Þjóðlíf - 01.02.1988, Blaðsíða 16
INNLENT
Sigrún Benediktsdóttir, Brynhildur Flóvenz og Linda Isleifsdóttir ásamt blaðamanni í
kvennaráðgjöfinni. (Mynd I. Agnarss.)
Kvennaráðgjöf
Þekking eykur
sjálfstraustið
Ráðgjöf kvenna í „Singapúr norðursins“
„Hvað segirðu, eru mæðra-
launin þau sömu, rúmar 15 þús-
und, hvort sem þú átt þrjú börn
eða sex? Já þannig hefur það
alltaf verið.“ Stelpurnar hrista
hausinn, hneykslaðar. „Svo birt-
ist flennistór fyrirsögn á forsíðu
Moggans þess efnis að matvara
hækki um40% íPóllandi. Maður
líttu þér nær! Annars staðar í
sama blaði þarf stækkunargler til
þess að lesa fyrirsögnina um 25%
hækkun á matvöru í Singapúr
norðursins.“
Stelpurnar sem þarna ræddu saman eru
allar lögfræðingar eða laganemar, mættar í
Hlaðvarpann á þriðjudagskvöldi til þess að
veita konum sem þess óska ókeypis lögfræði-
eða félagsráðgjafaþjónustu. Þessi starfsemi
kvennaráðgjafarinnar hefur verið við lýði í
fjögur ár.
„Við erum um 20 konur sem stöndum að
þessari ráðgjöf, félagsráðgjafar, félagsráð-
gjafanemar, lögfræðingar og laganemar.
Hér er opið hvert einasta þriðjudagskvöld
frá 8-10, þess á milli er hægt að hafa samband
við símsvara sem kemur skilaboðum áleiðis
til okkar. Þörfin fyrir þessa ráðgjöf er síst
minni nú en þegar við byrjuðum fyrir fjórum
árum. Að meðaltali koma eða hringja 45
konur á hverju þriðjudagskvöldi."
— Hvaða vandamál eru það lielst sem þið
reynið að leysa úr?
I þessu hringir síminn, Brynhildur svarar:
„Jú, þú getur sótt um skilnað ef maðurinn
þinn beitir þig ofbeldi, alveg skilyrðislaust,"
samtalið heldur áfram góða stund og af því
má ráða að konan er að velta fyrir sér hvort
það sé rétt sem eiginmaðurinn heldur fram,
að hann geti hirt allar eigur þeirra hjóna ef
hún skilur við hann. „Nei, það er af og frá þú
átt helming allra eigna ykkar þó svo hann sé
einn skrifaður fyrir þeim.“
Ég spyr Brynhildi hvort þetta sé dæmigert
vandamál sem þær fá inn á borð til sín?
„Já, það má segja það. Konur vita oft
ótrúlega lítið um rétt sinn. Þær halda oft að
sé eiginmaður þeirra einn skráður fyrir eign-
um búsins þá eigi þær ekkert tilkall til neins,
nema auðvitað barnanna. Þetta er misskiln-
ingur, en hinsvegar gilda aðrar reglur um
fólk sem er í sambúð. Þá getur réttarstaða
konunnar verið mun ótryggari. í framhaldi
af þessu vil ég eindregið hvetja konur sem
eru að velta fyrir sér hvort heldur þær ættu að
giftast eða fara í sambúð, að kynna sér ræki-
lega hinar ólíku reglur sem gilda um þessi tvö
sambúðarform."
— Eru konur sem til ykkar leita fremur úr
einni stétt en annarri?
„Nei hingað leita konur úr öllum stétt-
um,“ segir Sigrún og hún bætir við: „Við
erum ekki hér í hlutverki starfsmanns og
skjólstæðings, við erum konur sem höfum
menntun sem getur nýst öðrum konum í
lífsbaráttunni, því það er staðreynd að konur
búa við mun lakari kjör en karlar. Þær hafa
flest allar fnun minni fjárráð en karlar og
bera oft einar ábyrgð á börnum sínum. Við
vitum að þær þurfa stuðning bæði fjárhags-
legan og andlegan þegar þær eru að standa í
skilnaði, eða eru að berjast einar áfram með
börn og buru. Við lítum á okkar hlutverk
sem einn þátt í sjálfstæðisbaráttu kvenna.
Þess vegna erum við ekki eingöngu að veita
félagslega og lagalega ráðgjöf heldur einnig
að styrkja konur í ákvörðunum sínum og
benda þeim á leiðir þegar þeim finnst allt
vera svart og lífið ömurlegt."
— Eruð þið þá með sálfrœðiþjónustu?
„Nei, alls ekki,“ svarar Linda. „Þekking
eykur sjálfstraust og sjálfsvitund, konur eru
miklu betur í stakk búnar til þess að takast á
við vandamálin ef þær þekkja réttarstöðu
sína. Og betur sjá augu en auga. Við leysum
sjaldan beint vandamál fyrir konurnar sem
hingað leita, en ef við náum því markmiði að
geta aðstoðað þær við að taka ákvarðanir
eða veita þeim upplýsingar sem þær geta
grundvallað sínar ákvarðanir á, þá er okkar
takmarki náð."
— Nú hafið þið starfað á svipuðum grund-
velli frá því að þið hófuð starfsemina, eru
einhverjar nýjungar á döfinni hjá ykkur?
„Við erum að koma á laggirnar sjálfstyrk-
ingarhópi fyrir konur sem standa í skilnaði,
eru að skilja eða eru niðurbrotnar eftir skiln-
að. Konurnar koma til með að bera saman
bækur sínar, fjalla um sameiginleg vandamál
og styrkja hver aðra á alla lund. Einnig hefur
kvennaráðgjöfin gefið út bækling um skilnað
og í bígerð er að halda áfram á sömu braut."
— A meðan á þessu spjalli stóð hefur sím-
inn hringt linnulaust og konur komið í heim-
sókn. Spurt var um umgengnisrétt, forræðis-
deilur, hvert ætti að leita ef viðkomandi sætti
sig ekki við niðurstöðu barnaverndarnefnd-
ar. Hvernig standa ætti að gerð kaupmála,
hvort slíkt borgaði sig. Brynhildur, Linda og
Sigrún höfðu í nógu að snúast og blaðamanni
greinilega ofaukið á staðnum.
Elísabet Guðbjörnsdóttir.
16