Þjóðlíf - 01.05.1986, Side 75

Þjóðlíf - 01.05.1986, Side 75
 Kosningin í löju kkanna f yfingunni a&hrynja? Guömundur P Jónsson, formaö- ur löju, kom inn meö Bjarna Jakobssyni sem varaformaður Bjarni Jakobsson varð for- maður Iðju árið 1976, eins og áður sagði. Hann bauð þá fram lista, ásamt Guðmundi Þ Jónssyni, núverandi formanni félags- ins, gegn formanninum Runólfi Pét- urssyni, er gegnt hafði formannsstöðu frá árinu 1970. Saga formannskjara í Iðju er fróðleg fýrir þá sem vilja velta fyrir sér valdahlutföllum stjórnmálaafla í verkalýðsfélögum. Björn Bjarnason, er var bæjarfulltrúi fyrir Kommúnistaflokk- inn 1934 fram til 1954, var formaður Iðju 1942-47 og aftur 1950-57. Árið 1957 buðu Sjálfstæðismenn og Kratar fram lista í Iðju og Trésmiðafélagi Reykjavíkur - og unnu bæði félögin. Formaður í Iðju varð Guðjón Sigurðs- son, er var Sjálfstæðismaður. Um þessar kosningar segir Hannes Hólm- steinn Gissurarson svo í bók sinni Stétt með stétt (bls 39): Samhyggjumenn hafa sjaldan orðið fyrirjafnmiklu áfaiiií verkalýðsbarátt- unni og á þessum sunnudegi. Segja má, að öllu liði Sjálfstæðismanna hafi verið boðið út til baráttunnar, skrár um félagsmenn voru útvegaðar, haft var samband við væntanlega kjósendur framboðslista lýðræðissinna og þeim jafnvel ekið á kosningastað. Unnið var á a.m.k. þremur stöðum iborginni, í trésmiðjunni Byggi vegna Trésmiðafé- lagskosninganna, á skrifstofu Verslun- armannafélags Reykjavíkur í Vonar- stræti vegna Iðjukosninganna og á skrifstofu Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík. Hér kemur feimnislaust fram, að flokksveldi Sjálfstæðisflokksins hafi verið beitt í kosningunni 1957. Öðru máli gegnir hins vegar um kosninguna 1986, en meir um það síðar. Guðjón Sigurðsson var formaður Iðju til ársins 1970 en þá tók Runólfur Pét- ursson við formennskunni, en hann var um skeið varaborgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins. Árið 1976 var boðinn fram listi gegn Runólfi og fóru þar fremstir Bjarni Jakobsson og Guðmundur Þ Jónsson. Bjarni var og er sjálfstæðis- maður en Guðmundur alþýðubanda- lagsmaður. Ástæðan fyrir mótframboð- inu var svipuð og nú á árinu 1986: fyrst og fremst óánægja með dugleysi for- mannsins og deyfð í félagsstarfinu. Vopnahlé ríkti í tíu ár. Lengra vopna- hlé hefur ríkt í öðrum verkalýðsfé- lögum. Kannski má segja, að þetta vopnahlé hafi verið fulllangt, því svo virtist sem þátttakendur vissu ekki hverjar leikreglurnar ættu að vera. Hvorugur aðilinn var viss um hver tengsl stjórnmálaflokka og verkalýðs- hreyfingar væru nú á dögum þegar kosningar áttu í hlut. Bjarni Jakobsson brá á það ráð að leita stuðnings Sjálf- stæðisflokksins - og flokkurinn brást við með því að reyna að endurvekja gömlu leikreglurnar: Fulltrúaráð flokks- ÞJÓÐLÍF75

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.