Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.06.2014, Qupperneq 38

Fréttatíminn - 27.06.2014, Qupperneq 38
Ég var skólabryti og kennari þar árið 1984. Þá var ég fallegur, maður! É g vinn sextán tíma á dag og þetta er hobbíið mitt. Það gefur mér svakalega mikið að fara rúnt á mótorhjólinu, það af- stressar mann og maður fær loft í lungun,“ segir Magnús Ingi Magnússon, veitingamað- ur á Texasborgurum og Sjávar- barnum úti á Granda. Maður vaknar við að fara rúnt Magnús hefur vakið athygli á götum borgarinnar þegar hann þeysist um á mótorfáki sínum, glæsilegri eldrauðri Hondu vtx 1300. „Ég er búinn að eiga hjólið síðan 2007 þegar ég keypti það af eldri manni. Ætli ég hafi ekki verið að keyra það 3-4.000 kílómetra á hverju ári. Ég lifi alveg fyrir þetta, að fara út á kvöldin á hjólinu. Maður vaknar vel eftir langa vakt í eldhúsinu. Svo skýst ég stundum upp í Kaffi- stofu og fæ mér morgunkaffi.“ Magnús átti hjól á sínum yngri árum en tók sér hlé frá sportinu. „Ég var bara einn á galeiðunni fyrir 15-20 árum. Þá átti ég hjól í 3-5 ár. En á árunum 2005-2008 varð bara sprengja. Það var náttúrlega svo mikið góðæri hérna og dollarinn svo hagstæður að menn fluttu inn hjól í stórum stíl. Ekki það, verðlag á hjólum í dag er líka mjög hagstætt. Þú getur fengið flott hjól eins og mitt á rúma milljón. Ef þú vilt fá samskonar græju frá Harley Davidson þá kostar það þrjár milljónir.“ Þú ert ekkert í Hells Angels? „Nei, nei. Ekkert svoleiðis. En ég er í Fenri, mótorhjóla- klúbbi frímúrara. Ég er nýbyrj- aður í honum. Það er svo gott að fara í 2-3 tíma ferð í góðum hóp. Þá þarf maður að vera agaður og hugsa um næsta mann. Svo er ég líka í Sober Riders,“ segir Magnús sem setti tappann í flöskuna fyrir þrettán árum. Fór hringinn á fjórum dögum Draumurinn er að þeysast um á Route 66, þvert yfir Banda- ríkin. En þangað til hann verð- ur að veruleika lætur Magnús sér nægja að ferðast um Ísland. „Ég er búinn að fara tvær svakalegar ferðir núna í sumar, ég var nefnilega svo heppinn að fá gott fólk sem gat leyst mig af í vinnu. Við fórum hringinn á fjórum dögum, ég og Hrafnkell Marinósson, yfirsmiður Krýsuvíkurkirkju. Hann var á Harley Davidson soft tail 1200. Mitt hjól er aftur á móti hard tail sem þýðir hart rassgat,“ segir Magnús og hlær. Eins og alþjóð veit stjórnar Magnús matreiðsluþættinum Eldhús meistaranna á ÍNN. Þeir félagar nýttu ferðina til að safna efni fyrir þættina. „Ég tók mikið af stuttum viðtölum við veitingafólk enda er fólk nú að fara í frí. Við stoppuðum meðal annars í Baulunni, á Hraunsnefi, í Staðarskála, Greifanum og Bautanum. Öllum aðalstöðunum.“ Þá var ég fallegur, maður Einn viðkomustaðurinn vakti upp sérstaklega góðar minn- ingar hjá Magnúsi. „Það var á Laugum. Ég var skólabryti og kennari þar árið 1984. Þá var ég fallegur, maður! Það var enn mynd af mér uppi á vegg þar.“ Þeir félagar rifu sig upp eldsnemma á morgnana til að halda áætlun. En þótt það hafi verið stritað í ferðinni var passað upp á að þeir nytu lífsins líka. „Við stoppuðum á útsýnispöllum og áttum „quality-stund“ eins og við kölluðum það.“ Gaman að tala við bænd- urna Magnús viðurkennir fúslega að fyrirmynd hans við gerð sjónvarpsþáttanna sé Ingvi Hrafn Jónsson, stofnandi ÍNN. Sá hefur einmitt gert eftir- minnilega þætti undanfarin misseri þar sem hann talar við fólkið í landinu. „Þetta finnst mér svo gaman. Ég fer bara og tala við bændurna. Það er leiðinlegt að tala við lið sem segir bara já og nei. Ég vil helst hafa viðmæl- endur mína montna og roggna, eins og ég er sjálfur,“ segir Magnús og skellir upp úr. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Lifi fyrir að þeysast á hjólinu Hjá veitingamanninum Magnúsi Inga Magnússyni byrjar sum- arið þegar hann tekur út mótorfák sinn, eldrauða Hondu vtx 1300, og þeysist um sveitir landsins. Magnús er meðlimur í mótorhjólaklúbbi frímúrara og veit ekkert betra en að bruna út fyrir bæinn eftir langan dag í eldhúsinu á Texasborgurum og í tökum fyrir Eldhús meistaranna á ÍNN. Magnús Ingi á Texasborg- urum á stoltinu, Honda vtx 1300. Ljósmynd/Hari Skólabryti og kennari við Fram- haldskólann Laugum Þingeyjar- sýslu veturinn 1984-85. Ungur og fallegur, aðeins 24 ára. T Ú R I S T I Einfaldari lEit að ódýrum hótElum í útlöndum Leitaðu og berðu saman tilboð á hótElum út um aLLan heim og skoðaðu úrvaLið af sérvöLdum gististöðum, orLofsíbúðum og gistiheimiLum fyrir næstu utanLandsferð á túristi.is. Lesendur okkar fá einnig regLuLega sérkjör á gististöðum út í heimi. 38 viðtal Helgin 27.-29. júní 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.