Þjóðlíf - 01.05.1986, Blaðsíða 77

Þjóðlíf - 01.05.1986, Blaðsíða 77
Saumakonur eru stór hluti fé- lagsmanna i Iðju - og sá virk- asti. Listi Bjarna Jakobssonar naut ekki vinsælda meðal þeirra stöðunum eru einmitt saumastofur. Og það var öðru fremur frá saumastofun- um sem úrslitin í kosningunni réðust. Bjarni Jakobsson skilaði inn lista sín- um á síðasta degi. Mörgum kom á óvart hvað listi hans var veikur, en að meirihluta til var á honum fólk sem sjaldan eða aldrei hafði mætt á fundi í félaginu og enginn þekkti nein deili á. Sú saga gengur í félaginu, að ein kona hafi komið á listann fyrir tilstilli Þor- steins Pálssonar, formanns Sjálfstæð- isflokksins, og einn maður fyrir tilstilli yfirmanns síns. Erfitt er að sanna þetta, en með það í huga að flokkurinn tók þátt í baráttu Bjarna af heilum hug er þessi saga ekki ósennilegri en margar aðrar. Fólkið á listanum, sem Bjarni Ja- kobsson bar fram, hittist aldrei áður en listinn var kunngerður. Hann mun hafa hist einu sinni eða tvisvar, en þetta var ákaflega ósamstæður hópur, sem lítt virtist vita hvað hann var að gera. Til marks um þetta er fundur sem haldinn var daginn fyrir kosninguna um kjara- og félagsmál. Guðmundur Þ. Jónsson reið á vaðið með að ræða kosninguna, sem framundan var. Margir komu í pontu og lýstu yfir stuðningi við A-list- ann, lista stjórnarfélagsins. Enginn lýsti hins vegar yfir stuðningi við lista Bjarna Jakobssonar, að Bjarna und- . anskildum. Nokkrir af lista hans voru þó mættir á fundinn, en enginn þeirra tók til máls. Fundurinn þróaðist því skjótt upp í það að verða ein allsherjar leiksýning fyrir A-listann. Sú spurning vaknar hvers vegna Bjarni og félagar hans reyndu ekki meira til að vekja upp stuðning við Bjarna í félaginu með því m.a. að bjóða fram fólk sem var tilbúið til að berjast fyrir lista hans. Skýring eins Iðjumanns er þessi: „Flokkurinn átti að vinna kosn- inguna fyrir Bjarna, það er eina skýring- in. Bjarni gerði sér góða von um að vinna þessa kosningu - og það gerði Sjálfstæðisflokkurinn líka, svo slitinn var hann úrtengslum við veruleikann. En engin önnur skynsamleg skýring er áþessu.“ Þáttur Morgunblaðs- ins og Sjálfstæðis- flokksins Báðir aðilar héldu vinnustaðafundi fyrirkosninguna. Bjarni og Ragnar Breiðfjörð fóru saman á vinnustaði og tókst að ná upp nokkurri stemningu á ákveðnum vinnustöðum, svo sem í Hampiðjunni, Plastprenti og Álafossi. Guðmundur Þ Jónsson og Hildur Kjart- ansdóttirfóru einnig á vinnustaði. Báðir aðilar gáfu út kosningablöð. Blað lista stjórnar og trúnaðarmannaráðs var ein- blöðungur, svart/hvíturog heldurfá- tæklegur, enda hafði listinn ekki digra sjóði eða fjársterka aðila á bak við sig. Blað Bjarna Jakobssonar var heldur veglegra. Það var vandaður fjórblöð- ungur og kostaði greinilega drjúgan skilding. Blaði Bjarna var ekið út af snyrtilegum ungum mönnum, sem ber- sýnilega voru ekki félagsmenn í Iðju. Hvaðan voru þeir, þessi snyrtilegu menn? ÚrSUS? Miklar hringingar fóru í gang fyrir kosninguna og báða kjördagana. Þar var á ferðinni fólk, sem hringdi í félags- menn Iðju til að minna á kosninguna - og lista Bjarna Jakobssonar. Meðal þeirra sem hringdu fyrir Bjarna var Guðjón Sigurðsson , fyrrverandi for- maður Iðju. Guðmundur Þ Jónsson og stuðningsmenn hans hringdu ekkert - fyrr en síðari dag kosninganna en þá skipulagslaust. Stuðningsmenn Bjarna Jakobssonar báðu um kjörskrá Iðju - í tölvutæku formi - sem þeirfengu ekki. Getgátur vöknuðu um að nú ætti að keyra skrána saman við flokksskrá Sjálfstæðisflokksins. Kunnugir segja, að Bjarni Jakobsson hafi ekki leitað stuðnings hjá sínum flokki fyrr en um áramótin síðustu og þá hafi hann farið til formanns flokksins. Hilmar Guðlaugsson, framkvæmda- stjóri verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokks- ins, og fleiri áhrifamenn innan flokksins beittu sér t.d. ekki fyrir Bjarna fyrr en Ijóst var að til kosninga kæmi. Annað hvort hefur Bjarni sagt þeim að allt væri í lagi og hann þyrfti ekki á flokknum að halda - eða Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur týnt niður gömlu verklagi á sviði verkalýðsmála eins og aðrir flokkar, enda ekki verið kosið lengi. Sagt er að Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, hafi ásamt öðrum þing- mönnum og ráðamönnum flokksins, beitt sér í kosningunni, m.a. með því að tala við „sína“ menn í stjórn og trúnað- armannaráði. „Þeirra" menn voru hins vegar flestir á því að Bjarni væri von- laus og skipta þyrfti um formann. Skila- boðin komust hins vegar ekki nægilega skýrt á framfæri til flokksforystunnar, því hún ákvað að styðja Bjarna með ráðum og dáð. Þáttur Morgunblaðsins var allnokkur í sambandi við kosninguna. Blaðið birti viðtal við Bjarna Jakobsson þegar hann hafði lagt fram lista sinn. Hildur Kjartansdóttir bað um viðtal sem henni var neitað um, en fékk að leggja inn grein sem birt var. Nokkrir stuðnings- menn Bjarna skrifuðu í Morgunblaðið. Listi Bjarna var kynntur með myndum. Eitthvað mun þetta samt hafa farið fyrir brjóstið á Morgunblaðsmönnum, því tvívegis var tekið fram þegar listakynn- ing Bjarna fór fram að þetta væri frétta- tilkynning. Þessi tilkynning birtist hins vegarekki í öðrum blöðum. En blaðið gerði heldur ekkert annað fyrir Bjarna Jakobsson. Skynjuðu ritstjórar Morgun- blaðsins e.t.v. það sem forystumenn Sjálfstæðisflokksins skynjuðu ekki - að kosningin snerist ekki um pólitík heldur persónu Bjarna Jakobssonar sem flestir töldu hafa setið of lengi? Gamall Iðjufélagi kom fyrri kosninga- daginn á skrifstofu Iðju með plögg sem sett höfðu verið í póstkassa hans. Plöggin innihéldu Ijósrit úr blaði með lista Bjarna Jakobssonar og einnig var þar tölvukeyrð kjörskrá Iðjufélaga þar sem fólki var raðað eftir póstnúmerum. Kjörskráin varekki frá Iðju komin, því Bjarna hafði verið neitað um tölvutæka kjörskrá. Búið var að krossa við ákveðnar götur í Þingholtunum, en Iðju- félaginn bjó einmitt í þeim bæjarhluta. Sennilega hefur alnafni hans átt að fá þessi plögg en fyrir misskilning hafa þau ekki ratað rétta boðleið. Greinilegt var, að Bjarni og stuðningsmenn hans áttu einhvers staðar sterkan hauk í horni. Afrakstur Sjálfstæð- isflokksins Greinilegt var á öllu að á bak við Bjarna Jakobsson stóð ekki sundrað stuðningsmannalið, heldur flokksmask- ína í öllu sínu veldi. Flokksmaskína Sjálfstæðisflokksins. Bjarni leitaði einn- ig til verkalýðsráðs Alþýðuflokksins með stuðning, en á lista hans var að finna fimm alþýðuflokksmenn, að hans eigin sögn. Verkalýðsráð flokksins fundaði um málið en tók ekki formlega afstöðu til þess. Bjarni mun þó hafa átt stuðningsmenn í ráðinu. A-listinn, listi stjórnar Iðju, leitaði hins vegar hvergi stuðnings. Framboðið var ekki flokks- pólitískt - og því var ekkert að leita. Þá telja aðilar innan Iðju sig hafa rök- studda vitneskju um, að áhrifamenn innan raða atvinnurekenda hafi stutt Bjarna og beitt sér í kosningunni. Blíðskaparverður var báða kjördag- ana og því urðu margir Iðjufélagar til þess að leggja leið sína á kjörstað. Um 3.300 manns greiddu félagsgjöld til Iðju ÞJÓÐLÍF77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.