Þjóðlíf - 01.05.1986, Blaðsíða 75

Þjóðlíf - 01.05.1986, Blaðsíða 75
 Kosningin í löju kkanna f yfingunni a&hrynja? Guömundur P Jónsson, formaö- ur löju, kom inn meö Bjarna Jakobssyni sem varaformaður Bjarni Jakobsson varð for- maður Iðju árið 1976, eins og áður sagði. Hann bauð þá fram lista, ásamt Guðmundi Þ Jónssyni, núverandi formanni félags- ins, gegn formanninum Runólfi Pét- urssyni, er gegnt hafði formannsstöðu frá árinu 1970. Saga formannskjara í Iðju er fróðleg fýrir þá sem vilja velta fyrir sér valdahlutföllum stjórnmálaafla í verkalýðsfélögum. Björn Bjarnason, er var bæjarfulltrúi fyrir Kommúnistaflokk- inn 1934 fram til 1954, var formaður Iðju 1942-47 og aftur 1950-57. Árið 1957 buðu Sjálfstæðismenn og Kratar fram lista í Iðju og Trésmiðafélagi Reykjavíkur - og unnu bæði félögin. Formaður í Iðju varð Guðjón Sigurðs- son, er var Sjálfstæðismaður. Um þessar kosningar segir Hannes Hólm- steinn Gissurarson svo í bók sinni Stétt með stétt (bls 39): Samhyggjumenn hafa sjaldan orðið fyrirjafnmiklu áfaiiií verkalýðsbarátt- unni og á þessum sunnudegi. Segja má, að öllu liði Sjálfstæðismanna hafi verið boðið út til baráttunnar, skrár um félagsmenn voru útvegaðar, haft var samband við væntanlega kjósendur framboðslista lýðræðissinna og þeim jafnvel ekið á kosningastað. Unnið var á a.m.k. þremur stöðum iborginni, í trésmiðjunni Byggi vegna Trésmiðafé- lagskosninganna, á skrifstofu Verslun- armannafélags Reykjavíkur í Vonar- stræti vegna Iðjukosninganna og á skrifstofu Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík. Hér kemur feimnislaust fram, að flokksveldi Sjálfstæðisflokksins hafi verið beitt í kosningunni 1957. Öðru máli gegnir hins vegar um kosninguna 1986, en meir um það síðar. Guðjón Sigurðsson var formaður Iðju til ársins 1970 en þá tók Runólfur Pét- ursson við formennskunni, en hann var um skeið varaborgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins. Árið 1976 var boðinn fram listi gegn Runólfi og fóru þar fremstir Bjarni Jakobsson og Guðmundur Þ Jónsson. Bjarni var og er sjálfstæðis- maður en Guðmundur alþýðubanda- lagsmaður. Ástæðan fyrir mótframboð- inu var svipuð og nú á árinu 1986: fyrst og fremst óánægja með dugleysi for- mannsins og deyfð í félagsstarfinu. Vopnahlé ríkti í tíu ár. Lengra vopna- hlé hefur ríkt í öðrum verkalýðsfé- lögum. Kannski má segja, að þetta vopnahlé hafi verið fulllangt, því svo virtist sem þátttakendur vissu ekki hverjar leikreglurnar ættu að vera. Hvorugur aðilinn var viss um hver tengsl stjórnmálaflokka og verkalýðs- hreyfingar væru nú á dögum þegar kosningar áttu í hlut. Bjarni Jakobsson brá á það ráð að leita stuðnings Sjálf- stæðisflokksins - og flokkurinn brást við með því að reyna að endurvekja gömlu leikreglurnar: Fulltrúaráð flokks- ÞJÓÐLÍF75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.