Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.06.2014, Síða 20

Fréttatíminn - 27.06.2014, Síða 20
3 m/s - raforkuframleiðsla hefst 15 m/s 28 m/s 34 m/s - raforkuframleiðsla stöðvastKjöraðstæður til raforkuvinnslu Það er allt í lagi að það blási svolítið Í Búrfellsstöð við Þjórsá er gagnvirk orkusýning og skammt norður af stöðinni eru fyrstu vindmyllur Landsvirkjunar. Þeim er ætlað að veita vísbendingar um framtíðarmöguleika í beislun íslenska roksins. Við vonum auðvitað að sumarið verði gott en okkur finnst líka allt í lagi þó það blási hressilega í 50 metra hæð yfir hraunsléttunni fyrir norðan Búrfell. Velkomin í heimsókn í sumar! Búrfellsstöð Gagnvirk orkusýning er opin alla daga kl. 10-17, frá 1. júní. Starfsfólk tekur á móti gestum við vindmyllurnar alla laugardaga í júlí kl. 13-17. www.landsvirkjun.is/heimsoknir A f einhverjum ástæðum virðist sveittasti og þar af leiðandi besti skyndibitinn yfirleitt fyrst koma fram á Norðurlandi, Akureyri nánar til- tekið. Djúpsteikt pylsa með osti og kryddi, pítsa með frönskum og bérnaise eru tvö góð dæmi um hugarflugið þarna fyrir norðan. En það besta sem komið hefur frá þeim norðanmönnum síðan Lindubuffið var kynnt til sögunnar er það sem hérna sunnan heiða er kallaður Akureyringur. Hamborgari með frönskum á milli. Hver hefði trúað því að það að setja frönsku kartöflurnar inn í hamborgarann myndi breyta öllum hugmyndum um hamborg- araát. Það verður reyndar að taka það fram að á Akureyri er hamborgarasósan aðeins öðruvísi en í Reykjavík. Einhvers- konar blanda af kokteilsósu og sósunni hans Nonna okkar á Nonnabitum. Það er galdur þegar þessi norðlenska hamborg- arasósa blandast frönskunum og kálinu sem fylgir alltaf. Galdur sem aðeins verður útskýrður með úmamí. Já, úmamí! Fimmta bragðið; á eftir sætu, súru, bitru og söltu. Úmamí var uppgötvað af japönsk- um vísindamanni fyrir rúmum hundrað árum og lifir góðu lífi á hamborgurum í lúgusjoppum við Eyjafjörðinn. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is Það er ekki alveg sama hvernig hamborg- ari úr lúgu er borðaður. Sér í lagi ef það eru franskar á milli. Það mikilvægasta af öllu er að klæða umbúðirnar bara niður að þarnæsta bita. Halda borgaranum í nærbuxunum. Í gamla daga var hann klæddur í álpappír sem var hægt að móta að vild en upp á síðkastið hefur smjörpappírinn tekið við hlutverkinu að mestu. Sjálfsagt í takti við hækkandi álverð. Þessar nærbuxur er erfiðara við að eiga en passa verður að láta samskeytin aldrei vísa beint niður. Sjúga svo síðustu dropana af sósu og káli niður með síðasta kjöt- og brauðbit- anum. Hamborgarabúllurnar á Akureyri bjóða yfirleitt upp á mjög góðar servéttur. Það er góð ástæða fyrir því vegna þess að það er ekkert verið að spara við sig í sósunni góðu. Best að taka tvær. Eina til að þurrka sósuna af kinnum og nefi og aðra í klofið. Bara til öryggis. Bensínstöðvalúgusjoppan lifir góðu lífi á Akureyri, svo góðu lífi reyndar að sé ferðinni heitið norður yfir heiðar getur margborgað sig að keyra fram hjá einsleitum vegasjoppun- unum á leiðinni og bíða þangað til í norðlenska höfuðstaðinn er komið. Láta þá eftir sér allan þann sveitta lúxus sem bíður þess að koma út um lúguna. Lúgubúrgerinn Leirunesti Stærsta búllan á svæðinu. Matsalur fyrir ég veit ekki hvað marga uppi og þeir sem koma með flugi ættu að gera sjálfum sér greiða og koma við í lúgunni. Sérstaklega ef áfengi hefur verið haft um hönd um borð. Það er fátt betra til að ná góðu jafnvægi á prómillin í blóðinu en hamborgari úr Leirunesti. Lúgusjoppan lifir! Litla kaffistofan Ekki Litla kaffistofan áður en haldið er á Hellisheiðina heldur Litla kaffistofan í gamla verksmiðjuhverfinu á Eyrinni. Metnaður- inn er til staðar á kaffistofunni en með því að bjóða upp á allan mat undir sólinni verður framkvæmdin ekki alltaf alveg á pari. Klemmugrilla t.d. pylsubrauðið í staðinn fyrir að bjóða upp á lungamjúkt úr pottinum eins og það á að vera. Passa að pylsa með öllu á Akureyri kemur með kokteilsósu og remúlaði. Svo setja þeir þarna fyrir norðan allt undir. Meira að segja sinnepið. Ak-inn Ak-inn er eina lúgusjoppan sem hefur engin tengsl við Essó eða N1 eða hvað þetta heitir allt saman í dag. Hangir enda í Shellsjoppu. Allir Akureyringar þekkja þessa sjoppu þó undir öðru og skemmtilegra nafni, Gellunesti heitir búllan. Eftir öllum gellunum sem unnu þar þegar líða tók á síðustu öld. Réttur hússins er djúpsteikt pylsa með osti og kryddi. Franskar ofan á fyrir sársvanga. Akureyri Bautinn Greifinn BSO Quisnos Bakaríið við brúnna Brynju-ís 20 úttekt Helgin 27.-29. júní 2014

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.