Þjóðlíf - 01.05.1986, Síða 83

Þjóðlíf - 01.05.1986, Síða 83
GRETA GARBO hefur ekki leikið í kvikmynd síðan árið 1941, en samf eru til gagnrýnendur sem kalla hana mestu kvikmynda- stjörnu heimsins. Greta Garbo var þrisvar sinnum tilnefnd sem besta leikkonan, en það var fyrir leik í mynd- unum Anna Christie árið 1930, Camille árið 1937 og Ninotchka. Óskarsverð- laun hlaut hún hins vegar ekki fyrr en árið 1954 og þá heiðursverðlaun fyrir ógleymanlegan leik, eins og það var orðað. Og leikur hennar þykir ógleym- anlegur enn þann dag í dag. Meðal þeirra mynda sem Garbo lék í og þykja enn í háum gæðaflokki má nefna Anna Christie, sem áður var nefnd, en þar lék Garbo unga, sænska gleðikonu sem reynir að snúa til betri vegar. Einnig má nefna Anna Karenina frá árinu 1936, en þá mynd gerði Selznick eftir sögu Leo Tolstoy um keisaraynjuna rússnesku. Best þykir þó Ninotchka en þar fór Garbo með gam- anhlutverk. hefur verið útnefndur til Óskarsverð- launa oftar en nokkur þeirra leikara, sem skaut upp á stjörnuhimininn á síð- ari hluta sjötta áratugarins. Hann hefur hlotið fimm útnefningar - en aldrei far- ið heim með bikarinn. Einn bikar prýðir þó heimili hans, en kona hans Joanne Woodward hlaut hann sem besta leikkonan árið 1957 (hún hefur verið útnefnd tvisvar að auki, í síðara skiptið fyrir leik sinn í mynd, er Newman leikstýrði árið 1968, Rachel, Rachel). Þegar Newman var yngri að árum töldu margir að hann hlyti ekki verðlaun vegna útlitsins, þ.e. hann þætti allt of myndarlegur. Aðrirsögðu, að hann væri bara að stæla Marlon Brando í leik sínum og ætti engin verðlaun skilið. Hann léki alltaf sama hlutverkið, þótt myndirnar væru ólíkar. Því má bæta við, að þetta sama var sagt um Clark Gable, Spencer Tracy og John Wayne, en þeir hlutu allir bikar samt. Listinn yfir þær myndir, sem Paul Newman hlaut útnefningu fyrir, er mjög áhugaverður: 1958 Cat on a Hot Tin Roof (David Niven vánn fyrir Separate Tables), 1961 The Hustter (Maximilian Schell vann fyrir Judgment at Nurem- herg), 1963 Hud (þá vann Sidney Poiti- er fyrir Lilies ofthe Field), 1967 Cool Hand Luke (Rod Steiger vann fyrir In >he Heat of the Night) og árið 1981 var Newman útnefndur fyrir leik sinn í myndinni Abscence ofMalice (Henry Fonda vann fyrir leik sinn í On Golden Pond). Myndin Huder dæmigerð fyrir leik Newmans sem kynþokkafullur, tæki- færissinnaðureinfari - og kaldhæðnis- legt er að Newman skyldi ekki fá verð- laun þá, en hins vegarfengu leikkonan Patricia Neal og leikarinn Melwyn Douglas bæði Óskarsverðlaun fyrir þá mynd. í myndinni Abscence ofMalice leikur Newman heldur rólegri mann- gerð, sem lætur sér annt um umhverfi sitt, en er enn róttækur í hjarta sínu. ÞJÓÐLlF 83
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.