða
Fram til 1974 hafði um rannsókn háhitasvæða landsins verið fylgt
áætlun, sem Sveinbjörn Björnsson samdi og út kom í skýrslu Orku-
stofnunar 1969. Þar er lagt til að virkjunarrannsókn hvers svæðis
skiptist í þrjá kafla, frumrannsókn, djúprannsókn og vinnsluboranir
ásamt vinnsluathugunum.
I frumrannsókn er beitt öllum tiltækum aðferðum jarðfræði, jarð-
eðlisfræði og jarðefnafræði til að velja álitlega virkjunarstaði innan
háhitasvæðisins. Eftir að virkjunarstaður er valinn hefst djúprann-
sókn hans með rannsóknarborunum. Markmið hennar er að sann-
reyna ályktanir, sem dregnar voru af óbeinum athugunum í frumranr
sókn, og skera úr um virkjunarhæfni staðarins, m.a. um vatnsleiðni
bergsins og legu vatnsæða, hita og efni í djúpvatni. Þegar djúprann-
sókn hefur leitt líkur að vinnslugetu svæðis og rekstraröryggi, er unn
að hefja þar vinnsluboranirog vinnsluathuganir. f hönnun vinnslu-
hola er þá byggt á niðurstöðum djúprannsóknar um gerð bergs og
nauðsynlega dýpt fóðringar, og fjöldi og dýpt vinnsluhola eru áætluð
samkvæmt reynslu við rannsóknarboranir á svæðinu. Ef áætluð
vinnsla er talin ganga nærri getu svæðisins, er ráðlegt að skipta
vinnsluborunum í áfanga og reyna svæðið með vinnsluathugunum
nokkurn tíma, áður en lagt er í fulla vinnslu. Á þessum tíma gefst
einnig tækifæri til að reyna ýmsan útbúnað og gera athugun á
tæringu og útfellingum í tækjum. Þegar sýnt þykir, að svæðið standi
undir áætlaðri vinnslu, er fyrst talið, að virkjunarstaður sé tilbúinn til
virkjunar og ráðlegt að hefja mannvirkjagerð í því skyni.
Kostnaðarhlutföll hinna þriggja áfanga telur skýrslan vera þau, að
frumrannsókn kosti um fimmtung af djúprannsókn, og djúprannsókn
um fimmtung af vinnsluborunum, en fullnaðarrannsókn taki allt að sj'
ár, frumrannsókn eitt til þrjú ár, djúprannsókn eitt til tvö ár og
vinnsluboranir eitt til tvö ár. Er síðan lagt til að af 17 þekktum
háhitasvæðum landsins (nú eru þau talin tæplega 30!) verði ellefu
rannsökuð skv. þessari áætlun með virkjun fyrir augum, en sex
svæði teljast óhagkvæm vegna legu sinnar.
í samræmi við áætlun þessa fóru fram umfangsmiklar jarðfræði-
rannsóknir í Námafjalli og Kröflu sumarið 1970, drög voru gerð að
jarðfræðikorti, viðnáms- og segulmælingar voru gerðar, bergsýni
efnagreind og sýni af hveragufu. Gáfu síðarnefndu mælingarnar til
kynna að þar sem heitast væri, sunnan Vítis og í Hveragili, mætti
vænta 245-285°C á 600-1200 m dýpi. Segul- og viðnámsmælingar
sýndu frávik í Námafjalli annars vegar og i Kröflu hins vegar og
sýndu, að Kröflusvæðið væri miklu umfangsmeira en hitt. Viðnáms-
mælingunum var fylgt eftir næsta sumar og viðnámskort teiknað að
því loknu. Síðan lágu Kröflurannsóknir niðri að mestu um tveggja ára
skeið.
Þegar hér var komið var Ijóst, að Kröflu- og Námafjallssvæðin eru
hluti af einni megineldstöð, og að Kröflusvæðið liggur innan í öskju
sem myndast hefur á ísöld um miðbik sveimsins. Gossaga svæðisir11
síðustu 10.000 árin hafði verið rakin með öskulagarannsóknum: upP
hafa komið 2-2,5 km3 af hrauni á Kröflusvæðinu, að meira en
helmingi til í þremur stórum gosum fyrir u.þ.b. 9000 árum, 2000 árur11
og í Mývatnseldum. Svæðið í Námafjalli var allvel þekkt: gufuaflsvirW
un vegna kísilgúrverksmiðjunnar við Mývatn vartekin (notkun árið
1969 eftir að rannsóknir og rannsóknarboranir höfðu farið fram síða11
í byrjun sjöunda áratugarins. Rannsóknirnar, sem gerðar voru á
svæðinu sumarið 1970, sýndu góða samkvæmni ályktana, sem
draga mátti af yfirborðsmælingum - efnagreiningum og viðnámsm#1
ingum - og raunverulegu ástandi jarðhitakerfisins í Námafjalli eins oQ
það var þekkt af jarðborunum og nýtingu borholanna. Enda var ekki
annað sýnt en að Kröflusvæðið væri þeim mun heppilegra til virkjuh'
ar, ef til kæmi, sem það var stærra en Námafjallssvæðið. (framhald'
af þessu komu út tvær skýrslur á árunum 1972 og 1973 þar sem
gerðar voru frumáætlanir um jarðgufuvirkjun í Námafjalli eða Kröflu-
Rokið í virkjun
Eins og kunnugt er olli Laxárdeilan því, að Alþingi ákvað í apríl
1974 að láta reisa gufuvirkjun í Námafjalli eða Kröflu. (júní sama &
skipaði þáverandi iðnaðarráðherra, Magnús Kjartansson, svonefnu
Kröflunefnd „til að undirbúa jarðgufuvirkjun við Kröflu eða Námap'
S-Þingeyjarsýslu ísamræmi við lög nr. 21, 10. apríl 1974“, og skyld'
/