Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.06.2014, Qupperneq 10

Fréttatíminn - 27.06.2014, Qupperneq 10
V ið ætlum að feta í fót-spor BBC og búa til sérfræðingalista, þjálfa ákveðinn hóp kvenna sem er sérfróður um ákveðin mál- efni til að koma í fjölmiðlaviðtöl,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnu- lífinu, FKA. Þessi fjölmiðlaþjálfun sérfróðra kvenna úr atvinnulíf- inu er liður í fjögurra ára átaks- verkefni FKA um að auka ásýnd kvenna í fjölmiðlum. Samkvæmt tölum sem Creditinfo tók saman fyrir félagið í lok síðasta árs kom í ljós að verulega hallar á konur sem viðmælendur í ljósvakaþáttum og -fréttum, þær eru þar 30% á móti 70% karlkyns viðmælenda. Þjálfa konur fyrir framkomu í fjölmiðlum FKA skipaði verkefnahóp fjöl- miðlaátaksins árslok 2013 en markmiðið er að koma konum í íslensku atvinnulífi frekar á fram- færi í fjölmiðlum og aðstoða þær eftir fremsta megni. „Ég vil meina að það sé mýta að konur vilji ekki fara í viðtöl, og þetta heyri ég líka frá fjölmiðlafólki. Kannski var það staðreynt fyrir einhverjum áratugum að konur vildu ekki fara í viðtöl en það er ekki þannig nú,“ segir Þórdís Lóa. FKA fékk Ingi- björgu Þórðardóttur, einn ritstjóra fréttaveitu BBC á Bretlandi, til Ís- lands í apríl þar sem hún fundaði bæði með félagskonum og einnig sérstaklega með íslenskum fjöl- miðlakonum. „Ein þeirra leiða sem BBC hefur farið til að fjölga kon- um í hópi viðmælenda er að útbúa sérstakan lista sérfræðinga,“ segir Þórdís Lóa. Þegar er aðgengilegt gagnasafn á vef FKA.is þar sem finna má upplýsingar um 300 konur úr íslensku viðskiptalífi og þeirra sérsvið, konur sem beinlínis www.siggaogtimo.is Demantshringur 1.36ct Verð kr 1.275.000.- Við þurfum að geta borið saman epli og epli en því miður hefur það reynst erfitt. Mýta að konur vilji ekki fara í viðtöl Þjálfun kvenna í atvinnulífinu til að koma fram í fjölmiðlum er hluti af átaksverkefni FKA til að auka ásýnd kvenna í fjöl- miðlum. Þá er á vef félagsins listi yfir um 300 konur á ýmsum sérsviðum atvinnulífs- ins sem eru tilbúnar í viðtöl. Síðasta átaksverkefni FKA var að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja en áður en því verkefni lauk tók Alþingi af skarið með lagasetningu um kynjakvóta. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa í stærri fyrirtækjum. lýsa því yfir að þær séu tilbúnar í fjölmiðlaviðtöl. „Þessi listi er kominn upp en við erum enn að vinna í því að gera hann aðgengi- legri og flokka hann betur,“ segir hún. Verkefnahópur FKA stefnir að því að byrja á að þjálfa um 20-30 konur fyrir framkomu í fjölmiðlum og vinna svo áfram með hópinn. „Þær konur sem hafa áhuga á að fá þjálfun og læra hvað þarf að hafa í huga þegar farið er í viðtal. Við viljum undirbúa konur betur fyrir þetta en við viljum líka vinna með fjölmiðlum og veltum því upp hvort sú aðferðafræði við að finna viðmælendur þurfi alltaf að vera eins.“ Ósambærilegar tölur Samvinna verkefnahóps FKA með fjölmiðlum hófst í árslok í fyrra þegar hópurinn boðaði til fundar með ritstjór- um og vaktstjórum helstu fjömiðla. „Við áttum afskaplega góðan fund og leggjum áherslu á að samvinna er hér lykilatriði,“ segir Þórdís Lóa. Hún bendir á að aðferðafræði við að finna hlutfall kvenna og karla sem viðmælenda í fjölmiðlum sé gjarnan mismunandi eftir rannsóknum og þeim sem rannsóknirnar gera, og því leggur FKA einnig áherslu á samstarf við háskólana og aðra sem gera áreiðan- legar rannsóknir að halda utan um þær þannig að hægt sé að bera niðurstöð- urnar saman. „Við þurfum að geta borið saman epli og epli en því miður hefur það reynst erfitt.“ FKA hefur einnig sett sig í samband við opinberu stjórnsýslu- nefndina, Fjölmiðlanefnd, sem hefur eftirlit með starfsemi fjölmiðla. „Fjöl- miðlar eiga að skila þeirri nefnd inn ákveðnum gögnum árlega en þær tölur eru líka ósambærilegar. Við þurfum að hafa greiningar og gögn sem hægt er að bera saman.“ Gríðarleg viðhorfsbreyting Fjölmiðlaverkefni FKA stendur til ársins 2017 og tekur það í raun við af öðru fjögurra ára verkefni þar sem markmiðið var að fjölga konum í stjórn- um fyrirtækja. Árið 2009 hófst það verkefni sem FKA tók þátt í ásamt Við- skiptaráði, Samtökum atvinnulífsins og Creditinfo. „Í raun snerist það um að auka fjölbreytni í stjórnun fyrirtækja og þar er kyn stór breyta,“ segir Þórdís Lóa. Markmiðið var að hlutfall hvors kyns í stjórnum væri ekki undir 40% í lok árs 2013. Það reyndi þó ekki á það samkomulag að fullu því Alþingi tók af skarið og 1. september síðastliðinn tóku gildi lög um kynjakvóta í stjórnum, og samkvæmt þeim skal hlutfall hvors kyns ekki vera lægra en 40% þegar fleiri en 3 eru í stjórn, en ef stjórnin er þriggja manna skulu bæði kyn eiga þar fulltrúa. Lögin ná til hluta- og einkafé- laga með 50 eða fleiri starfsmönnum. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni voru konur ríflega 30% stjórnarmanna í fyrirtækjum með 50 starfsmenn eða fleiri í árslok 2013, en til samanburðar var hlutfallið 15% árið 2008. Stærsti hluti fyrirtækja á Íslandi, eða um 98%, er hins vegar með færri en 50 starfs- menn, þar af fjöldi einyrkja, og hafa litlar breytingar átt sér stað hjá þeim fyrirtækjum. „En fyrst og fremst höfum við fundið fyrir gríðarlegri viðhorfs- breytingu og það er það sem þetta snýst um. Hægt og rólega breytast viðhorfin. Auk þess hefur sýnt sig að fyrirtæki sem ekki eru með einsleita stjórn heldur fjölbreytta taka almennt betri ákvarðanir fyrir fyrirtækin og þau skila meiri hagnaði.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Þórdís Lóa Þórhalls- dóttir, formaður FKA, á síðasta aðalfundi félagsins þegar hún tók við keflinu vegna fjölmiðlaverkefnisins. Félagið fagnar 15 ára starfsafmæli í ár. StjÓrnir fyrirtækja mEð 50 Eða fLEiri StarfSmEnn 2008 2013 85% karlar 15% konur 70% karlar 30% konur ViðmæLEndur fjöLmiðLa í LjÓSVakaÞáttum oG -fréttum 2009–2013 70% karlar 30% konur 10 fréttaviðtal Helgin 27.-29. júní 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.