Þjóðlíf - 01.02.1988, Blaðsíða 52

Þjóðlíf - 01.02.1988, Blaðsíða 52
HEILBRIGÐISMÁL Fyrir og eftir aðgerð á hálsi og andliti. Sífellt fleiri sækja á stofur sérfræðinga til að fá „plastikaðgerð." Fegrunaraðgerðir 1600 manns á biðlista við lýtalækningadeild Landspítalans Hátt á fimmta hundrað fegrunaraðgerða á ári á lýtalækn- ingadeild Landspítalans. Fjöldi aðgerða á læknastofum fer sífellt vaxandi og ríkið borgar. Talsmenn Tryggingastofn- unar: Höfum engar upplýsingar um heildarkostnað sjúkra- samlaga vegna þessara aðgerða. Sífellt fleiri íslendingar leita til sérfræð- inga til að láta lappa upp á útlit sitt. Hér er bæði um lýtalækningar að ræða sem og fegr- unarskurðaðgerðir. Nú eru aðeins starfandi þrír sérfræðingar hér á Iandi sem framkvæma þessar aðgerðir og hafa ekki undan. Petta eru þeir Árni Björnsson, yfirlæknir á lýta- lækningadeildinni, Knútur Björnsson, lækn- ir og Ólafur Einarsson, læknir, en þeir eru allir sérmenntaðir í skapnaðarlækningum. Þrír kandidatar eru erlendis við sérnám í faginu. Á lýtalækningadeild eru gerðar 4-500 að- gerðir á hverju ári og að sögn Knúts Björns- sonar eru nú 1600 manns á biðlista við deild- ina sem hefur mjög bágborna aðstöðu. aðeins ellefu rúm. Að meðaltali eru legudag- ar sjúklinga sem gangast undir fegrunarað- gerðir á deildinni 3-5. Fegrunaraðgerðir eru líka gerðar á stofum læknanna og er þá ekki um eins stórar skurð- aðgerðir að ræða og þær sem gerðar eru á Landspítalanum. Að sögn Knúts hefur færst mjög í vöxt að fólk leiti til lækna á stofu til að fá fegrunaraðgerð. Algengar aðgerðir eru sköpulagsaðgerð á nefi, andlitslyfting, slétt úr hrukkum við augu, og sköpulagsaðgerð á eyrum. Þá er talsvert um brjóstastækkanir. Fegrunar- og lýtaaðgerðir eru allar inni í tryggingakerfinu en sjúklingar greiða sjálfir uppfyllingarefnin við brjóstastækkanir. í einhverjum tilfellum geta sjúklingar þó sótt til sjúkratryggingadeildar Tryggingastofn- unar hluta af kostnaði við „hráefnið" sem hjálpartækjastyrk vegna vöntunar líkams- hluta. í samtali við Þjóðlíf sagði Kristján Guð- jónsson, deildarstjóri sjúkratryggingadeild- ar T.R., að stofnunin gæti engar upplýsingar gefið um hversu mikill hluti af útgjöldum sjúkrasamlaganna fer í að greiða læknum fyrir þessar aðgerðir. Auk þess kostnaðar eru svo fastar fjárveitingar til sjúkrahúsa sem eru ekki sundurliðaðar svo hægt sé að meta kostnað við fegrunaraðgerðir og lýta- lækningar. Þá má geta þess að ekki er gerður skýr greinarmunur á milli nauðsynlegra lýta- lækninga s.s. vegna bruna, og svo fegrunar- skurðaðgerða. Ljóst er af samtölum við lækna og starfs- menn tryggingakerfisins að hér er um tals- vert mikil útgjöld ríkisins að ræða þó enginn fáist til að nefna tölur í því sambandi - þær liggja hvergi á lausu. Flestir þekkja sögur af frægu og ríku fólki erlendis sem greiðir stórfé fyrir fegrunarað- gerðir í Bandaríkjunum og fleiri löndum. Til samanburðar birtum við hér sérfræðigjald- skrá Læknafélags Reykjavíkur yfir einstakar fegrunaraðgerðir á stofu en eftir þeirri gjald- skrá greiða sjúkrasamlögin til læknanna. Hér er um að ræða heildarkostnað vegna aðgerða og miðast verðið við 1. febrúar s.l.: Aðgerð: kr. Sköpulagsaðgerð á nefi: ........ 6200 Stækkuð brjóst: ................ 6763 Sköpulagsaðgerð á eyrum ........ 8266 Sköpulagsaðgerð á augnlokum . 8266 Andlitslyfting................. 10333 Meiri háttar aðgerð á nefi.... 10333 Brjóstalyfting vegna sigs..... 10333 Brjóstaminnkun ................ 10333 Ómar Friðriksson. Tryggingastofnun ríkisins getur engar upplýsingar gefið um útgjöld tryggingakerfis- ins vegna fegrunaraðgerða. 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.