Þjóðlíf - 01.02.1988, Blaðsíða 52
HEILBRIGÐISMÁL
Fyrir og eftir aðgerð á hálsi og andliti. Sífellt fleiri sækja á stofur sérfræðinga til að fá „plastikaðgerð."
Fegrunaraðgerðir
1600 manns á biðlista við
lýtalækningadeild Landspítalans
Hátt á fimmta hundrað fegrunaraðgerða á ári á lýtalækn-
ingadeild Landspítalans. Fjöldi aðgerða á læknastofum fer
sífellt vaxandi og ríkið borgar. Talsmenn Tryggingastofn-
unar: Höfum engar upplýsingar um heildarkostnað sjúkra-
samlaga vegna þessara aðgerða.
Sífellt fleiri íslendingar leita til sérfræð-
inga til að láta lappa upp á útlit sitt. Hér er
bæði um lýtalækningar að ræða sem og fegr-
unarskurðaðgerðir. Nú eru aðeins starfandi
þrír sérfræðingar hér á Iandi sem framkvæma
þessar aðgerðir og hafa ekki undan. Petta
eru þeir Árni Björnsson, yfirlæknir á lýta-
lækningadeildinni, Knútur Björnsson, lækn-
ir og Ólafur Einarsson, læknir, en þeir eru
allir sérmenntaðir í skapnaðarlækningum.
Þrír kandidatar eru erlendis við sérnám í
faginu.
Á lýtalækningadeild eru gerðar 4-500 að-
gerðir á hverju ári og að sögn Knúts Björns-
sonar eru nú 1600 manns á biðlista við deild-
ina sem hefur mjög bágborna aðstöðu.
aðeins ellefu rúm. Að meðaltali eru legudag-
ar sjúklinga sem gangast undir fegrunarað-
gerðir á deildinni 3-5.
Fegrunaraðgerðir eru líka gerðar á stofum
læknanna og er þá ekki um eins stórar skurð-
aðgerðir að ræða og þær sem gerðar eru á
Landspítalanum. Að sögn Knúts hefur færst
mjög í vöxt að fólk leiti til lækna á stofu til að
fá fegrunaraðgerð. Algengar aðgerðir eru
sköpulagsaðgerð á nefi, andlitslyfting, slétt
úr hrukkum við augu, og sköpulagsaðgerð á
eyrum. Þá er talsvert um brjóstastækkanir.
Fegrunar- og lýtaaðgerðir eru allar inni í
tryggingakerfinu en sjúklingar greiða sjálfir
uppfyllingarefnin við brjóstastækkanir. í
einhverjum tilfellum geta sjúklingar þó sótt
til sjúkratryggingadeildar Tryggingastofn-
unar hluta af kostnaði við „hráefnið" sem
hjálpartækjastyrk vegna vöntunar líkams-
hluta.
í samtali við Þjóðlíf sagði Kristján Guð-
jónsson, deildarstjóri sjúkratryggingadeild-
ar T.R., að stofnunin gæti engar upplýsingar
gefið um hversu mikill hluti af útgjöldum
sjúkrasamlaganna fer í að greiða læknum
fyrir þessar aðgerðir. Auk þess kostnaðar
eru svo fastar fjárveitingar til sjúkrahúsa
sem eru ekki sundurliðaðar svo hægt sé að
meta kostnað við fegrunaraðgerðir og lýta-
lækningar. Þá má geta þess að ekki er gerður
skýr greinarmunur á milli nauðsynlegra lýta-
lækninga s.s. vegna bruna, og svo fegrunar-
skurðaðgerða.
Ljóst er af samtölum við lækna og starfs-
menn tryggingakerfisins að hér er um tals-
vert mikil útgjöld ríkisins að ræða þó enginn
fáist til að nefna tölur í því sambandi - þær
liggja hvergi á lausu.
Flestir þekkja sögur af frægu og ríku fólki
erlendis sem greiðir stórfé fyrir fegrunarað-
gerðir í Bandaríkjunum og fleiri löndum. Til
samanburðar birtum við hér sérfræðigjald-
skrá Læknafélags Reykjavíkur yfir einstakar
fegrunaraðgerðir á stofu en eftir þeirri gjald-
skrá greiða sjúkrasamlögin til læknanna.
Hér er um að ræða heildarkostnað vegna
aðgerða og miðast verðið við 1. febrúar s.l.:
Aðgerð: kr.
Sköpulagsaðgerð á nefi: ........ 6200
Stækkuð brjóst: ................ 6763
Sköpulagsaðgerð á eyrum ........ 8266
Sköpulagsaðgerð á augnlokum . 8266
Andlitslyfting................. 10333
Meiri háttar aðgerð á nefi.... 10333
Brjóstalyfting vegna sigs..... 10333
Brjóstaminnkun ................ 10333
Ómar Friðriksson.
Tryggingastofnun ríkisins getur engar upplýsingar gefið um útgjöld tryggingakerfis-
ins vegna fegrunaraðgerða.
52