Fréttatíminn - 27.06.2014, Side 32
lyndur og vaknaði í svitakófi á nótt-
unni. Ég þurfti að ganga í gegnum
þessi fráhvörf til að átta mig á því
að þetta væri ekki eðlilegt.“ Hann
hefur einnig glímt við matarfíkn
og til að vega upp á móti þessum
vandamálum sínum fór hann að
stunda mikla líkamsrækt. „Ég æfði
tvo tíma á dag til að halda líkam-
anum gangandi. Annars hefði ég
bara orðið sjúklingur. Ég stundaði
líkamsrækt af kappi til að geta
spilað tölvuleiki og borðað eins
og svín.“ Hann gekk í gegn um al-
gjöra naflaskoðun og segir stærsta
skrefið að viðurkenna að tölvu-
notkunin sé vandamál og hafa vilja
til að takast á við það.
Átti fáa vini
„Fjöldi klukkustunda fyrir framan
tölvu segir ekki til um hvort þú átt
við vandamál að etja heldur hvaða
áhrif tölvunotkunin hefur á þig.
Í raun eru þetta fjórir þættir sem
hafa þarf í huga; Hvaða áhrif tölvu-
notkunin hefur á samskipti þín
við fjölskylduna, hvaða áhrif hún
hefur á líkamlega heilsu, hvaða
áhrif hún hefur á þá ábyrgð sem þú
hefur, vinnu og skóla, og svo loks
hvaða áhrif hún hefur á félagsleg
samskpti. Það er fullt af fólki sem
er mikið í tölvunni en notar hana
skynsamlega og til góðra verka.
Ég hins vegar hugsaði ekki um
heilsuna nema í lokin, ég eignaðist
ekki mína eigin fjölskyldu, ég kom
með afsakanir til að þurfa ekki að
hitta fólk og geta í staðinn verið
í tölvunni. Ég átti fáa vini nema í
gegn um tölvuna enda sóttist ég
ekki í vinskap þeirra sem höfðu
ekki sömu áhugamál og ég.“
Skólar Hjallastefnunnar starfa að sameiginlegum markmiðum eftir sömu hugmyndafræði en sjálfstæði
hvers skóla er mikið. Jafnréttisuppeldi, skapandi hugsun, félagsþjálfun og einstaklingsstyrking eru innviðir
hugmyndafræðinnar sem við teljum að geti skipt sköpum í þroska komandi kynslóða.
Um er að ræða framtíðarstörf. Áhugasamir hafi samband við skólastjóra Hjalla, Árný Steindórsdóttur á
hjalli@hjalli.is eða í síma 8460129 eða Gróu M. Finnsdóttur á asar@hjalli.is eða 869-5426.
Leikskólarnir Hjalli í Hafnarfirði og Ásar í Garðabæ auglýsa eftir körlum og konum
til starfa, leikskólakennurum eða fólki með aðra uppeldismenntun.
Við leitum að jákvæðum einstaklingum sem eru tilbúnir að tileinka sér starfshætti
Hjallastefnunnar af metnaði, gleði og kærleika. Viðkomandi þarf að sýna sjálfstæði í
vinnubrögðum og hafa brennandi áhuga á jafnrétti og lýðræði í leikskólastarfi.
Lífsglaður og jafnréttissinnaður leikskólakennari
Hugmyndina að því að miðla
af sinni reynslu fékk hann frá
deildarstjóra í Langholtsskóla árið
2006 þegar Þorsteinn var að segja
frá því hvernig hann hafði tekist á
við tölvufíknina og breytt lífi sínu.
Viðtökurnar voru svo góðar að
óskað var eftir fleiri fyrirlestrum
og nú er vefurinn komin í loftið.
Tolvufikn.is er alhliða upplýsinga-
vefur um tölvufíkn. Þar er að finna
upplýsingar um helstu einkenni
tölvufíknar, bæði hjá börnum
og fullorðnum, þar eru hægt að
nálgast tvo fyrirlestra í heild sinni,
auk þess sem þar eru til að mynda
ráð til foreldra varðandi svokallað
tölvuuppeldi. „Það er ekki rétta
leiðin að taka tölvurnar af börnum
og unglingum heldur þarf að
fræða þau og kenna þeim að nota
tölvuna á uppbyggjandi hátt.“
Algjör viðsnúningur
Þorsteinn bendir á að á árum
áður hafi aðallega verið talað um
tölvufíkn í tengslum við tölvuleikj-
anotkun unglingspilta en með til-
komu netsins og samskiptamiðla
séu mun fleiri hópar sem eigi við
tölvufíkn að stríða. Hann leggur
áherslu á að markmiðið með fyrir-
lestrum hans og vefsíðunni sé að
koma því á framfæri að óeðlilega
mikil tölvunotkun sé vandamál og
að það sé vandamál sem hægt sé
að sigrast á.
„Í dag er ég búinn að vera í sam-
búð með góðri konu í 10 ár. Hún
átti tvö börn fyrir og við höfum
eignast tvö til viðbótar saman. Við
erum búin að borga niður skuldir,
á þessum tíma er ég búinn að
ljúka stúdentsprófi, tveimur há-
skólagráðum í kennslufræðum og
síðustu helgi útskrifaðist ég með
diplómu í stjórnunarfræði mennta-
VARSTU
BÚIN AÐ
FRÉTTA
AÐ Á
FISKISLÓÐ
39 ER ...
landsins m
esta úrval b
óka,
á Forlagsve
rði?
stærsta kor
tadeild land
sins?
www.forlagid.is
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Verslunin Belladonna
ÚTSALAN ER HAFIN
30-50% afsláttur af öllum útsöluvörum
32 viðtal Helgin 27.-29. júní 2014