Þjóðlíf - 01.02.1988, Blaðsíða 36
ERLENT
Viðmælanda okkar liggur ekki hlýtt orð til jafnaðarmanna. Hér eru leiðtogarnir Anker Jörgensen fyrrverandi leiðtogi og Auken
núverandi leiðtogi danskra jafnaðarmanna.
miða þá við eign um áramótin '86-7, en síðan
viljum við leggja skyldusparnað á allar fjár-
magnstekjur, þannig að ríkið taki 10% þeirra
að láni í 25 ár.
Að öðru leyti en því sem hér hefur verið
lýst, viljum við ekki hrófla við einkafjár-
magninu. Við viljum frjálsan markað, en
einungis krækja í hluta af gróða og brask-
tekjum."
úr sögunni. Við afgreiðslu fjárlaga nú fyrir
jólin höfum við gert 34 breytingatillögur,
sem myndu kosta á bilinu 70-100 milljarða,
eftir því hvernig dæmið er reiknað, en þeim
peningum viljum við ná inn með því að setja
á fjármagnsskatt og skera niður hernaðar-
útgjöld. Þessar breytingar, ásamt aðgerðum
í efnahags- og atvinnumálum, munu hins
vegar leiða til tekjuaukningar, þegar til
lengri tíma er litið og borga sig þannig upp,
svo að fjármagnsskatturinn verður óþarfur."
dagskrá, eins og sumir smáhóparnir til
vinstri. Þess í stað vilja þeir örva félagslegt
ímyndunarafl fólks með því að setja fram
róttæka umbótaáætlun, sem í sjálfu sér fengi
staðist, ef fjármagnseigendurnir myndu
sætta sig við hana. Þannig beina þeir sjónum
manna að þeirri staðreynd, að það eru í raun
fjármagnseigendur sem standa í vegi fyrir
félagslegum framförum og réttlæti.
Pólitísk reikningsdæmi
Blaðamaður reynir að fá nákvæmari útlist-
un á því, hvernig ríkisfjármálin eiga að ganga
upp um leið og félagsleg þjónusta er stórauk-
in, og Preben Mpller slær um sig með stórum
tölum, segir að hægt sé að fá hundruði millj-
arða úr lífeyrissjóðum og víðar að, til að
leysa húsnæðisvandann, og það þurfi ekki
nema 17 milljarði til nauðsynlegra umbóta á
félagslegri þjónustu, og þeirra sé hægt að
afla með því að leggja niður danska herinn.
„Við gerum upp dæmið á nýjan hátt. í stað
þess að borga fjölda manns alls kyns ölmus-
ur, viljum við veita þeim öllum borgaralaun.
Það þýðir kjarabót fyrir allt þetta fólk og
kostar þarafleiðandi sitt. Á móti kemur að
alls kyns kostnaður við ölmusukerfið hverfur
„Þriðja leiðin“
Danskir hagfræðingar segja að í sjálfu sér
gangi dæmi Prebens og Samflots ágætlega
upp - sem fræðilegt reikningsdæmi. Yrði
hins vegar reynt að framkvæma stefnu hans,
myndu fjármagnseigendur grípa til harka-
legra mótaðgerða, þannig að stjórnvöld yrðu
annað hvort að gefast upp eða ganga mun
lengra en tillögurnar gera nú ráð fyrir. Auð-
vitað vita Samflotsmenn þetta. Þeir hafa hins
vegar valið eins konar „þriðju leið“. Þeir
hafa hvorki sett fram „raunsæja" umbóta-
áætlun, eins og t.d. Sósíalíski þjóðarflokkur-
inn, né sett sósíalíska þjóðfélagsbyltingu á
Alþjóðahyggja
„Við viljum að Danmörk verði málsvari
friðar á alþjóðavettvangi, taki þátt í að gera
Norðurlönd kjarnorkuvopnalaust svæði um
alla eilífð og berjist gegn hernaðarbandalög-
unum NATO, SEATO og Varsjárbandalag-
inu. Við viljum að Danmörk gangi úr Efna-
hagsbandalaginu. Við krefjumst þó ekki að
þingið taki slfka ákvörðun, heldur að það
gangist fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um mál-
ið, þar sem gengist verði fyrir upplýsinga- og
umræðuherferð um kosti og galla aðildar.
Við munum virða þá ákvörðun sem tekin er
á þann hátt. Við munum beita okkur af alefli
í slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu og benda fólki
á það hve landbúnaðarstefna Efnahags-
bandalagsins er óhagstæð okkur. Á sama
36