Þjóðlíf - 01.02.1988, Blaðsíða 15

Þjóðlíf - 01.02.1988, Blaðsíða 15
INNLENT Óli Þ. Guöbjartsson alþingismaöur. Uss, þetta er ekkert mál. Ég stýri meö vinstri hendinni og held á símanum með þeirri hægri! Samræmist aðferðin nýjum umferðalögum? Með aðra hönd á stýri Óli f>. Guöbjartsson kvaðst ekki vita hvað bílasímar kostuðu en trúði því vel að það væri u.þ.b. 100.000 krónur. Finnst honum að allir þingmenn eigi að fá bílasíma? „Ég hef enga skoðun á því. Pörfin er nú sjálfsagt misjöfn. Þingmenn á Reykjavíkursvæðinu hafa varla mikið við þá að gera“. En hver borgar símreikningana. Veit Óli í>. það ? „Nei, ég hef satt að segja ekki hugmynd um það. Ég er að minnsta kosti ekki farinn að fá reikninga ennþá“. Óli sagði að oft væri hringt í sig vegna þingstarfa þegar hann væri einhvers staðar á milli Reykjavíkur og Selfoss. En hvernig er það, verður hann ekki að stoppa bílinn með- an hann talar í símann? „Uss,nei þetta er ekkert mál. Ég stýri með vinstri hendinni og held á símanum með þeirri hæ^ri!“ Samkvæmt upplýsingum Óla Þ. Guð- bjartssonar er það „ekkert mál" fyrir þing- menn að fá bílasíma til eigin afnota frá al- þingi. Þorvaldur Garðar mun hingað til ekki hafa neitað neinum, enda er honum annt um öryggi sinna manna. En það sem gerir þetta mál svo öfugsnúið er, að alls engir bflasímar hafa verið keyptir fyrir þingmenn. Alþingi keypti hins vegar síma til eigin nota — og er svo vinsamlegt að lána alþingismönnunum þá. Svona snéri kerfið á sjálft sig. Og alþingi á almenningsálitið. Hrafn Jökulsson, Reykjavík. staðgengill Friðriks Ólafssonar, sagði það í og með öryggismál að þingmenn hefðu síma á ferðum sínum „út til kjósenda sinna.“ Hann sagði það á valdi forseta þingsins hverjir fengju síma og hverjir ekki, en vissi ekki til að nokkur hefði fengið neitun. Þau rök sem Þorvaldur Garðar færir fyrir því að úthluta fimm-menningunum bflasíma til fastra afnota eru einkar athyglisverð. Margrét, Eggert og Óli eru öll þingmenn Suðurlandskjördæmis og helsti fjallvegurinn sem þau fara um liggur líklega yfir Hellis- heiðina. Og hér með er líka auglýst eftir fjallvegum í kjördæmi Karls Steinars og Jó- hanns Einvarðssonar — Reykjaneskjör- dæmi!! „Auðveldar samband við kjósendur“ Ólafur Ólafsson lagði áherslu á það að bfla- símarnir hjálpuðu þingmönnum að halda góðu sambandi við kjósendur sína og öfugt. Þeir kjósendur Margrétar Frímannsdóttur sem hafa hugsað sér gott til glóðarinnar að ræða við þingmanninn í síma á meðan hún glímir við fjallvegi Suðurlandskjördæmis verða því líklega undrandi þegar þeir fá þær upplýsingar á skiptiborði alþingis að bíla- símanúmer Margrétar sé ekki gefið upp! Númer Óla Þ. er hins vegar gefið upp: „Þingið á þennan síma, það er nú ekkert annað en það“, sagði Óli í samtali við Þjóð- líf. „Hún Maggga Frímanns sagði mér frá því að það væri hægt að fá sér svona síma. Bara biðja forseta þingsins um hann. Þetta eru þægindi sem mér finnst gott að hafa og nýtast mér svo sannarlega í starfi. Ég bý fyrir austan og er klukkutíma á leið í bæinn. Það er t.d. hringt í mig til að boða mig á nefndarfundi og þess háttar. Og í jólaönnunum var ég látinn vita af atkvæðagreiðslum og slíku. Þá kom hann sér oft vel!“ 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.