Þjóðlíf - 01.02.1988, Blaðsíða 7

Þjóðlíf - 01.02.1988, Blaðsíða 7
njósnað um mig Frásögn manns sem var eltur af lögreglunni svo sólarhringum skipti. Rökstuddur grunur um póstnjósnir og símahlerun. Maðurinn tók myndir af lögreglunjósnurum. Slitrur úr dagbók. Til að byrja með varð ég var við að bfll elti mig , trúlega í kringum 10. janúar. Bfllinn var merktur númerinu R-43824 hvítur Volvo ómerktur. í bflnum sátu tveir óeinkennisklæddir menn. Við Stjórnarskrá Lýðveldisins íslands „Heimilið er friðheilagt. Ekki má gera húsleit né kyrrsegja bréf og önnur skjöl og rannsaka þau nema eftir dómsúrskurði eða eftir sérstakri lagaheimild". (úr 66. grein stjórnarskrárinnar) eftirgrenslan hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins kom í Ijós að eigandi bif- reiðarinnarer skrifstofa lögregl- ustjórans í Reykjavík. Mánudaginn 11. janúar varö ég tvisvar var við þennan bfl í kringum heimili mitt. Enn voru tveir menn í bílnum sem ég þekkti ekki. Bíllinn hægði alltaf á sér þegar þeir óku framhjá heimili mínum, þannig að mig var farið að gruna að verið væri að njósna um mig. Það er ekki þægileg tilfinning. Skruðningur í síma — póstur opnaður Nokkru fyrr varð ég var við skruðninga í símanum og fylltist grunsemdum um að verið væri að hlera símann. Reyndar komu tæknimenn frá símanum til konunnar á neðri hæðinni, sem einnig hafði undan skruðning- um að kvarta hjá sér. Eftir mælingar kváðu þeir ekkert ama að símtæki hennar. heldu hlyti eitthvað að vera að línunum að húsinu. Jafnframt voru opnuð bréf til mín, stund- um var merkt með stimpli að Tollgæslan hefði opnað bréfin, en stundum var bara límt eða heftað saman aftur. Eg bæði hringdi og fór niður á pósthús til að kvarta undan þessu formi ritskoðunar. Byrjaði á að spyrja hvernig stæði á því að bréf til mín að utan væru opnuð. Pví var svarað til að slíkt væri ekki gert við nokkurn mann. Að vísu bættu þeir við að Tollgæslan opnaði stundum pakka en ntjög sjaldan. Þá fór ég í Tollgæsl- una og talaði við mann, sem þvertók fyrir að ég væri í einhvers konar rannsókn eða pakk- ar til mín væru sérstaklega skoðaðir, en við- urkenndi að fyrir gæti komið að gæslan skoð- aði eitthvað. 13. janúar, miðvikudagur. Fór á skemmti- stað. Tók ég eftir að nokkrir bílar voru að elta mig, þar á meðal R-42824 kl. 0045 en trúði því varla sjálfur. Kl. 0145 um nóttina þegar ég kom út af skemmtistaðnum biðu tveir bílar eftir mér. Fleiri númerum náði ég ekki, en nóttin fannst mér furðuleg öll, yfir- gengileg, því maður trúir ekki svona fyrr en tekur á. 17,janúar sunnudagur. Ættingi minn hefur frétt að ég sé undir eftirliti. Hann var í virðu- legu samkvæmi, þar sem embættismaður sem sjálfur var yfir sig hneykslaður á þessu, sagði honum að lögreglan væri að elta mig á tveimur bílaleigubílum og var manninum nóg um. Aðfararnótt miðvikudagsins 20.janúar kl.0415 er ég að koma heim til mín af nætur- vakt. Tek eftir að bfll kemur á eftir mér, en ég var á hjóli, R-35329 hvít Toyota station. Fer inn til mín og sé út um eldhúsgluggann hálftíma síðar að þessi sami bfll ekur framhjá húsinu mínu og bflstjórinn gónir í áttina að húsinu. Við eftirgrennslan daginn eftir kem- ur í ljós að Bílaleiga Akureyrar er skráður eigandi bifreiðarinnar. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.