Þjóðlíf - 01.02.1988, Side 65

Þjóðlíf - 01.02.1988, Side 65
VIÐSKIPTI O G FJÁRMÁL Fjárfestingar í Argentínu ítalski þingmaöurinn og pornó- stjarnan Ilona Staller hefur nú tekið að sér verkefni fyrir ítalska bankaheiminn. Hún á að taka þátt í opnun nýrrar hótelkeðju, svokallaðra „ástarhótela", þar sem væntanlegir gestir eiga einnig að geta fengið gistingu í nokkra klukkutíma. Hótelkeðj- an er fjármögnuð af einum stærsta banka Ítalíu, Banca Nazionale del Lavoro, eftir að- ferð sem notuð hefur verið upp á síðkastið til erlendra fjárfest- inga í löndum sem skulda mikið og búa við óðaverðbólgu. Sá sem fjármagnar kaupir fyrir galdeyri argentísk skuldabréf með gífurlegum afföllum, síðan er bréfunum skipt og fjármagn- ari fær andvirði bréfanna í arg- entískri mynt á nafnvirði... Búðargluggi með Reebok- skóm. Mestur gróði Meðal 880 hlutafélaga sem hafa hluti til sölu í kauphallarvið- skiptum í Bandaríkjunum hefur bandaríska viðskiptatímaritið „Forbes" útnefnt fyrirtækið „Reebok International-1 sem ábatasamasta firmað síðustu misseri. Reebok framleiðir íþróttaskó og er breskt að upp- runa. Á síðustu þremur árum jók firmað ágóða sinn um 200% að meðaltali á ári. Árangur þessa bandaríska fyrirtækis hef- ur aðallega verið á kostnað þýsku sportfyrirtækjanna Adi- das og Puma.... Ikona Staller þingmaður á ítalska þinginu tekur þátt í fjárfestingaævintýrum landa sinna í Argentínu. Ford í fjórða lið Nýlega komust afkomendur Henrys gamla Fords í fjórða Iið í aðalstjórn bílaverksmiðjanna. Þeir Edsel B. Ford 2, 39 ára gamall og frændi hans William Clay Ford jr. þrítugur að aldri urðu þessarar náðar aðnjótandi, sá fyrrnefndi er sölustjóri fyrir Lincoln og Mercury en sá síðar- nefndi er forstöðumaður Ford- miðstöðvarinnar í Sviss. Áður en til þessa kom var var fjöl- skyldumeðlimur Ford síðast í stjórn hringsins árið 1980. Það var Henry Ford 2., sem lýsti því yfir að í þessum hring væri eng- inn krónsprins og átti þar við að ekki væri sjálfgefið að meðlimir Fordfjölskyldunnar rykju upp á toppinn í fyrirtækinu... Tuborg leggur undir sig lönd Fyrirtækjahringurinn Reemt- sma, sem hefur aðallega verið í tóbaksframleiðslu og á bjór- verksmiðjur víða um Þýskaland hefur nýverið selt dönsku Tu- borg / Carlsberg-verksmiðjun- um bjórfyrirtækið Hannen í Rínarlöndum. Reemtsma hringurinn varð verulega vold- ugur í sígarettuframleiðslu en hefur þegar þurft að selja undan sér nokkrar bjórverksmiðjur víða um Þýskaland. Stærstu hluthafarnir Michael og Gunter Herz, sem einnig eiga kaffi- brennslufyrirtækið Tchibo og kallaðir kaffi-kóngar þykja eiga vissa sök á stöðugum samdrætti hringsins á umliðnum árum .... SLANGUR Nokkrar feitar Menn í íslenska viðskiptalíf- inu nota ýrniss konar slangur- yrði eins og aðrir þjóðfélags- hópar og í orðanotkun þeirra eru sams konar tískusveiflur og þekkjast meðal unglinga. Þegar talað er urn miljónir króna er oft talað um „mill- ur" og er það orð klárleg af- bökun af miljón. Um sömu upphæð er einnig talað um „feita". Þetta eða hitt kosti „nokkrar feitar". Þá er einnig talað um „kúlur" í nf. et. „kúla" en ekki er uppruni orðsins ljós. Um vel heppnuð viðskipti er oft notað orðið „púsl", væntanlega vegna þess að menn hafi „púslað" saman dæmi þannig að lausn fengist; „púsl". Þar af leið- andi geta menn fengið nokkr- ar kúlur út úr vel heppnuðu púsli — en viðbúið að þeir hafi þurft að leggja nokkrar millur í púkkið áður ... Kaffidrykkja í rénum Kaffibrennslufyrirtæki á megin- landi Evrópu óttast nokkuð um sinn hag, þar sem kaffineysla dregst stöðugt saman. Að vísu jókst gróði verksmiðjanna lítil- lega á síðasta ári t.d. í Þýska- landi, en vitað er að kaffineyt- endum fækkar stöðugt. Á síð- ustu árum er talið að kaffifjendum hafi fjölgað úr því að vera 13% í 17% fullorðinna Þjóðverja. í Bandaríkjunum er þróunin komin enn lengra, og talið að tveir þriðju hlutar full- orðinna láti blessaðan sopann alveg eiga sig. Jacobs kaffi- verksmiðjurnar í Þýskalandi bregðast við með markaðsátaki og höfða til unglinga. Tilað- mynda byrjar fyrirtækið með nýtt merki, „Swing" og með Kaffidrykkjumenn. gjörbreyttri auglýsingataktik. í stað vingjarnlegra kvenna á miðjum aldri eiga auglýsinga- myndir að sýna frjálslega ungl- inga í léttum fötum og með snaggaralegt orðfæri.... 65

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.