Þjóðlíf - 01.02.1988, Blaðsíða 5
VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL:
Þjóðsagan um iðnaðinn. Asgeir Þór
Júlíusson skrifar um útflutning
íslendinga ..................... 61
Japan sækir fram. ívar Jónsson skrifar . 63
Hin gleymda hönnun. Gerður í Flónni
á förum til útlanda ræðir um
fataiðnaðinn .................. 66
Smáfréttir úr viðskiptaheiminum. 65
Tímaritakönnunin .............. 66
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL:
Þýskaland
Herferð kvenna gegn klámi. Arthúr
Björgvin segir frá................... 53
UPPELDI:
Börn hraðans. Bergþóra Gísladóttir
skrifar ................................. 57
Barnalíf................................. 59
NEYTENDAMÁL:
Velferðin nær ekki til vinnutímans. Adolf
H. Petersen gerir samanburð á vinnutíma á
bak við nokkrar nauðsynjavörur...... 47
SPORT:
Er með algera jeppadellu, segir Héðinn
Gilsson handknattleiksmaður ....... 42
VÍSINDI:
Ofurleiðarar — ný tæknibylting. Ari
Trausti skrifar......................... 43
Smáfréttir úr tækniheimi................ 44
HEILBRIGÐISMÁL:
Sjúkraskrár á glámbekk ...... 49
Fegrunaraðgerðir á kostnað
almennings .................. 52
BÍLAR:
„Guð gefi bílnum góðan dag í Kömbum".
Ásgeir Sigurgestsson skrifar um
bílamenninguna í byrjun bílaaldar .... 67
ÝMISLEGT:
Fólk ......................... 28
Krossgátan ................... 70
o.mfl.
Leiðari
Þjóðremban og ríkisstjórnin
Fyrir nokkru varhaldin ílandinu ráðstefna um „skynsamlega nýtingu sjávarspendýra".
Ráðstefnuhald þetta vakti athygli umheimsins enn einu sinni á því að íslendingar hafa
haldið áfram hvalveiðum þrátt fyrir alþjóðlegt bann og setti íslendinga í neikvætt ljós á
alþjóðavettvangi. Viðbrögð létu ekki á sér standa og áróðursherferð erlendra friðunar-
samtaka í kjölfarið gegn íslenskum fiski kom í rökréttu framhaldi af ráðstefnuhaldinu
— ögrun íslenskra stjórnvalda.
Á umliðnum misserum hefur ofstopi einkennt athæfi stjórnvalda varðandi flest mál
sem snerta hvalveiðar. Illu heilli hafa stjórnvöld að vissu leyti tekið þátt í að rnagna upp
þjóðrembu vegna þessa rnáls meðal almennings í landhtu og hafa getað skákað í því
skjóli fram að þessu.
í kringum ráðstefnuna leiðst stjórnvöldum ótrúleg framkoma, eins og t.d. að gera
mann brottrækan úr landi vegna „yfirlýsinga" hans. í nútíma lýðræðisþjóðfélögum
nægja svona sakargiftir ekki, menn eiga að vera sóttir til saka gruni stjórnvöld þá um
saknæmt athæfi, en orð þeirra og skoðanir nægja ekki til brottrekstrar úr landi. slíkt
gerist í öðrum heimshlutum en má ekki gerast hér.
Þeir einstaklingar og hópar sem ekki eru á sama máli og stjórnvöld í hvalamálinu eru
engir landráðamenn og engir glæpamenn. En íslenskum stjórnvöldum virðist í muna að
tengja umhverfisvernd f heiminum við landráðastarfsemi eða terrorisma.
Á meðan hvalaráðstefna íslensku ríkisstjónarinnar var haldin gerði lögreglan filmu
hjá blaðaljósmyndara upptæka og fréttamenn voru hindraðir í starfi. Stjórnarandstöð-
unni var meinuð þátttaka á ráðstefnunni og ráðstefnuhaldið einkenndist af tortryggni
og samsærisandrúmslofti. Því til viðbótar liggur rökstuddur grunur um persónunjósnir
eins og segir frá í Þjóðlífi. Það eitt nægir til þess að krafist er rannsóknar á grun um
persónunjósnir á íslandi.
Viðskiptahagsmunir íslendinga eru í uppnánri bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu
vegna afstöðu ríkisstjórnarinnar í hvalamálinu. í rauninni má furðu gegna hve þolin-
móð íslensk útflutningsfyrirtæki hafa verið í þessu máli. Ríkisstjórnin hefur efnt til
ólýðræðislegra vinnubragða og kynt undir bál tortryggni og úlfúðar vegna hvalveið-
anna. Auk þess hefur ríkisvaldið lagt í gífurlegan kostnað við að halda gangandi
hvalveiðum í miðju hvalveiðibanninu. Hvernig væri nú að taka saman herkostnaðinn;
ferðir, ráðstefnur. njósnir, öryggisgæslu, bílaflota. tímaeYðsIu og annan kostnað af
þessari starfsemi? Það er kominn tími til að mýkja ímynd íslands á alþjóðavettvangi.
Og það er kominn tími til að ríkisvaldið taki upp ný, manneskjuleg og lýðræðisleg
vinnubrögð gagnvart andstæðingum hvalveiðistefnunnar. Það eru þjóðarhagsmunir að
draga úr þjóðrembu vegna hvalveiðistefnunnar.
Óskar Guðmundsson
Útgefandi: Félagsútgáfan h.f. Vesturgötu 10, box 1752,121 Reykjavík,sími 621880. Stjórn Félagsútgáfunn-
ar: Svanur Kristjánsson. Björn Jónasson, Asgeir Sigurgestsson. Jóhann Antonsson, Pétur Reimarsson.
Varamenn: Ámi Sigurjónsson, BrynjarGuðmundsson. Framkværndastjóri: ÓlafurSigurðsson. Ritstjóri
Þjóölífs: Óskar Guðmundsson. Ritstjórnarfulltrúi: Óntar Friðriksson. Prófiirk o.fl.: Hrafn Jökulsson
blaðamaður. Erlendir fréttaritarar: Arthúr Björgvin Bollason (Munchen), Ásgeir Friðgeirsson (Lond-
on), Einar Karl Haraldsson (Stokkhólmi), Guðrún Helga Sigurðardóttir (Finnland), Ingólfur V. Gísla-
son(Lundi). Jón Ásgeir Sigurðsson (New Haven), Ragnar Baldursson (Tokyo). Innlcndir fréttaritarar:
Jóhannes Sigujónsson (Húsavík), Páll Ásgeirsson (ísafjörður), Smári Geirsson (Neskaupstaður), Sveinn
Helgason (Selfoss). Auglýsingar: Steinunn Ásmundsdóttir og fleiri. Áskriftastjórn: Hrannar B. Arnars-
son. Skrifstofustjóri: Birgitta Jónsdóttir. Setning, umbrot, filmurinna, prentun og bókband: Prentstofa
G. Benediktssonar Kópavogi. Áskriftasími: 621880. Auglýsingasímar: 26450 og 28149
5