Þjóðlíf - 01.01.1988, Page 20

Þjóðlíf - 01.01.1988, Page 20
HEILBRIGÐISMAL Bjargráð kvenna við einkennum fyrirtíðaspennu Heimild: Arnheiöur Siguröardóttir o.fl. Könnun á líðan reykvískra kvenna á síðari hluta tíöahrings. Lokaverkefni til BS. prófs í hjúkrunarfræði, maí 1987 (óútg.). spennu." í dag er fyrirtíðaspenna skilgreind sem kvillar eða einkenni (eitt eða fleiri) sem koma fyrir reglubundið á tímabilinu fyrir tíð- ir þannig að marktæk breyting verður á styrkleika einkennanna miðað við venjulegt ástand. Það hefur reynst erfitt að gera nákvæma úttekt á þessum einkennum vegna þess hve fjölbreytileg þau eru. Má þar nefna kvilla eins og pirring, þanin og aum brjóst, verki eða óþægindi í kvið, bjúg á fingrum og fót- um, almennan slappleika, höfuðverk, skap- sveiflur, uppþembu o.fl..“ En jákvæð ein- kenni segja þær vera t.d. aukin sköpunar- gleði, bætt starfsorka og aukin löngun til kynlífs. -Hvað er það sem veldur þessum einkenn- um? „Það hafa verið settar fram margar kenn- 5-7% þjást það mikið að það truflar daglegt líf þeirra verulega ingar um orsakir fyrirtíðarspennu, allt frá að orsökin sé alfarið af sáiar- eða félagslegum toga spunnin, yfir í að um hreinar líffræði- legar orsakir sé að ræða. Flestir hallast þó að því að hér sé um samspil líffræðilegra, félags- legra og sálrænna þátta að ræða og ekki sé alltaf um að ræða sömu orsakir hjá öllum konurn." -Hversu algengir eru þá þessir kvillar? „Niðurstöður hinna ýmsu rannsókna á því hafa ekki verið á einn veg. Á meðan ein rannsókn bendir til þess að 20% kvenna hafi einkennin (eitt eða fleiri) birtist önnur sem bendir til að yfir 90% kvenna finni fyrir þeim. Það virðist þó vera einhugur um að aðeins 5 - 7%kvenna þjáist það mikið að það trufli daglegt líf þeirra verulega." -Hvaða einkenni koma í Ijós í rannsóknum á íslenskum konum? „Eina athugunin sem gerð hefur verið hérlendis á einkennum fyrirtíðarpspennu var gerð vorið 1987 af nemendum í náms- braut í hjúkrunarfræði í Háskóla íslands. 152 reykvískar konur á aldrinum 29 - 40 ára svöruðu spumingalista þar sem spurt var um 20 algeng einkenni fyrirtíðaspennu," segir Guðrún. „Niðurstöðumar sýna að 66.7% þessara kvenna finna fyrir einu eða fleiri einkennum. Þau algengustu eru uppþemba, skapsveiflur, tilfinning fýrir þyngdaraukningu, verkir í baki, liðum eða vöðvum og verkir eða þensla í brjóstum. Þessar niðurstöður eru vísbending um að konur hérlendis finni fyrir fyrirtíðaspennu eins og kynsystur þeirra víða um heim. í rannsókninni var ekki athugaður meðal- fjöldi einkenna sem til staðar eru hjá konum á tímabilinu fyrir tíðir og ennfremur var ekki athugað hvort marktæk breyting varð á ein- kennunum, eða hvort þau væru yfirleitt til staðar á öðmm tímum mánaðarins. Þessa þætti höfum við áhuga á að athuga nánar og munum því fljótlega fara af stað með fram- haldsrannsókn á viðfangsefninu,“ segja Guðrún og Herdís. -Eru til einhver ráð eða meðferð við þess- um kvillum? „Já, og við viljum benda á að kona með fyrirtíðaspennu er heilbrigð í öllum gmnd- 20.1% kvenna segast leita til heilbrígðisstéttanna vegna fyrirtíðaóþæginda 20

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.