Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.06.2014, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 27.06.2014, Blaðsíða 14
utilif. isGLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND tjaldaðu ekki til einnar nætur High Peak Como 37.990 / 44.990 KR. 4 og 6 manna traust fjölskyldutjald High Peak ancona 59.990 KR. 5 manna þægilegt fjölskyldutjald Frábært úrval af tjöldum í glæsibæ High Peak cave 26.990 KR. 2 manna þægilegt göngutjald The north face talus 3 64.990 KR. 3 manna létt og rúmgott göngutjald Á R N A S Y N IR L ogi Geirsson hefur ekki setið auðum höndum eftir að handboltaferlinum lauk. Hann kláraði BS í við- skiptafræði við Háskólann á Bifröst núna í vor og fékk hæstu einkunn fyrir lokaritgerðina sína, níu af tíu. „Ritgerðin er greining á alþjóða- væðingu samfélagsmiðla. Ég er sjálfur búinn að vera með samfélagsmiðil í smíðum í tvö ár. Ég ákvað að nota sömu aðferðarfræði sem er notuð í læknisfræði og markaðsfræði, það er að greina og kóða viðtöl við fólk sem hefur náð árangri í því sem það er að gera. Hverjir það eru sem komast alla leið með sín forrit og af hverju. Fyrir mér er reynsla fólks það mikilvægasta sem maður getur nýtt sér. Magnús Scheving sagði eitt sinn við mig: „Logi það er óþarfi að stíga í sömu polla og þeir sem hafa farið á undan manni.“ Út úr þessu komu allskonar myndir, alveg magnaðar niðurstöður og fyrir það fékk ég hæstu gefnu einkunn í skólanum, kannski af því að þetta var aðeins út fyrir boxið. Það kom bara nánast leiðbeiningabæklingur um það hvernig á að búa til samfélagsmiðil og hvaða hlutir þurfa að vera til staðar til þess að alþjóðavæðast á því sviði.“ Ritgerðin er lokuð í 5 ár og er það vegna þess að þeir sem Logi talaði við njóta nafnleyndar. Þetta er vegna þess að í ritgerðinni eru mikilvægar upp- lýsingar um fjármögnum og innra starf þessara miðla og er það greiði við þá sem veittu upplýsingar og heimildir að ritgerðin sé ekki opin. „Það spretta upp hundruð snjallforrita á hverjum degi og þetta er allt spurning um að vera bú- inn að vinna þetta til hins ýtrasta áður en miðillinn er opnaður. Ég skrifaði ritgerðina lokaða, en má alveg tala um hana, um niðurstöður og út á hvað hún gekk, en þetta var rosalegt verkefni.“ Stuðlað að bættri heilsu „Þetta snýst allt um kjarnanotandann, hann er aðalatriðið. Hann sér til þess að samfélagið verði til, og er besta markaðssetningin. Okkar hugmynd er snjallforrit sem stuðlar að betra lífi, hvað varðar heilsu, hreyfingu, nær- ingu og annað. Ef notandinn nýtur góðs af því að næsti maður fari að nota það líka, þá vex þetta mann af manni. Notandinn er aðalatriðið. Okkar snjall- forrit á að kenna fólki að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl og lifa heilbrigðu lífi, þekking í bland við afþreyingu.“ Það eru ótrúlega margir miðlar sem verða til, og flestir þeirra ná ekki því stökki að verða vinsælir. Hvernig mun hugmynd Loga lifa af? „Ég tók viðtöl við þá sem höfðu gert miðla sem hafa náð hylli og greindi þeirra vinnu og aðferðarfræði. Þetta eru niðurstöður sem eru mjög hag- nýtar öllum þeim sem ætla sér út í þennan bransa.“ Gríðarlegt sjokk að þurfa að hætta Logi hætti í handboltanum 2010 í kjöl- far slæmra meiðsla. Það var allt reynt og allar mögulegar rannsóknir og allir mögulegir uppskurðir reyndir. „Ég hef ekki tölu á því hvað ég hitti marga lækna, um allan heim. Ég reyndi allt, og þetta var gríðarlegt sjokk. Ég hef ekki getað horft á handbolta síðan, og hef í rauninni ekki ennþá komist yfir þetta, að gefa draum upp á bátinn sem maður var búinn að stefna að alla ævi. Svo ég tók allan þann metnað sem ég hafði í handboltanum og setti hann í námið. Ég hef aldrei talað neitt um þetta af ráði nema bara við mína nánustu, fólk heldur að maður fylgist með lands- liðinu og svoleiðis en ég hef ekki getað horft á það í nokkur ár.“ Er það vegna þess að þig langar að spila? „Já aðallega, mig langar mikið að vera bara inni á vellinum, en svona er þetta bara, annað hefur tekið við. En ég finn að þetta er allt að koma, maður kíkir kannski á einn landsleik með syninum eftir nokkur ár,“ segir Logi kíminn. „Það þekkja margir þessa sögu, maður var efnilegur og það gekk vel, umræður í fjölmiðlum um að maður hafi verið í fjárfestingum í Þýskalandi og allt að gerast. Svo er fótunum kippt undan manni og maður er sendur heim. Ég sá bara svart. En þá ákvað ég að setja þetta bara til hliðar og einbeita mér að öðru, sem var viðskiptafræðin.“ Fjárfestingar í Þýskalandi Eins og frægt er orðið var mikið skrifað um umsvif Loga erlendis árin 2011 og 2012. „Við vorum hópur sem var í fjárfestingum. Nokkrir íslenskir handboltamenn, en ég hef alltaf verið sá sem er nefndur og það er bara fínt að halda því þannig. Við fórum af stað og fjárfestum í íbúðum og ég var eig- andi 19 íbúða í Þýskalandi á tímabili. Svo meiðist maður og er leystur undan samningi svo maður þurfti að stokka ansi mikið upp. Öll plön fóru út um gluggann og það er búið að taka um 4 ár að vinda ofan af því. En það er Logi Geirsson er mörgum kunnur. Fyrrverandi atvinnumaður í hand- bolta í Þýskalandi, einn af silfurdrengjum íslenska landsliðsins á ólympíuleikunum í Peking 2008 og Hafnfirðingur í húð og hár. Logi hætti handboltaiðkun í kjölfar meiðsla árið 2011. Síðan hefur hann sinnt námi og fjölskyldu og lítið verið í sviðsljósinu. Þróar byltingarkennt snjallsímaforrit sem mikið reyndu að tala við mig og gríðarlega margir komplexar í gangi. Ég varð allt í einu feiminn, fékk bara nóg, eitthvað sem maður var ekki undirbúinn fyrir.“ Hvernig vinnur maður sig út úr þessu? „Mín leið var bara að halda áfram, það hefði verið auðvelt að detta í þunglyndi, búinn að fjárfesta fyrir 2,6 milljónir evra, meiddur og án samnings. En ég ákvað bara að fara aðra leið, tækla þetta. Greiða úr mínum málum og fara inn á algerlega nýtt svið. Núllstilla mig alveg. Ég vildi ekki lengur vera þessi athyglissjúki handboltamaður sem var með puttana í öllu. Vildi bara verða Logi í Hafnarfirðinum sem ætti bara venjulegt líf. Maður nærðist á athyglinni, en í dag er engin næring í þessu og ég vil helst ekki koma í nein viðtöl. Kannski er ég að brjóta ísinn í þessu viðtali með því að segja hvernig mér líður, og leið,“ segir Logi rólegur með kaffibollann. Ísland er land tækifæranna „Það var alltaf planið að reyna að komast út aftur þegar ég kom heim að spila með FH, en meiðslin voru bara ekki að lagast. Ísland er svo mikið land tæki- færanna, Það er hægt að gera allt ef mann langar til þess. Margir einstaklingar og fyrirtæki að gera frábæra hluti sem fá mann til þess að þora og trúa áð að allt sé hægt. Ég gæti keypt mér jakkaföt í dag og byrjað að selja fasteignir á morgun með ágætum árangri. Hér er ekkert nema dugnaður og vinnusemi og metnaður og hérna getur maður gert helling, ef maður vill það.“ Framtíðin er spennandi Næst á dagskrá er fjármögnunar- ferlið fyrir samfélagsmiðilinn sem Logi skrifar um í ritgerð sinni og hans hugarfóstri undanfarin ár. „Ég hef unnið að þessu með- fram náminu og notið aðstoðar frá algerum kanónum á sínum sviðum við hugmyndagerðina. Næsta mál á dagskrá er að finna fjármagnið, það er það sem við erum að fara að gera núna. Við ætlum að gefa okkur 2 ár í að finna það og innan þriggja ára að vera fluttir með þetta verkefni til útlanda. Við ætlum að elta stóra drauma. Fyrst ætla ég að klára masterinn í forystu og stjórnun við Bifröst. Það er bara mjög spennandi og ég er bjartsýnn um framtíðina. Það er létt yfir manni og gaman að vera til,“ segir Logi þar sem hann situr á kaffihúsi sem að sjálfsögðu er í Hafnarfirði. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is ekkert á mínum snærum í Þýskalandi í dag.“ „Maður var bara 26 ára og athyglissjúkasti íþróttamað- ur landsins, leiddist ekkert öll sú umfjöllun sem maður fékk. En þegar þetta gerðist þá lokaðist ég algerlega, gat ekki talað við fjölmiðla Logi Geirsson. „Maður var bara 26 ára og athyglissjúkasti íþróttamaður landsins, leiddist ekkert öll sú umfjöllun sem maður fékk. En þegar þetta gerðist þá lokaðist ég algerlega, gat ekki talað við fjölmiðla sem mikið reyndu að tala við mig og gríðarlega margir komplexar í gangi.“ 14 viðtal Helgin 27.-29. júní 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.