Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.06.2014, Page 38

Fréttatíminn - 27.06.2014, Page 38
Ég var skólabryti og kennari þar árið 1984. Þá var ég fallegur, maður! É g vinn sextán tíma á dag og þetta er hobbíið mitt. Það gefur mér svakalega mikið að fara rúnt á mótorhjólinu, það af- stressar mann og maður fær loft í lungun,“ segir Magnús Ingi Magnússon, veitingamað- ur á Texasborgurum og Sjávar- barnum úti á Granda. Maður vaknar við að fara rúnt Magnús hefur vakið athygli á götum borgarinnar þegar hann þeysist um á mótorfáki sínum, glæsilegri eldrauðri Hondu vtx 1300. „Ég er búinn að eiga hjólið síðan 2007 þegar ég keypti það af eldri manni. Ætli ég hafi ekki verið að keyra það 3-4.000 kílómetra á hverju ári. Ég lifi alveg fyrir þetta, að fara út á kvöldin á hjólinu. Maður vaknar vel eftir langa vakt í eldhúsinu. Svo skýst ég stundum upp í Kaffi- stofu og fæ mér morgunkaffi.“ Magnús átti hjól á sínum yngri árum en tók sér hlé frá sportinu. „Ég var bara einn á galeiðunni fyrir 15-20 árum. Þá átti ég hjól í 3-5 ár. En á árunum 2005-2008 varð bara sprengja. Það var náttúrlega svo mikið góðæri hérna og dollarinn svo hagstæður að menn fluttu inn hjól í stórum stíl. Ekki það, verðlag á hjólum í dag er líka mjög hagstætt. Þú getur fengið flott hjól eins og mitt á rúma milljón. Ef þú vilt fá samskonar græju frá Harley Davidson þá kostar það þrjár milljónir.“ Þú ert ekkert í Hells Angels? „Nei, nei. Ekkert svoleiðis. En ég er í Fenri, mótorhjóla- klúbbi frímúrara. Ég er nýbyrj- aður í honum. Það er svo gott að fara í 2-3 tíma ferð í góðum hóp. Þá þarf maður að vera agaður og hugsa um næsta mann. Svo er ég líka í Sober Riders,“ segir Magnús sem setti tappann í flöskuna fyrir þrettán árum. Fór hringinn á fjórum dögum Draumurinn er að þeysast um á Route 66, þvert yfir Banda- ríkin. En þangað til hann verð- ur að veruleika lætur Magnús sér nægja að ferðast um Ísland. „Ég er búinn að fara tvær svakalegar ferðir núna í sumar, ég var nefnilega svo heppinn að fá gott fólk sem gat leyst mig af í vinnu. Við fórum hringinn á fjórum dögum, ég og Hrafnkell Marinósson, yfirsmiður Krýsuvíkurkirkju. Hann var á Harley Davidson soft tail 1200. Mitt hjól er aftur á móti hard tail sem þýðir hart rassgat,“ segir Magnús og hlær. Eins og alþjóð veit stjórnar Magnús matreiðsluþættinum Eldhús meistaranna á ÍNN. Þeir félagar nýttu ferðina til að safna efni fyrir þættina. „Ég tók mikið af stuttum viðtölum við veitingafólk enda er fólk nú að fara í frí. Við stoppuðum meðal annars í Baulunni, á Hraunsnefi, í Staðarskála, Greifanum og Bautanum. Öllum aðalstöðunum.“ Þá var ég fallegur, maður Einn viðkomustaðurinn vakti upp sérstaklega góðar minn- ingar hjá Magnúsi. „Það var á Laugum. Ég var skólabryti og kennari þar árið 1984. Þá var ég fallegur, maður! Það var enn mynd af mér uppi á vegg þar.“ Þeir félagar rifu sig upp eldsnemma á morgnana til að halda áætlun. En þótt það hafi verið stritað í ferðinni var passað upp á að þeir nytu lífsins líka. „Við stoppuðum á útsýnispöllum og áttum „quality-stund“ eins og við kölluðum það.“ Gaman að tala við bænd- urna Magnús viðurkennir fúslega að fyrirmynd hans við gerð sjónvarpsþáttanna sé Ingvi Hrafn Jónsson, stofnandi ÍNN. Sá hefur einmitt gert eftir- minnilega þætti undanfarin misseri þar sem hann talar við fólkið í landinu. „Þetta finnst mér svo gaman. Ég fer bara og tala við bændurna. Það er leiðinlegt að tala við lið sem segir bara já og nei. Ég vil helst hafa viðmæl- endur mína montna og roggna, eins og ég er sjálfur,“ segir Magnús og skellir upp úr. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Lifi fyrir að þeysast á hjólinu Hjá veitingamanninum Magnúsi Inga Magnússyni byrjar sum- arið þegar hann tekur út mótorfák sinn, eldrauða Hondu vtx 1300, og þeysist um sveitir landsins. Magnús er meðlimur í mótorhjólaklúbbi frímúrara og veit ekkert betra en að bruna út fyrir bæinn eftir langan dag í eldhúsinu á Texasborgurum og í tökum fyrir Eldhús meistaranna á ÍNN. Magnús Ingi á Texasborg- urum á stoltinu, Honda vtx 1300. Ljósmynd/Hari Skólabryti og kennari við Fram- haldskólann Laugum Þingeyjar- sýslu veturinn 1984-85. Ungur og fallegur, aðeins 24 ára. T Ú R I S T I Einfaldari lEit að ódýrum hótElum í útlöndum Leitaðu og berðu saman tilboð á hótElum út um aLLan heim og skoðaðu úrvaLið af sérvöLdum gististöðum, orLofsíbúðum og gistiheimiLum fyrir næstu utanLandsferð á túristi.is. Lesendur okkar fá einnig regLuLega sérkjör á gististöðum út í heimi. 38 viðtal Helgin 27.-29. júní 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.