Þjóðlíf - 01.01.1988, Síða 19

Þjóðlíf - 01.01.1988, Síða 19
HEILBRIGÐISMAL ingurinn Giovanni da Monte á möguleika þess að tengsl væru á milli tíðablæðinga og þunglyndis. Franski sagnfræðingurinn Jules Michelet sem uppi var á 19. öld, hélt því fram að konur væru sárþjáðar í 15-20 daga af hverjum mánuði. Og í leikriti Ágústs Strind- berg um fröken Júlíu er afbrigðileg hegðun hennar m.a. útskýrð með orðunum: „Nú er hún að byrja, þá verður hún alltaf svo undar- leg,“ bætir Herdís við. „En það er þó fyrst eftir 1930 að lækna- vísindin fara markvisst að skilgreina vanlíð- an kvenna fyrir tíðir og lýsa hugtakinu „premenstrual tension“ eða „fyrirtíða- Vidtal vid Gudrúnu Marteinsdóttur, dósent og Herdísi Sveinsdóttur, lektor um fyrstu íslensku rannsóknina á „ fyrirtíöaspennu“ kvenna, orsakir, einkenni og helstu ráö viö þessum óþægindum Eitt af loka verkefnum nemenda í náms- braut í hjúkrunarfræðum við Háskóla íslands síðast liðið vor var að gera „könnun á líðan reykvískra kvenna á síðari hluta tíðahrings,“ eins og verk- efnið nefndist, og var Guðrún Marteins- dóttir, dósent við háskólann, leiðbein- andi við rannsóknina. A sama tíma var Herdís Sveinsdóttir, lektor, að ljúka rit- gerð til mastersprófs við háskóla í Bandaríkjunum um svipað efni. Þær Herdís og Guðrún vinna nú saman að áframhaldandi athugun á líðan reyk- vískra kvenna fyrir tíðir og lék okkur á ÞJÓÐLÍFI hugur á að vita hvað væri svo sérstakt við þetta tímabil fyrir líðan og heilbrigði konunnar og hvaða niður- stöður lægju þegar fyrir. -Hvers vegna er farið út í það að kanna líðan kvenna fyrir tíðir? „Það hefur lengi verið þekkt að konur finna fyrir mismunandi óþægindum kringum tíðir,“ svara þær Guðrún og Herdís. „Má geta þess að þegar á 16. öld benti stjamfræð- • Guðrún Marteinsdóttir, dósent, og Herdís Sveinsdóttir, lektor.„Það eru ýmis ráð við vanlíðan kvenna fyrir tíðir.“ Líðan reykvískra kvenna iyrir tíðir 66.7% Reykvískra kvenna fínna fyrir óþægindum fyrir tíðir 19

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.