Þjóðlíf - 01.02.1988, Blaðsíða 27
MENNING
Þjóðleg menning - galdrar
Mannsístra og skollabrók
Haraldur Ingi Haraldsson skrifar um íslensk fortíðarskrímsl
Auraleysi í einni eða annarri
mynd er ógæfa sem hrjáð hefur
mestan hluta mannkyns frá örófí
alda. Þeim blönku hefur flestum
þótt þetta óhæft ástand og leitað
hinna fjölbreyttustu leiða til að
snúa gæfuhjólinu sér í hag.
Auraleysi er að sjálfsögðu alþjóðlegt fyrir-
bæri og þýðir lítið fyrir íslendinga að telja
okkur sérlega illa farna í þessum efnum:
þrátt fyrir ára bið eftir húsnæðislánum, þrátt
fyrir að staðgengill andskotans, verðbólgu-
draugurinn. hafi enn einu sinni snúið á hetj-
urnar okkar, stjórnmálamennina, þrátt fyrir
aðeins rúmlega einn bíl á fjölskyldu. o.s.frv.
Þrátt fyrir allt þetta erum við í giska ein-
stæðri aðstöðu sem greinir okkur frá öðrum
og gerir það að verkum að „Lottódráttar-
happabingó-guðinn" er heimilisdýrlingur í
þessu lúterska landi. Hún er sú að á íslandi
er eina ráðið við blánkheitum það að eiga
nóga peninga. Að lifa ódýrt er hugtak úr
einhverju öðru tungumáli. Þess vegna fara
hér á eftir ráðleggingar fyrir þá sem vilja
ávaxta hugvit sitt og breyta því í peninga.
Þessi ráð hafa það fram yfir hinn ameríska
galdur um „blaðadrenginn sem vann sig
upp", að vera fullkomlega þjóðleg og fljót-
virk, sem er nauðsynlegt þar sem allir sannir
íslendingar hafa megnustu óbeit á að eyða of
miklum tíma í að verða ríkir.
Galdur er orð sem flestir tengja við fjar-
læga fortíð, þó að ýmsar tegundir hans séu
iðkaðar af miklu kappi í núinu. s.s. meðal
stjórnmálamanna og auglýsingafrömuða í
samskiptum sínum við hinn sauðsvarta.
Enda eitt einkenni á galdri að þar eigast við
sá er yfir þekkingu býr og hinn sem lýtur í
lægra haldi fyrir henni.
Hér á eftir fylgja tvær hagnýtar aðferðir.
Mannsístra
Mannslíkaminn er fullkomnasti hlutur
jarðarinnar, enda eftirmynd guðs og sköp-
unarverk hans. Einmitt þess vegna eru ýmsir
hlutar hans afskaplega nytsamlegir til ýmis-
konar galdurs. Það er líka þeim í neðra mjög
þóknanlegt að hinum í efra sé ekki sýnd allt-
of mikil virðing, sem kemur aftur galdra-
manninum til góða því að „Prins myrkurs-
ins“ getur verið ákaflega hjálplegur við ýmis
framkvæmdaratriði.
Mannsístra, eða sú fita sem skafin er af
maga dauðra manna, er kröftugt tæki til að
opna lása, og þarf ekki mikið ímyndunarafl
til að sjá hvert þarfaþing hún er.
En til þess að lásar lúkist upp þarf fyrst að
verða sér út um mannsístru úr kirkjugarði,
því að þá hefur líkaminn tekið við öllum
sakramentum kirkjunnar. Þegar það verk er
yfirstaðið fer viðkomandi að þeim lásum sem
hann vill að lúkist upp fyrir sér og setur upp í
sig bita af ístrunni sem hann hefur komist yfir
í kirkjugarðinum, blæs í skráargatið og hefur
yfir þennan formála.
„Blæs svo bylur í lási
og blístra af mannsístru
fjandinn með fúlan anda
fast í lásinn blási
tröll upp og togi mellur
taki á púkar allir
fítli við fótarjárni
fjandans ósjúkir púkar.
Lyftið upp lásnum allir
lifandi fjandans andar.“
Á þennan hátt munu allar gáttir opnast og
hægt er að svala löngunum sínum á stöðum
sem öðrum eru lokaðir.
Skollabrók
Nú er svo farið að ófullir eru íslendingar
ekki einungis hamingjusamasta þjóð í heimi
heldur sú löghlýðnasta þannig að mörgum
kynni að finnast erfitt að ganga um ævin-
týrasali banka og fjárfestingasjóða þar sem
fallega fólkið er á daginn í fullu leyfi.
Hér er því annar galdur sem útheimtir ein-
ungis samningalipurð og sannfæringarkraft.
Skollabrók sér eiganda sínum fyrir nægu
fé — ævilangt. Það er þægileg tilhugsun og
sannanlega betri kjör en fást á hinum vel-
þóknanlega gráa okurmarkaði. Valið er auð-
velt. Sá (sú) er vill verða sér út um brók gerir
samning við einhvern í lifanda lífi um að fá
afnot af skinni hans eftir dauðann. Þegar að
þeirri stundu kemur er haldið í kirkjugarð-
inn að næturþeli og sá sem samningurinn var
gerður við grafinn upp. Af honum þarf að flá
skinnið ofan frá mitti og niður úr. Sérstak-
lega ber að varast að gat komi á, og þarf hún
að vera eins og góðar kvenmannsnærbuxur
án nokkurs gats. Þegar því er lokið er ekkert
Seðlabankinn. Ef menn vilja ná í peninga
þaðan væri ráð að kyrja: „Lyftið upp lásn-
um allir — lifandi fjandans andar..."
(Mynd Björn Haraidsson)
að vanbúnaði að klæðast skollabrókinni og
grær hún samstundis við holdið og allt fer að
ganga betur.
Finnist einhverjum þetta vera heldur mik-
ið af hinu góða er gott að minnast þess að
prestar Azteka klæddust á tíðum húð þeirra
er fórnað var og flegin var af þeim lifandi.
Öll tilfinningasemi er því óþörf í þessu sam-
bandi eins og reyndar í viðskiptum almennt.
Ef sá (sú) er klæðist skollabrók deyr án
þess að komast úr henni er öruggt að hinu-
megin bíður ekkert nema heitari staðurinn.
Þetta skipti miklu máli hér áður fyrr þó hin-
um guðlausa nútíma sé e.t.v. sama. En til
þess að komast úr skollabrók þarf að fá:
„einhvern til að fara í þær af sér
og verður það með því einu móti
að hann fari fyrst úr hægri
skálminni, en jafnskjótt fari hinn
er við þeim tekur, í hana. En
þegar hann er í hana kominn get-
ur hann ekki aftur snúið þótt
hann vilji, því ef hann ætlar að
færa sig úr henni aftur er hann
kominn í hina vinstri án þess
hann viti hvernig það hafí orðið“
eins og segir í Þjóðsögum Jóns Árnasonar.
Þannig geta skollabrækur orðið að nytsöm-
um ættargrip.
(Haraldur Ingi Haraldsson myndlistarmaður
og „skrímslafræðingur'1 Þjóðlífs hefur um
langt árabil lagt stund á rannsóknir og grúsk
á göldrum og öðrum sérstæðum atriðum í
þjóðlífssögu (slendinga. Hann hefur flutt
þætti í útvarp og skrifað í blöð um þennan
þátt menningarsögunnar. Heimildir höfund-
ar í þessum þætti eru margvíslegar — þess-
ar helstar: Þjóðsögur Jóns Árnasonar og
þjóðsagnasafn Sigfúsar Sigfússonar).
27