Þjóðlíf - 01.02.1988, Blaðsíða 53

Þjóðlíf - 01.02.1988, Blaðsíða 53
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL Þýskaland: Herferð kvenna gegn klámi.... Viöhorf íbúa Vesturlanda til nektar og kynlífs hafa umturnast á síðari árum. Það er af sem áður var, þegar það olli fjaðrafoki, ef kona lyfti pilsfaldi upp fyrir hné á almannafæri. Okkur upplýstum nútíma- mönnum þykir ekki tiltökumál, þótt Evudætur fækki flíkum og tifí hálfnaktar um götur á heitum sumardögum. Slíkt hefði að líkindum verið talið siðleysi á tímum franska rithöfundarins Gustavs Flauberts, sem um miðja síðustu öld var ákærður fyrir að misbjóða velsæmiskennd landa sinna í skáldsögunni „Madame fíov- ary". 1 kaflanum sem fór fyrir brjóstið á sið- gæðisvörðum þeirra tíma segir frá langri ökuferð söguhetjunnar Emmu og elskhuga hennar í hestvagni um götur Parísar. Þrátt fyrir að skáldið láti undir höfuð leggjast að upplýsa lesandann um. hvernig þau hjúin styttu sér stundir. þótti hér um dæmalaust siðleysi að ræða, enda voru gluggatjöldin í vagninum dregin fyrir. Þessi saga af tepruskap siðgæðispostula 19du aldar kemur okkur nútímamönnum óneitanlega spánskt fyrir sjónir. Við sem komumst til vits og ára á tímum frjálsra ásta, eigum að vonum erfitt með að setja okkur í spor þeirra sem sáu ástæðu til að amast við svo saklausri frásögn. Við íslendingar höfum átt því láni að fagna að vera að mestu lausir við þann klámfaraldur. sem hefur tröllriðið megin- landi Evrópu á síðustu árum. Það er að vísu opinbert leyndarmál á íslandi. að svokallað- ar „bláar myndir" ganga kaupum og sölum á svörtum markaði. Þrátt fyrir allan slíkan kaupskap eru „harðar" klámmyndir bann- vara á Sögueyjunni og dreifing siíkra mynda varðar við lög. Það voru frændur okkar Svíar sem riðu á vaðið og leyfðu frjálsa sölu á klámi í máli og myndum 1971. Ýmsar aðrar þjóðir, svo sem Hollendingar, Danir og Bandaríkjamenn fylgdu í kjölfarið og á næstu árum reið holskefla klámrita og „blárra mynda" yfir íbúa Vesturlanda. „Einfalt“ klám og „hart“ klám Hér í Vestur-Þýskalandi var banni við sölu DER NEUE STREIT UM DIE og dreifingu á klámi aflétt í stjórnartíð kansl- arans Helmuts Sclimidts árið 1975. Þau nýju lög. sem þá voru sett. gera reyndar greinar- mun á tvenns konar klámi. Annars vegar er talað um svokallað „einfalt" klám. Þar mun átt við „sakleysislegar" samfara- og ástar- lífslýsingar. Hins vegar er svokallað „hart" klám, en það hugtak err notað um kynferðis- legt ofbeldi. auk samræðis við börn og skepnur. Þótt,. harða" klámið sé enn sem fyrr bannvara hér í landi, er það á allra vit- orði, að myndbönd og hefti með slíku efni eru föl í klámbúðum. Eftir að fyrrnefnd lög voru sett kom fljót- lega í ljós, að framleiðsla á klámi gaf drjúgan skilding í aðra hönd. Klámiðnaðurinn þand- ist út og blómstraði á næstu árum. í Vestur- Þýskalandi eru nú hvorki fleiri né færri en 1000 klámbúðir, 350 klámbíó og 5000 klám- barir, þar sem gestir eiga þess kost að „gamna sér" við klúrar og andstuttar sam- faramyndir á veggjum. Við þetta bætist að í hverjum mánuði taka vestur-þýskir um 500.000 klámmyndir á leigu. Tæplega helm- ingur þeirra mynda flokkast undir „hart" klám. Og ekki má gleyma þeim mikla fjölda klámrita. sem gusast yfir markaðinn í hverri viku. Slíkar afurðir prentlistarinnar eru seld- ar í tugum milljóna eintaka á ári. í Ijósi þessa er síst að undra, þótt kvenna- hreyfingin sé ekki alls kostar sátt við þetta ástand. Kvenréttindakonur hér í Vestur- Þýskalandi hafa reyndar áður gert tilraunir til að stemma stigu við þeirri útþenslu sem orðið hefur á klámmarkaðnum. Sem dæmi Þýska kvennablaðið Emma reið á vaðið með umfjöllun um klám í landinu. Þetta tölubiað var bannað í Bæjaralandi! Spiegel fylgdi svo málinu eftir með for- síðuumfjöllun og gagnrýndi Emmu. 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.