Þjóðlíf - 01.02.1988, Blaðsíða 37

Þjóðlíf - 01.02.1988, Blaðsíða 37
ERLENT hátt vinnur Efnahagsbandalagið að því að leggja niður landamærin. þannig að t.d. geti ódýrt vinnuafl frá Suður-Evrópu komið hingað og undirboðið danskan verkalýð." s Arásir fyrir kynþáttahatur Það eru einmitt yfirlýsingar eins og þessar, sem hafa orðið tilefni til árása á Preben Möll- er Hansen fyrir kynþáttahatur. Er þar gjarn- an vísað til tilvika þar sem hann hefur fært boðskap sinn í kryddaðan búning og spurt fólk hvort það vilji að dökkleitir Spánverj- ar komi og taki vinnuna frá Dönum. Kannski fiskar Preben hér í gruggugu vatni kynþáttahaturs.en sjálfur neitar hann algerlega að svo sé. „Það er þvættingur að við séum kynþátta- hatarar. Ég er maður alþjóðahyggjunnar, eins og sést á því að ég er varaforseti Al- þjóðasambands flutningaverkamanna, sem telur 18 milljónir félaga og þar af flesta í þriðja heintinum. Ég hef í raun flutt sama boðskap og Friedrich Engels gerði á síðustu öld, en hann vildi hefta straum íra til Eng- lands, þar sem írskir tötraöreigar grófu und- an ávinningum enskrar verkalýðsbaráttu með því að taka vinnu þeirra fyrir minna kaup. Eins og atvinnuástandið er í Dan- mörku viljum við loka landinu fyrir útlend- ingum öðrum en pólitískum flóttamönnum, en þeir útlendingar sem hér eru, eiga að hafa nákvæmlega sama rétt og Danir að öllu leyti. Við erum sá þingflokkur. sem flytur flestar tillögur til hagsbóta fyrir erlenda verkamenn sem hér búa.“ Kallinn í brúnni Eins og áður segir. er Samflot ekki eini flokkurinn á vinstri væng danskra stjórn- mála. Preben Mpllergefur þó lítið fyrir krata og danska allaballann SF, en hann er reiðu- búinn til samstarfs við þá sem eru vinstra megin við þessa flokka. Honum ergreinilega hlýjast til síns gamla flokks, Kommúnista- flokksins. „Danski kommúnistaflokkurinn er á margan hátt besti flokkur landsins. Þeir hafa bara verið í varnarstöðu alla sína tíð, ekki síst út af Sovétríkjunum. Okkur hefur- liins vegar tekist að setja okkur í sóknar- stöðu.“ Preben telur að Vinstri sósíalistar séu að leysast upp í innri deilum. og það er augljóst að hann hefur ekki mikið álit á þeim mennta- mannaflokki, fremur en flokksbrotum maó- ista og trotskíista. Eitt af markmiðum Samflots er hins vegar að sameina allan þennan villta vinstri gróð- ur, og það markmið gleymdist ekki í sigur- vímunni á kosninganótt í september. Strax morguninn eftir sendi Samflot öllum þessum samtökum bréf og stakk upp á sameiginlegu framboði í næstu kosningum. Hinir hafa ekki tekið þetta tilboð sérstaklega alvarlega og segja að Preben vilji ráða öllu í slíku sam- starfi. Maðurþarfheldurekki að sitjalengi á tali við Preben til að finna fyrir ráðríki hans. Hann hefur ekki bara til að bera sjarmerandi ósvífni pörupiltsins, heldur líka ósveigjan- leika gamals moskvukommúnista. „Engin djöfuls tæpitunga“ Stefnuskrá Samflots er óvitlaus, en það er fyrst og fremst stíll Preben Mpller Hansens sem hefur fleytt honum og þremur félögum hans úr Farmannasambandinu inn á þing. Um árabil hafa þeir sjokkerað atvinnurek- endur, sáttasemjara og dómara með því að beita óhefluðu sjóaramáli í kjaradeilum, og í haust var röðin komin að danska þinginu. Strax frá upphafi þings sló forseti þess hvað eftir annað í bjölluna þegar Preben og félagar tóku til máls, en þeir kærðu sig koll- ótta. „Við erum kosnir hingað til að tala máli venjulegs fólks, og við ætlum fjandinn hafi það ekki að tala neina djöfuls tæpitungu hér.“ Þessi einarða, sumir segja dólgslega, framkoma vakti bæði athygli fjölmiðla og aðdáun meðal margra almennra Dana, en staðfesti þingmenn annarra flokka í þeirri fyrirætlun sinni að leiða Samflot gersamlega hjá sér. Það er sama hvað þeir segja í þing- inu, næsti ræðumaður leiðir þá algerlega hjá sér, og þeir eiga enga fulltrúa í þingnefndum. Utan þings eiga þeir sér hvergi valdastoðir nema í Farmannasambandinu. áhrifa þeirra hefur ekki gætt innan annarra verkalýðssam- taka, og þeim hefur mistekist að komast í borgarstjórn. Frá kosningasigrinum hefur tala flokksfélaga meira en tvöfaldast og nem- ur nú á fjórða þúsund. Það ríðurá miklu fyrir samflotsmenn að festa rætur í verkalýðs- hreyfingu. fbúasamtökum og öðrum fjölda- samtökum á þessu kjörtímabili, svo að þeir þurfi ekki að reiða sig til lengdar á fallvalt fjölmiðlagengi. „Vinstri popúlisti“ Preben Mpller Hansen er óvanalegur stjórnmálamaður. Hann er „vinstri popúl- isti“, en slíka menn er oftar að finna á hægri væng eða miðju stjórnmálanna. Honum hef- ur tekist að hrista upp í vinstri vængnum og opinberri umræðu. en í styrk hans felast líka veikleikar hans. Hann hefur komist langt á götustráks- sjarma og baráttuhörku, en sé hann skoðað- ur frá öðru sjónarhorni er hann ráðrík karl- remba, og á ólgusjó stjórnmálanna er erfitt að láta stöðugt sömu hlið teningsins snúa upp. Gestur Guðmundsson/ Kaupmannahöfn Nýjungar Jt/ÍTÓRÓ „Sífellt fleiri rannsóknir á efn- um til varnar sjúkdómum benda til þess að nokkur næringarefni dragi úr tíðni krabbameins í þekjuvef lík- amans. Meðal þeirra eru A, C og E vítamín, /3-karótín (for- veri A vítamíns) og selen". Hennekens C.H.. M.J. Stampfer & W. Willett: Channing Laboratory. Department of Medicme, Harvard Medical School and Brigham and Women's Hospital, and the Department of Epidemiology, Harvard School of Public Health, Boston, MA Cancer Detection and Prevention 1984 7,147. Hollar Omega-3 fitusýrur fyrir hjarta og æðakerfi. Ekk- ert annað lýsisþykkni á ís- landi er auöugra af omega-3 fitusýrum, þ.e. 50% innihald af EPA og DHA. Hylkin inni- halda ekki A- og D-vítamín. Jtfi TÓRÓ HF Siöumúla 32. I08 Reykjavik o 686964 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.