Þjóðlíf - 01.02.1988, Blaðsíða 66

Þjóðlíf - 01.02.1988, Blaðsíða 66
VIÐSKIPTI Gerður Pálmadóttir á leiðinni til útlanda. Telur okkur vera komin á botninn í ullariðn aðinum og framtíðin geti því ekki verið annað en björt. (Mynd Björn Haraldsson) Hönnunin vísar veginn Segir Gerður í Flónni sem nú er að flytjast til útlanda „Við erum á botninum núna, það er varla hægt að fara neðar, þess vegna hlýtur fram- tíðin að vera björt fyrir íslenskan fataiðnað og ullariðnað", sagði Gerður Pálmadóttir, Gerður í Flónni í stuttu spjalli við Þjóðlíf á dögunum. „Fortíð hönnunar er tæplega til hér, þannig að hönnun er framtíðarsýn og svo framarlega sem augu framámanna og atvinnurekenda opnast fyrir mikilvægi henn- ar er hönnun okkar stærsta auðlind. Pví mið- ur hefur þessum frumþætti allrar framleiðslu lítið sem ekkert verið sinnt hér á landi, enda ástandið eftir því. Það verður að vera ljóst hvað á að framleiða og á hvaða markhópa á að stefna, þar skiptir hönnun meginmáli. Því miður er illmögulegt að starfa við hönnun hér á landi og því hef ég afráðið að flytjast úr landi um tírna", sagði Gerður. Gerður kvað ýmsa möguleika fyrir fata- iðnað og hönnun hér á landi. en margt þyrfti að breytast áður en til þess kæmi. „Við ber- um ekki nóga virðingu fyrir hugmyndum og teljum að öll hugsun sé bundin við lestur bóka en ekki að nýta okkur innihald þeirra. Okkar uppspretta hugmynda og hönnunar er Myndlista- og handiðaskólinn, hvernig er að honum búið? Ótrúlegt! Og ullin? Við höf- um náð eftirtektarverðum árangri með ull sem minjagripi. Okkur er nauðsynlegt að halda þeinr árangri þó við stefnum sömuleið- is annað. Okkar ull er gróf. eitt sinn þótti nauðsyn að fínpússa alla veggi, en nú þykir mótatimbursáferð sömuleiðis falleg, þar sem við á. Þannig er ullin okkar, nokkurs konar mótatimbur og við nýtum hana sem slíka. Það er ótrúlegur hugsunarháttur að við verð- um að framleiða allt hráefni sem við vinnum úr, því ekki silki með ull??“ Með því að virkja hönnun hér á landi sem aðalafl í sjálfu sér er hæglega hægt að fram- leiða erlendis samhliða okkar eigin fram- leiðslugetu. Með því er hægt að jafna verð en samt að fá fjármagnið til landsins". Umræðan barst að fyrirgreiðslu og styrkj- um hins opinbera við ullariðnaðinn. Álafoss og SÍS. Gerður vakti athygli á að fjölmargir hönnuðir störfuðu utan þessa mikla bákns en hefðu ekki bolmagn til þess að spreyta sig á hönnun fyrir erlendan markað. „Þessu er einungis hægt að breyta með samvinnu stjórnvalda og framleiðslufyrirtækja. þau verða að ryðja veginn og síðan getur hver og einn valið sína leið. Mönnun hlýtur að lærast að möguleikar okkar á útflutningi felast í hugmyndum og vinnu hinna mörgu hönnuða í fataiðnaðinum. Þeir eru hvergi nærri full- nýttir ekki hvað síst varðandi meðferð og þróun ullarinnar í sjálfu sér. Með því að bæta meðferð ullarinnar með meira hreinlæti hjá bændum, sem sumir hverjir bera ekki mikla virðingu fyrir hráefninu og spilla fyrir hver öðrurn, væri hægt strax að stíga spor í rétta átt og það myndi leiða til betra gengis í ullar- iðnaði". sagði Gerður Pálmadóttir að lok- um. Þjóðlíf óskar henni velfarnaðar á er- lendum vettvangi. Tómas Tómasson 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.